Þingmanna að tilkynna forföll til skrifstofu Alþingis Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. janúar 2022 18:21 Bjarni er nú staddur erlendis í fríi. Birgir segir það hvort nöfn þingmanna komi fram á fjarvistaskrá velta á því hvort þeir tilkynni forföll til skrifstofu Alþingis. Vísir/Vilhelm Nafn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var ekki á skrá yfir fjarvistir þingmanna þegar Alþingi var sett í dag, og sætti það gagnrýni stjórnarandstöðuþingmanna. Forseti Alþingis segir skýringuna einfalda: Skráin byggi alfarið á tilkynningum hvers og eins þingmanns um fjarvistir sínar. Líkt og greint var frá í dag gagnrýndi stjórnarandstaðan á þingi harðlega fjarveru Bjarna við upphaf Alþingis í dag. Meðal þeirra var Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem benti á að við upphaf þingfundar hefði Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, minnt þingmenn á að fyrir lægi fjarvistaskrá þingmanna, en nafn Bjarna væri þar ekki að finna. „Hvernig stendur á því, herra forseti, að haldin sé skrá yfir fjarvistir þingmanna sem ekki endurspegla raunveruleikann sem endurspeglar ekki einu sinni vitneskju hæstvirts forseta sem leggur fjarvistarskrána fram,“ spurði Andrés í pontu Alþingis fyrr í dag. Þingmenn verði sjálfir að tilkynna forföll „Það er þannig að fjarvistaskráin verður nú seint tæmandi. Það er undir því komið hvort að menn hringja inn og tilkynna. Þannig að sá eini sem var á fjarvistaskrá í dag var þingmaður sem hafði tilkynnt sig veikan,“ segir Birgir Ármannson, forseti Alþingis, í samtali við fréttastofu. Umræddur þingmaður var Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þegar þingmenn tilkynni forföll hafi þeir samband við skrifstofu Alþingis, sem hafi að öðru leyti ekkert frumkvæði að því að kanna fjarvistir þingmanna. „Þannig að fjarvistaskráin eins og hún er lögð fram hún byggir alfarið á því hvort menn tilkynna sjálfir eða ekki.“ Það sé því algerlega undir hverjum og einum þingmanni komið hvort þeir tilkynni forföll sín eða ekki. Það sé ekki á ábyrgð forseta Alþingis að fjarvistaskráin sé tæmandi. „Forseti hringir ekki í menn og spyr þá um hvort þeir ætla að mæta.“ Í fríi utan landsteinanna Á þingfundi í dag sagði Birgir að Bjarni væri staddur erlendis, en að honum væri að öðru leyti ekki kunnugt um tilefni ferðar hans. Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna, tjáði fréttastofu í morgun að Bjarni gæti ekki gefið kost á viðtali í dag. Hann sagði ráðherra vera í fríi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Bjarni verið erlendis í skíðaferð undanfarna daga. Von er á honum til landsins um miðja viku. Alþingi Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Líkt og greint var frá í dag gagnrýndi stjórnarandstaðan á þingi harðlega fjarveru Bjarna við upphaf Alþingis í dag. Meðal þeirra var Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem benti á að við upphaf þingfundar hefði Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, minnt þingmenn á að fyrir lægi fjarvistaskrá þingmanna, en nafn Bjarna væri þar ekki að finna. „Hvernig stendur á því, herra forseti, að haldin sé skrá yfir fjarvistir þingmanna sem ekki endurspegla raunveruleikann sem endurspeglar ekki einu sinni vitneskju hæstvirts forseta sem leggur fjarvistarskrána fram,“ spurði Andrés í pontu Alþingis fyrr í dag. Þingmenn verði sjálfir að tilkynna forföll „Það er þannig að fjarvistaskráin verður nú seint tæmandi. Það er undir því komið hvort að menn hringja inn og tilkynna. Þannig að sá eini sem var á fjarvistaskrá í dag var þingmaður sem hafði tilkynnt sig veikan,“ segir Birgir Ármannson, forseti Alþingis, í samtali við fréttastofu. Umræddur þingmaður var Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þegar þingmenn tilkynni forföll hafi þeir samband við skrifstofu Alþingis, sem hafi að öðru leyti ekkert frumkvæði að því að kanna fjarvistir þingmanna. „Þannig að fjarvistaskráin eins og hún er lögð fram hún byggir alfarið á því hvort menn tilkynna sjálfir eða ekki.“ Það sé því algerlega undir hverjum og einum þingmanni komið hvort þeir tilkynni forföll sín eða ekki. Það sé ekki á ábyrgð forseta Alþingis að fjarvistaskráin sé tæmandi. „Forseti hringir ekki í menn og spyr þá um hvort þeir ætla að mæta.“ Í fríi utan landsteinanna Á þingfundi í dag sagði Birgir að Bjarni væri staddur erlendis, en að honum væri að öðru leyti ekki kunnugt um tilefni ferðar hans. Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna, tjáði fréttastofu í morgun að Bjarni gæti ekki gefið kost á viðtali í dag. Hann sagði ráðherra vera í fríi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Bjarni verið erlendis í skíðaferð undanfarna daga. Von er á honum til landsins um miðja viku.
Alþingi Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira