Katrín og Sigurður sátt við fjarveru Bjarna Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2022 19:20 „Ég fer í fríð,“ gæti Bjarni verið að söngla í huga sér á þessari mynd. Vísir/Hjalti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er væntanlegur heim úr fríi í útlöndum eftir tvo daga. Formenn hinna stjórnarflokkanna telja það ekki koma niður á störfum ríkisstjórnarinnar þótt Bjarni bregði sér af bæ í nokkra daga. Nokkur umræða var um það á Alþingi í gær að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var ekki viðstaddur fyrsta þingfund að loknu jólaleyfi þingmanna. Þar þurfti að afgreiða með hraði frumvarp hans um heimild til fyrirtækja í veitingarekstri til fresta greiðslum opinberra gjalda. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir málinu í Bjarna stað en hann mun vera staddur í skíðaferðalagi í útlöndum. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlaði sjálfur í frí í byrjun janúar að hans sögn en lagðist í flensu og frestaði því.Vísir/Vilhelm „Það er nú bara nauðsynlegt fyrir alla að taka sér aðeins leyfi eftir þörfum. Það er nú bara þannig,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Er fjarvera hans á þessum fyrsta degi í þinginu þegar hann er sjálfur með frumvarp sem þarf að fá skjóta afgreisðlu ekki dálítið óheppileg? „Mér sýndist það vera í góðum höndum hjá staðgengli. Við erum náttúrlega búin að fjalla um þetta og í margar vikur að undirbúa þetta.“ Veistu hvenær hann kemur aftur heim? „Nei, mér er ekki kunnugt um það.“ Saknar þú hans? „Það er allaf gott að hafa fjármálaráðherrann á staðnum,“ sagði Sigurður Ingi. Katrín Jakobsdóttir er ekki að vinka Bjarna bless á leið hans í fríið á þessari mynd en segir ekki einsdæmi að þingmenn taki sér leyfi á starfstíma Alþingis.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna segist hafa vitað af áætlunum Bjarna sem væri væntanlegur heim eftir tvo daga. „Þingmenn eru stundum fjarverandi þótt þing sé að störfum. Það er kannski ekkert nýtt í því. Það var utanríkisráðherra sem mælti fyrir málinu í fjarveru fjármálaráðherra í gær. Málið lá nokkuð ljóst fyrir þannig að ég tel að þetta hafi ekki haft nein áhrif á framgang málsins eða vinnslu þess,“ segir Katrín, Þannig að ríkisstjórnin er í fínu standi þótt að fjármálaráðherra sé fjarri góðu gamni þessa dagana? „Eins og ég segi, þetta hefur þekkst.“ Ertu sjálf að íhuga að fara á skíði eða einhvers konar leyfi? „Nei, ég er nú ekki að því. Ég ætla nú bara að vera hér,“ sagði Katrín Jakobsdóttir létt í bragði eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við fríið hans Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og staðgengill Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, gerir engar athugasemdir við að hann hafi verið í fríi í útlöndum síðustu daga. 18. janúar 2022 11:03 „Hann hefur meiri áhuga á að vera í fríi“ Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar eru afar gagnrýnir á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem var staddur erlendis í fríi þegar Alþingi kom saman í dag. Fyrsta mál á dagskrá þingsins á árinu er fumvarp hans til stuðnings fyrirtækjum í veitingarekstri, vegna áframhaldandi óvissu vegna kórónuveirufaraldursins. Þingmennirnir segja að ráðherrann mætti sýna verkefninu meiri áhuga. 17. janúar 2022 22:01 Brjáluð vegna skíðaferðar Bjarna Benediktssonar Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega fjarveru Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra við upphaf Alþingis í dag. Þing kom saman í dag í fyrsta sinn á árinu og var Bjarni hvergi sjáanlegur. Kröfðust þingmenn svara við því hvort Bjarni væri í fríi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Bjarni fjarverandi vegna skíðaferðar. 17. janúar 2022 16:25 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Nokkur umræða var um það á Alþingi í gær að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var ekki viðstaddur fyrsta þingfund að loknu jólaleyfi þingmanna. Þar þurfti að afgreiða með hraði frumvarp hans um heimild til fyrirtækja í veitingarekstri til fresta greiðslum opinberra gjalda. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir málinu í Bjarna stað en hann mun vera staddur í skíðaferðalagi í útlöndum. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlaði sjálfur í frí í byrjun janúar að hans sögn en lagðist í flensu og frestaði því.Vísir/Vilhelm „Það er nú bara nauðsynlegt fyrir alla að taka sér aðeins leyfi eftir þörfum. Það er nú bara þannig,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Er fjarvera hans á þessum fyrsta degi í þinginu þegar hann er sjálfur með frumvarp sem þarf að fá skjóta afgreisðlu ekki dálítið óheppileg? „Mér sýndist það vera í góðum höndum hjá staðgengli. Við erum náttúrlega búin að fjalla um þetta og í margar vikur að undirbúa þetta.“ Veistu hvenær hann kemur aftur heim? „Nei, mér er ekki kunnugt um það.“ Saknar þú hans? „Það er allaf gott að hafa fjármálaráðherrann á staðnum,“ sagði Sigurður Ingi. Katrín Jakobsdóttir er ekki að vinka Bjarna bless á leið hans í fríið á þessari mynd en segir ekki einsdæmi að þingmenn taki sér leyfi á starfstíma Alþingis.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna segist hafa vitað af áætlunum Bjarna sem væri væntanlegur heim eftir tvo daga. „Þingmenn eru stundum fjarverandi þótt þing sé að störfum. Það er kannski ekkert nýtt í því. Það var utanríkisráðherra sem mælti fyrir málinu í fjarveru fjármálaráðherra í gær. Málið lá nokkuð ljóst fyrir þannig að ég tel að þetta hafi ekki haft nein áhrif á framgang málsins eða vinnslu þess,“ segir Katrín, Þannig að ríkisstjórnin er í fínu standi þótt að fjármálaráðherra sé fjarri góðu gamni þessa dagana? „Eins og ég segi, þetta hefur þekkst.“ Ertu sjálf að íhuga að fara á skíði eða einhvers konar leyfi? „Nei, ég er nú ekki að því. Ég ætla nú bara að vera hér,“ sagði Katrín Jakobsdóttir létt í bragði eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við fríið hans Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og staðgengill Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, gerir engar athugasemdir við að hann hafi verið í fríi í útlöndum síðustu daga. 18. janúar 2022 11:03 „Hann hefur meiri áhuga á að vera í fríi“ Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar eru afar gagnrýnir á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem var staddur erlendis í fríi þegar Alþingi kom saman í dag. Fyrsta mál á dagskrá þingsins á árinu er fumvarp hans til stuðnings fyrirtækjum í veitingarekstri, vegna áframhaldandi óvissu vegna kórónuveirufaraldursins. Þingmennirnir segja að ráðherrann mætti sýna verkefninu meiri áhuga. 17. janúar 2022 22:01 Brjáluð vegna skíðaferðar Bjarna Benediktssonar Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega fjarveru Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra við upphaf Alþingis í dag. Þing kom saman í dag í fyrsta sinn á árinu og var Bjarni hvergi sjáanlegur. Kröfðust þingmenn svara við því hvort Bjarni væri í fríi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Bjarni fjarverandi vegna skíðaferðar. 17. janúar 2022 16:25 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Gerir ekki athugasemd við fríið hans Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og staðgengill Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, gerir engar athugasemdir við að hann hafi verið í fríi í útlöndum síðustu daga. 18. janúar 2022 11:03
„Hann hefur meiri áhuga á að vera í fríi“ Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar eru afar gagnrýnir á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem var staddur erlendis í fríi þegar Alþingi kom saman í dag. Fyrsta mál á dagskrá þingsins á árinu er fumvarp hans til stuðnings fyrirtækjum í veitingarekstri, vegna áframhaldandi óvissu vegna kórónuveirufaraldursins. Þingmennirnir segja að ráðherrann mætti sýna verkefninu meiri áhuga. 17. janúar 2022 22:01
Brjáluð vegna skíðaferðar Bjarna Benediktssonar Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega fjarveru Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra við upphaf Alþingis í dag. Þing kom saman í dag í fyrsta sinn á árinu og var Bjarni hvergi sjáanlegur. Kröfðust þingmenn svara við því hvort Bjarni væri í fríi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Bjarni fjarverandi vegna skíðaferðar. 17. janúar 2022 16:25