„Enginn sagði mér að þetta væri brot á reglunum“ Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2022 14:50 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga. EPA/Jessica Taylor Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir það rangt að hann hafi verið varaður við því að samkvæmi á Downingstræti væri brot á samkomutakmörkunum og sóttvarnarreglum. Ráðherrann hefur verið sakaður um að ljúga að þinginu um hvað hann vissi um samkvæmið sem haldið var í maí 2020. Þá voru harðar samkomutakmarkanir í gildi í Bretlandi en haldin var veisla við heimili Borisar til að fagna vinnu ríkisstjórnarinnar í baráttunni við kórónuveiruna. Var fólk hvatt til að mæta með eigið áfengi. Í síðustu viku baðst forsætisráðherrann afsökunar á þingi og sagðist hann hafa talið að um vinnuviðburð væri að ræða. Sjá einnig: Boris á hálum ís Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafi Borisar, steig þó fram og sagði forsætisráðherrann hafa logið að þinginu. Hann sagðist persónulega hafa bent á að samkvæmið færi gegn reglunum og háttsettur embættismaður hefði sagst ætla að bera það undir Boris, samkvæmt frétt Guardian. Skömmu seinna hefði Boris sagt við starfsfólk að áðurnefndur embættismaður hefði boðið fólki í samkvæmi og fagnað því. Cummings sagði forsætisráðherrann hafa leitt hjá sér að samkvæmið væri gegn reglunum. Boris sagði svo í viðtali við Sky News í dag að enginn hefði sagt honum að samkvæmið væri brot á reglunum. Hann ítrekaði afsökunarbeiðni sína og sagði að aldrei hefði átt að halda samkvæmið. Þá sagði hann að enginn hefði sagt sér að samkvæmið væri brot á reglunum. Ef það hefði verið gert hefði samkvæmið aldrei verið haldið. „Ég man þetta svo að ég fór út í garð í um 25 mínútur, sem ég hélt að væri vinnuatburður, og að tala við starfsfólkið, þakka starfsfólkinu. Síðan fó ég aftur inn á skrifstofu og hélt áfram að vinna,“ sagði Boris. Hann sagði einnig að eftir á að hyggja hefði hann strax átt að sjá að þetta væri brot á reglum og segja fólki að fara aftur inn. Samkvæmið er til rannsóknar og er forsætisráðherrann var spurður hvort hann myndi segja af sér ef í ljós kæmi að hann hefði sagt þingmönnum ósatt sagði hann: „Sjáum hvað fram kemur í skýrslunni“. Bretland Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira
Þá voru harðar samkomutakmarkanir í gildi í Bretlandi en haldin var veisla við heimili Borisar til að fagna vinnu ríkisstjórnarinnar í baráttunni við kórónuveiruna. Var fólk hvatt til að mæta með eigið áfengi. Í síðustu viku baðst forsætisráðherrann afsökunar á þingi og sagðist hann hafa talið að um vinnuviðburð væri að ræða. Sjá einnig: Boris á hálum ís Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafi Borisar, steig þó fram og sagði forsætisráðherrann hafa logið að þinginu. Hann sagðist persónulega hafa bent á að samkvæmið færi gegn reglunum og háttsettur embættismaður hefði sagst ætla að bera það undir Boris, samkvæmt frétt Guardian. Skömmu seinna hefði Boris sagt við starfsfólk að áðurnefndur embættismaður hefði boðið fólki í samkvæmi og fagnað því. Cummings sagði forsætisráðherrann hafa leitt hjá sér að samkvæmið væri gegn reglunum. Boris sagði svo í viðtali við Sky News í dag að enginn hefði sagt honum að samkvæmið væri brot á reglunum. Hann ítrekaði afsökunarbeiðni sína og sagði að aldrei hefði átt að halda samkvæmið. Þá sagði hann að enginn hefði sagt sér að samkvæmið væri brot á reglunum. Ef það hefði verið gert hefði samkvæmið aldrei verið haldið. „Ég man þetta svo að ég fór út í garð í um 25 mínútur, sem ég hélt að væri vinnuatburður, og að tala við starfsfólkið, þakka starfsfólkinu. Síðan fó ég aftur inn á skrifstofu og hélt áfram að vinna,“ sagði Boris. Hann sagði einnig að eftir á að hyggja hefði hann strax átt að sjá að þetta væri brot á reglum og segja fólki að fara aftur inn. Samkvæmið er til rannsóknar og er forsætisráðherrann var spurður hvort hann myndi segja af sér ef í ljós kæmi að hann hefði sagt þingmönnum ósatt sagði hann: „Sjáum hvað fram kemur í skýrslunni“.
Bretland Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira