Töldu enga ógn stafa af gíslatökumanninum eftir rannsókn Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2022 11:24 Malik Faisal Akram tók gísla í bænahúsi gyðinga í Texas á laugardaginn og var skotinn til bana eftir rúmlega tíu klukkustunda umsátur. EPA/RALPH LAUER Leyniþjónusta Bretlands var með Malik Faisal Akram til rannsóknar árið 2020. Þar á bæ var komist að þeirri niðurstöðu að af honum stafaði engin ógn og því gat hann ferðast til Bandaríkjanna þar sem hann keypti sér byssu og tók fjóra gísla um síðustu helgi. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt gíslatökuna vera hryðjuverk en Akram krafðist þess að Aafia Siddiqui yrði sleppt úr haldi. Hún er frá Pakistan og var dæmd fyrir tengsl við al-Qaida og fyrir að ætla að myrða bandaríska hermenn í Afganistan. Samkvæmt heimildum Guardian var rannsókn MI5 á Akram ekki umfangsmikil og lauk henni á seinni hluta ársins 2020. Að rannsókninni lokinni var komist að þeirri niðurstöðu að engin ógn stafaði af Akram og var máli hans lokað. Guardian segir að Bandaríkjamönnum hafi ekki verið veittur aðgangur að gögnum um hann. Akram tók gísla í bænahúsi gyðinga í Texas á laugardaginn og var skotinn til bana eftir rúmlega tíu klukkustunda umsátur. Þá kastaði Charlie Cytron-Walker, rabbíni, stól í Akram og notuðu hann og tveir aðrir tækifærið til að flýja. Þegar þeir sluppu réðust lögregluþjónar til atlögu gegn Akram sem dó. Lögreglan hefur enn ekki greint frá því hvort Akram hafi verið skotinn af lögregluþjónum eða hvort hann hafi skotið sjálfan sig. Sjá einnig: Rabbíni kastaði stól í gíslatökumanninn og gíslarnir flúðu Akram var 44 ára gamall og frá Blackburn í Englandi. Hann hafði nýverið ferðast til Bandaríkjanna þar sem hann er talinn hafa keypt sér skammbyssu í einkasölu. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) er að skoða ferðir hans í Bandaríkjunum og virðist sem hann hafi haldið til í skýlum fyrir heimilislausa. AP fréttaveitan hefur eftir forsvarsmanni eins neyðarskýlis að Akram hafi verið skutlað þangað af manni sem faðmaði hann. Bandaríkin Bretland Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Unglingar í Manchester handteknir í tengslum við gíslatökuna í Texas Tveir unglingar í Manchester á Englandi voru handteknir af sérsveitarmönnum í gærkvöldi, grunaðir um tengsl við gíslatöku í bænahúsi gyðinga sem átti sér stað í Texas í Bandaríkjunum á laugardag. 17. janúar 2022 06:54 Gíslarnir lausir og byssumaðurinn látinn Bandaríska alríkislögreglan réðist inn í bænahús gyðinga Colleyville í nótt, tíu tímum eftir að maður tók fjóra einstaklinga þar í gíslingu. Byssumaðurinn er látinn en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvernig dauða hans bar að. 16. janúar 2022 07:47 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt gíslatökuna vera hryðjuverk en Akram krafðist þess að Aafia Siddiqui yrði sleppt úr haldi. Hún er frá Pakistan og var dæmd fyrir tengsl við al-Qaida og fyrir að ætla að myrða bandaríska hermenn í Afganistan. Samkvæmt heimildum Guardian var rannsókn MI5 á Akram ekki umfangsmikil og lauk henni á seinni hluta ársins 2020. Að rannsókninni lokinni var komist að þeirri niðurstöðu að engin ógn stafaði af Akram og var máli hans lokað. Guardian segir að Bandaríkjamönnum hafi ekki verið veittur aðgangur að gögnum um hann. Akram tók gísla í bænahúsi gyðinga í Texas á laugardaginn og var skotinn til bana eftir rúmlega tíu klukkustunda umsátur. Þá kastaði Charlie Cytron-Walker, rabbíni, stól í Akram og notuðu hann og tveir aðrir tækifærið til að flýja. Þegar þeir sluppu réðust lögregluþjónar til atlögu gegn Akram sem dó. Lögreglan hefur enn ekki greint frá því hvort Akram hafi verið skotinn af lögregluþjónum eða hvort hann hafi skotið sjálfan sig. Sjá einnig: Rabbíni kastaði stól í gíslatökumanninn og gíslarnir flúðu Akram var 44 ára gamall og frá Blackburn í Englandi. Hann hafði nýverið ferðast til Bandaríkjanna þar sem hann er talinn hafa keypt sér skammbyssu í einkasölu. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) er að skoða ferðir hans í Bandaríkjunum og virðist sem hann hafi haldið til í skýlum fyrir heimilislausa. AP fréttaveitan hefur eftir forsvarsmanni eins neyðarskýlis að Akram hafi verið skutlað þangað af manni sem faðmaði hann.
Bandaríkin Bretland Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Unglingar í Manchester handteknir í tengslum við gíslatökuna í Texas Tveir unglingar í Manchester á Englandi voru handteknir af sérsveitarmönnum í gærkvöldi, grunaðir um tengsl við gíslatöku í bænahúsi gyðinga sem átti sér stað í Texas í Bandaríkjunum á laugardag. 17. janúar 2022 06:54 Gíslarnir lausir og byssumaðurinn látinn Bandaríska alríkislögreglan réðist inn í bænahús gyðinga Colleyville í nótt, tíu tímum eftir að maður tók fjóra einstaklinga þar í gíslingu. Byssumaðurinn er látinn en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvernig dauða hans bar að. 16. janúar 2022 07:47 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Unglingar í Manchester handteknir í tengslum við gíslatökuna í Texas Tveir unglingar í Manchester á Englandi voru handteknir af sérsveitarmönnum í gærkvöldi, grunaðir um tengsl við gíslatöku í bænahúsi gyðinga sem átti sér stað í Texas í Bandaríkjunum á laugardag. 17. janúar 2022 06:54
Gíslarnir lausir og byssumaðurinn látinn Bandaríska alríkislögreglan réðist inn í bænahús gyðinga Colleyville í nótt, tíu tímum eftir að maður tók fjóra einstaklinga þar í gíslingu. Byssumaðurinn er látinn en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvernig dauða hans bar að. 16. janúar 2022 07:47