Hollendingar í skýjunum: „Ég er svo fokking glaður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2022 10:00 Hollendingar fagna sigrinum á Portúgölum. epa/Tamas Kovacs Hollendingar réðu sér ekki fyrir kæti eftir að hafa komist í milliriðli á EM í handbolta í fyrsta sinn. Holland vann Portúgal, 32-31, í lokaleik B-riðils í gær og tryggðu sér þar með sæti í milliriðli. Ljóst er að Hollendingarnir hans Erlings Richardssonar verða meðal tólf efstu liða á EM. Kay Smits, markahæsti leikmaður EM, var í skýjunum þegar hann ræddi við TV2 í Danmörku eftir leikinn í gær. „Hugurinn er á sveimi. Ég er svo fucking glaður. Þetta var markmiðið okkar frá byrjun og það er svo stórt að hafa náð því. Við erum svo stoltir,“ sagði Smits. It's @Handbalheren's first #ehfeuro main round ever and wow do they celebrate! #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/dXyYe3ur7W— EHF EURO (@EHFEURO) January 18, 2022 Hann segir að Hollendingar hafi alltaf haft mikla trú á eigin getu og að þeir gætu komist upp úr riðlinum. „Fyrir mótið vissum við að við myndum fara áfram. Þetta er því við þekkjum hvern annan svo vel og vitum hvað liðið getur. Við berjumst á fullu og njótum þess svo að spila saman. Við vissum hversu góðir við værum. Allt var mögulegt í riðlinum því allir gátu unnið alla. Þetta var svo spennandi og nú erum við komnir í milliriðla sem er risastórt fyrir Holland,“ sagði Smits. Með svo marga góða leikmenn sem enginn þekkir Flestir leikmenn hollenska liðsins eru lítt þekktir enda spila margir þeirra í heimalandinu. „Við erum ekki með neinar stjörnur en við höfum hvern annan. Við berjumst saman og erum mjög góðir. Við erum með svo marga góða leikmenn sem enginn þekkir,“ sagði Smits sem hefur skorað 32 mörk á EM. „Kannski ættu lið að horfa til leikmannanna okkar og sjá hvar þeir spila því við erum með nokkra mjög hæfileikaríka leikmenn.“ Í fyrsta leik sínum í milliriðli mætir Holland Ólympíumeisturum Frakklands. Leikurinn hefst klukkan 17:00 á morgun. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Semenya hættir baráttu sinni Sport Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Holland vann Portúgal, 32-31, í lokaleik B-riðils í gær og tryggðu sér þar með sæti í milliriðli. Ljóst er að Hollendingarnir hans Erlings Richardssonar verða meðal tólf efstu liða á EM. Kay Smits, markahæsti leikmaður EM, var í skýjunum þegar hann ræddi við TV2 í Danmörku eftir leikinn í gær. „Hugurinn er á sveimi. Ég er svo fucking glaður. Þetta var markmiðið okkar frá byrjun og það er svo stórt að hafa náð því. Við erum svo stoltir,“ sagði Smits. It's @Handbalheren's first #ehfeuro main round ever and wow do they celebrate! #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/dXyYe3ur7W— EHF EURO (@EHFEURO) January 18, 2022 Hann segir að Hollendingar hafi alltaf haft mikla trú á eigin getu og að þeir gætu komist upp úr riðlinum. „Fyrir mótið vissum við að við myndum fara áfram. Þetta er því við þekkjum hvern annan svo vel og vitum hvað liðið getur. Við berjumst á fullu og njótum þess svo að spila saman. Við vissum hversu góðir við værum. Allt var mögulegt í riðlinum því allir gátu unnið alla. Þetta var svo spennandi og nú erum við komnir í milliriðla sem er risastórt fyrir Holland,“ sagði Smits. Með svo marga góða leikmenn sem enginn þekkir Flestir leikmenn hollenska liðsins eru lítt þekktir enda spila margir þeirra í heimalandinu. „Við erum ekki með neinar stjörnur en við höfum hvern annan. Við berjumst saman og erum mjög góðir. Við erum með svo marga góða leikmenn sem enginn þekkir,“ sagði Smits sem hefur skorað 32 mörk á EM. „Kannski ættu lið að horfa til leikmannanna okkar og sjá hvar þeir spila því við erum með nokkra mjög hæfileikaríka leikmenn.“ Í fyrsta leik sínum í milliriðli mætir Holland Ólympíumeisturum Frakklands. Leikurinn hefst klukkan 17:00 á morgun.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Semenya hættir baráttu sinni Sport Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira