Aðeins svekktir Portúgalar gætu bjargað strákunum okkar ef þeir tapa Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2022 08:31 Gísli Þorgeir Kristjánsson í kröppum dansi gegn Hollendingum. Ísland komst fimm mörkum yfir í leiknum og svo stór sigur hefði bætt stöðu liðsins umtalsvert fyrir lokaumferðina í dag, en niðurstaðan varð eins marks sigur, 29-28. EPA-EFE/Tamas Kovacs Eru strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu ekki í toppmálum eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína á EM og nánast komnir áfram? Stutta svarið er nei, alls ekki, og liðið gæti hæglega fallið úr leik í kvöld. Íslenska landsliðið er vissulega með fullt hús stiga en önnur úrslit í B-riðli hafa ekki fallið með liðinu. Staðan er því þannig að ef að Ísland tapar með meira en eins marks mun gegn Ungverjalandi í dag, og Holland vinnur Portúgal, þá er Ísland úr leik. Allar aðrar niðurstöður skila Íslandi áfram í milliriðil. Í rauninni mæli ég einfaldlega með því við lesendur að láta staðar numið hér. Setningin hér að ofan segir allt sem segja þarf. Lesið hana bara aftur. Hér að neðan eru vissulega frekari útskýringar en þær gætu dugað til að æra óstöðugan. Staðan í B-riðli. Ef að 2-3 lið enda jöfn að stigum ráða innbyrðis úrslit úr leikjum þeirra. Tvö efstu liðin komast áfram í millriðil og taka með sér úrslitin úr leiknum sín á milli. Þú vilt samt lesa áfram? Allt í lagi. Staðan er sem sagt ekkert frábær og ekki bætir úr skák að ef að Ísland tapar fyrir Ungverjalandi í fyrri leik dagsins þá hefur Portúgal ekki lengur að neinu að keppa í leik sínum við Holland, í leik þar sem Ísland þyrfti að treysta á sigur Portúgala. Því miður fara leikirnir ekki fram á sama tíma, eins og þekkist til dæmis í riðlakeppni stórmóta í fótbolta. Ísland gæti endað fyrir neðan Holland en tekið með sér fleiri stig Góðu fréttirnar eru þær að Ísland er með örlögin í sínum höndum og sigur gegn Ungverjalandi, eða bara jafntefli, skilar liðinu með eitt eða tvö stig áfram í milliriðilinn erfiða. Ef Ungverjaland vinnur með eins marks mun kemur reyndar upp sú athyglisverða staða að ef að Holland vinnur svo Portúgal þá enda Hollendingar efstir í riðlinum og Íslendingar í 2. sæti, en Íslendingar færu samt með tvö stig áfram í milliriðil (stigin úr sigrinum á Hollandi) og Hollendingar ekkert. Aron Pálmarsson og félagar í íslenska landsliðinu hafa fagnað sigri í báðum leikjum sínum til þessa á EM en þurfa samt á sigri að halda gegn Ungverjalandi í dag.EPA-EFE/Tamas Kovacs Hollendingar alltaf öruggir áfram með sigri Ef að Ungverjaland og Holland vinna í dag þá enda Ungverjaland, Ísland og Holland með 4 stig hvert en Portúgal neðst án stiga. Þá ræður innbyrðis markatala úr leikjum Ungverjalands, Íslands og Hollands því hvaða tvö lið komast áfram. Hollendingar eru öruggir um að komast áfram með sigri gegn Portúgal, því innbyrðis markatala þeirra úr leikjum við Ísland og Ungverjaland er +2 (eftir 31-28 sigur á Ungverjalandi en 29-28 tap gegn Íslandi). Gætu fallið úr leik vegna fjölda skoraðra marka Ef Ungverjaland vinnur Ísland með einu marki þá kemst Ísland áfram jafnvel þó Holland vinni Portúgal. Ísland væri þá með innbyrðis markatöluna 0 en Ungverjaland -2. Ef Ungverjaland vinnur hins vegar Ísland með tveggja marka mun, og Holland vinnur Portúgal, þá enda Ísland og Ungverjaland bæði með -1 í samanlagðri innbyrðis markatölu (Holland áfram með +2). Ungverjar færu hins vegar áfram vegna fleiri skoraðra marka en Íslendingar í innbyrðis leikjum þeirra og Hollendinga (þar myndi þá muna aðeins einu marki). Stærri en tveggja marka sigur Ungverjalands myndi svo auðvitað sömuleiðis skila Ungverjum áfram, með Íslandi eða þá Hollandi ef Holland vinnur Portúgal. Ýmir Örn Gíslason glaðbeittur eftir sigurinn nauma gegn Hollandi. Sigurinn gerir að verkum að Ísland er með örlögin alfarið í eigin höndum.EPA-EFE/Tamas Kovacs Portúgal treystir á Ísland í dag Það var því sem sagt ekkert sérlega gott fyrir Ísland að Holland skyldi vinna óvænta 31-28 sigurinn á Ungverjalandi í fyrsta leik. Maður væri heldur ekki með hjartað í buxunum ef að Ungverjum hefði ekki tekist að vinna Portúgala með sigurmarki á lokasekúndunni. Jafntefli í þeim leik eða sigur Portúgals hefði þýtt að Ísland væri þegar komið áfram. Þess má svo geta að Vilhelm Neto, Retro Stefson bræður, og aðrir stuðningsmenn portúgalska landsliðsins treysta á sigur Íslands í dag. Sigri Ísland Ungverjaland þá á Portúgal nefnilega enn von og dugar raunar að vinna 2-3 marka sigur gegn Hollandi til að fylgja Íslandi áfram í milliriðlakeppnina. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Íslenska landsliðið er vissulega með fullt hús stiga en önnur úrslit í B-riðli hafa ekki fallið með liðinu. Staðan er því þannig að ef að Ísland tapar með meira en eins marks mun gegn Ungverjalandi í dag, og Holland vinnur Portúgal, þá er Ísland úr leik. Allar aðrar niðurstöður skila Íslandi áfram í milliriðil. Í rauninni mæli ég einfaldlega með því við lesendur að láta staðar numið hér. Setningin hér að ofan segir allt sem segja þarf. Lesið hana bara aftur. Hér að neðan eru vissulega frekari útskýringar en þær gætu dugað til að æra óstöðugan. Staðan í B-riðli. Ef að 2-3 lið enda jöfn að stigum ráða innbyrðis úrslit úr leikjum þeirra. Tvö efstu liðin komast áfram í millriðil og taka með sér úrslitin úr leiknum sín á milli. Þú vilt samt lesa áfram? Allt í lagi. Staðan er sem sagt ekkert frábær og ekki bætir úr skák að ef að Ísland tapar fyrir Ungverjalandi í fyrri leik dagsins þá hefur Portúgal ekki lengur að neinu að keppa í leik sínum við Holland, í leik þar sem Ísland þyrfti að treysta á sigur Portúgala. Því miður fara leikirnir ekki fram á sama tíma, eins og þekkist til dæmis í riðlakeppni stórmóta í fótbolta. Ísland gæti endað fyrir neðan Holland en tekið með sér fleiri stig Góðu fréttirnar eru þær að Ísland er með örlögin í sínum höndum og sigur gegn Ungverjalandi, eða bara jafntefli, skilar liðinu með eitt eða tvö stig áfram í milliriðilinn erfiða. Ef Ungverjaland vinnur með eins marks mun kemur reyndar upp sú athyglisverða staða að ef að Holland vinnur svo Portúgal þá enda Hollendingar efstir í riðlinum og Íslendingar í 2. sæti, en Íslendingar færu samt með tvö stig áfram í milliriðil (stigin úr sigrinum á Hollandi) og Hollendingar ekkert. Aron Pálmarsson og félagar í íslenska landsliðinu hafa fagnað sigri í báðum leikjum sínum til þessa á EM en þurfa samt á sigri að halda gegn Ungverjalandi í dag.EPA-EFE/Tamas Kovacs Hollendingar alltaf öruggir áfram með sigri Ef að Ungverjaland og Holland vinna í dag þá enda Ungverjaland, Ísland og Holland með 4 stig hvert en Portúgal neðst án stiga. Þá ræður innbyrðis markatala úr leikjum Ungverjalands, Íslands og Hollands því hvaða tvö lið komast áfram. Hollendingar eru öruggir um að komast áfram með sigri gegn Portúgal, því innbyrðis markatala þeirra úr leikjum við Ísland og Ungverjaland er +2 (eftir 31-28 sigur á Ungverjalandi en 29-28 tap gegn Íslandi). Gætu fallið úr leik vegna fjölda skoraðra marka Ef Ungverjaland vinnur Ísland með einu marki þá kemst Ísland áfram jafnvel þó Holland vinni Portúgal. Ísland væri þá með innbyrðis markatöluna 0 en Ungverjaland -2. Ef Ungverjaland vinnur hins vegar Ísland með tveggja marka mun, og Holland vinnur Portúgal, þá enda Ísland og Ungverjaland bæði með -1 í samanlagðri innbyrðis markatölu (Holland áfram með +2). Ungverjar færu hins vegar áfram vegna fleiri skoraðra marka en Íslendingar í innbyrðis leikjum þeirra og Hollendinga (þar myndi þá muna aðeins einu marki). Stærri en tveggja marka sigur Ungverjalands myndi svo auðvitað sömuleiðis skila Ungverjum áfram, með Íslandi eða þá Hollandi ef Holland vinnur Portúgal. Ýmir Örn Gíslason glaðbeittur eftir sigurinn nauma gegn Hollandi. Sigurinn gerir að verkum að Ísland er með örlögin alfarið í eigin höndum.EPA-EFE/Tamas Kovacs Portúgal treystir á Ísland í dag Það var því sem sagt ekkert sérlega gott fyrir Ísland að Holland skyldi vinna óvænta 31-28 sigurinn á Ungverjalandi í fyrsta leik. Maður væri heldur ekki með hjartað í buxunum ef að Ungverjum hefði ekki tekist að vinna Portúgala með sigurmarki á lokasekúndunni. Jafntefli í þeim leik eða sigur Portúgals hefði þýtt að Ísland væri þegar komið áfram. Þess má svo geta að Vilhelm Neto, Retro Stefson bræður, og aðrir stuðningsmenn portúgalska landsliðsins treysta á sigur Íslands í dag. Sigri Ísland Ungverjaland þá á Portúgal nefnilega enn von og dugar raunar að vinna 2-3 marka sigur gegn Hollandi til að fylgja Íslandi áfram í milliriðlakeppnina.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira