EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Eins og Gummi sé að fá hjartaáfall á hliðarlínunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2022 12:31 Guðmundur Guðmundsson er litríkur á hliðarlínunni. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Stefán Árni Pálsson, Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru yfir sigur Íslands á Hollendingum, 29-28, í öðrum leik liðsins á mótinu. Íslenska liðið er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Það var mikil spenna í leiknum í gærkvöldi og það reyndi á taugarnar hjá mönnunum í EM-hlaðvarpinu. Tveir þeir léku ófáa leiki með íslenska landsliðinu á stórmótum en það er miklu miklu meira stress að horfa á leikinn heima í stofu. „Ég var með kúkinn í buxunum síðustu fimm mínútur leiksins því mér leist ekkert á þetta og var vel stressaður,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Ég hafði engar stórar áhyggjur þar til að þeir jöfnuðu leikinn. Það var stórt veikleikamerki og ég bjóst ekki við því,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Ég var smá á tímabili að hugsa um að þetta væri pottþétt komið en var maður alveg að farast þarna í lokin. Þá var nú gott að maður væri í sérstaklega vel byggðum sófa,“ sagði Róbert Gunnarsson. „Ég sat þarna með konunni í sófanum og ég held að hún sé með nokkra marbletti. Maður er farinn að taka einhver högg, velta sér. Maður er eins og Gummi á hliðarlínunni, fylgir skotunum. Maður lifir sig alveg rosalega inn í þetta,“ sagði Róbert. „Ég var að horfa á Gumma á hliðarlínunni í gær. Hann lítur oft út eins og hann sé að fá hjartaáfall, í alvörunni talað,“ sagði Stefán Árni. „Þetta er mjög einlægt hjá honum. Hann má eiga það. Þetta er svo mikill skali. Þegar dómarinn gerir einhverja vitleysi þá er þetta svo mikil hneykslun,“ sagði Ásgeir Örn. „Það væri alveg hægt að ráða hann í eitthvað dramahlutverk í bíómynd,“ sagði Róbert. Það má heyra allt spjallið þeirra hér fyrir neðan en þar fóru þeir vel yfir sigurleikinn á móti Hollandi. EM karla í handbolta 2022 Seinni bylgjan Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Það var mikil spenna í leiknum í gærkvöldi og það reyndi á taugarnar hjá mönnunum í EM-hlaðvarpinu. Tveir þeir léku ófáa leiki með íslenska landsliðinu á stórmótum en það er miklu miklu meira stress að horfa á leikinn heima í stofu. „Ég var með kúkinn í buxunum síðustu fimm mínútur leiksins því mér leist ekkert á þetta og var vel stressaður,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Ég hafði engar stórar áhyggjur þar til að þeir jöfnuðu leikinn. Það var stórt veikleikamerki og ég bjóst ekki við því,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Ég var smá á tímabili að hugsa um að þetta væri pottþétt komið en var maður alveg að farast þarna í lokin. Þá var nú gott að maður væri í sérstaklega vel byggðum sófa,“ sagði Róbert Gunnarsson. „Ég sat þarna með konunni í sófanum og ég held að hún sé með nokkra marbletti. Maður er farinn að taka einhver högg, velta sér. Maður er eins og Gummi á hliðarlínunni, fylgir skotunum. Maður lifir sig alveg rosalega inn í þetta,“ sagði Róbert. „Ég var að horfa á Gumma á hliðarlínunni í gær. Hann lítur oft út eins og hann sé að fá hjartaáfall, í alvörunni talað,“ sagði Stefán Árni. „Þetta er mjög einlægt hjá honum. Hann má eiga það. Þetta er svo mikill skali. Þegar dómarinn gerir einhverja vitleysi þá er þetta svo mikil hneykslun,“ sagði Ásgeir Örn. „Það væri alveg hægt að ráða hann í eitthvað dramahlutverk í bíómynd,“ sagði Róbert. Það má heyra allt spjallið þeirra hér fyrir neðan en þar fóru þeir vel yfir sigurleikinn á móti Hollandi.
EM karla í handbolta 2022 Seinni bylgjan Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira