Æddi niður að brú þar sem hans beið geysilegt sjónarspil Eiður Þór Árnason skrifar 17. janúar 2022 23:32 Brúin stóð af sér flóðið. Orri Jónsson Byggingartæknifræðingurinn Orri Jónsson var í eftirlitsferð vegna vegaframkvæmda í Þverárhlíð í Borgarfirði í dag þegar hann varð vitni að miklu ísstífluflóði. Hann var í heimsókn á bænum Norðurtungu þegar hann sá að Örnólfsdalsáin var við það að brjóta sig úr klakaböndunum með miklum látum. „Við stukkum því í bílinn og æddum niður að brú þar sem okkar beið geysilegt sjónarspil. Þar komum við að henni í þann mund sem hún stíflaðist og náðum myndum af því þegar hún braut sig í gegn,“ segir Orri í færslu á Facebook-síðu sinni. Sjónarspilið átti sér stað á þriðja tímanum í dag en Orri segir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða magnaða upplifun. „Maður hefur orðið var við þegar áin er að ryðja sér svona niður eftir dalnum en maður hefur aldrei verið alveg svona í tæri við þetta. Maður finnur brúna nötra og skjálfa á meðan maður stendur á henni, maður áttar sig ekki á því hvað það er mikill kraftur í þessu fyrr en maður stendur ofan á þessu.“ Miklir kraftar voru í ánni og skalf brúin á meðan klakinn fór undir hana. Orri Jónsson Vatnsrennsli aukist skyndilega Að sögn Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands er um að ræða hefðbundið flóð í dragám á borð við Örnólfsdalsá. Mikil úrkoma og hlýindi hafa gengið yfir vestanvert landið með tilheyrandi leysingum og er yfirborð lands víðast hvar frosið og árfarvegurinn frosinn. Fram kemur í Facebook-færslu hópsins að úrkoma og leysingavatn leiti því fljótt í læki og farvegi og vatnsrennsli árinnar aukist skyndilega. Áin hafði tekið miklum stakkaskiptum einungis um 40 mínútum eftir að fyrri myndin var tekin.Orri Jónsson „Vatnið leitar undir ísinn og nær að brjóta hann upp og ryðja honum áfram. Tímabundnar ísstíflur myndast í árfarveginum en brotna síðan upp. Þannig verður svokallað þrepaflóð í ánni sem stigmagnast er neðar dregur í árfarveginum. Þetta sést vel á myndbandinu. Þegar yfir lýkur sitja eftir klakastykki og íshröngl hátt uppi á árbökkunum vatn hefur sjatnað í ánni,“ skrifar meðlimur Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands. Borgarbyggð Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Hann var í heimsókn á bænum Norðurtungu þegar hann sá að Örnólfsdalsáin var við það að brjóta sig úr klakaböndunum með miklum látum. „Við stukkum því í bílinn og æddum niður að brú þar sem okkar beið geysilegt sjónarspil. Þar komum við að henni í þann mund sem hún stíflaðist og náðum myndum af því þegar hún braut sig í gegn,“ segir Orri í færslu á Facebook-síðu sinni. Sjónarspilið átti sér stað á þriðja tímanum í dag en Orri segir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða magnaða upplifun. „Maður hefur orðið var við þegar áin er að ryðja sér svona niður eftir dalnum en maður hefur aldrei verið alveg svona í tæri við þetta. Maður finnur brúna nötra og skjálfa á meðan maður stendur á henni, maður áttar sig ekki á því hvað það er mikill kraftur í þessu fyrr en maður stendur ofan á þessu.“ Miklir kraftar voru í ánni og skalf brúin á meðan klakinn fór undir hana. Orri Jónsson Vatnsrennsli aukist skyndilega Að sögn Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands er um að ræða hefðbundið flóð í dragám á borð við Örnólfsdalsá. Mikil úrkoma og hlýindi hafa gengið yfir vestanvert landið með tilheyrandi leysingum og er yfirborð lands víðast hvar frosið og árfarvegurinn frosinn. Fram kemur í Facebook-færslu hópsins að úrkoma og leysingavatn leiti því fljótt í læki og farvegi og vatnsrennsli árinnar aukist skyndilega. Áin hafði tekið miklum stakkaskiptum einungis um 40 mínútum eftir að fyrri myndin var tekin.Orri Jónsson „Vatnið leitar undir ísinn og nær að brjóta hann upp og ryðja honum áfram. Tímabundnar ísstíflur myndast í árfarveginum en brotna síðan upp. Þannig verður svokallað þrepaflóð í ánni sem stigmagnast er neðar dregur í árfarveginum. Þetta sést vel á myndbandinu. Þegar yfir lýkur sitja eftir klakastykki og íshröngl hátt uppi á árbökkunum vatn hefur sjatnað í ánni,“ skrifar meðlimur Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands.
Borgarbyggð Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira