Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en Þjóðverjar virtust þó skrefinu á undan. Liðið náði mest þriggja marka forksoti, en munurinn var eitt til tvö mörk mest allan hálfleikinn. Þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 15-12, Þjóðverjum í vil.
Þýska liðið byrjaði síðari hálfleikinn af miklum krafti og náði fljótt sex marka forystu. Þjóðverjar héldu því forskoti lengi vel og hleyptu Pólverjum í raun aldrei nógu nálægt sér til að sigurinn væri í einhverri raunverulegri hættu. Lokatölur urðu 30-23, og efsta sæti D-riðils því tryggt.
Þýska liðið tekur því tvö stig með sér í milliriðil tvö, en Pólverjar fylgja þeim án stiga.