Hollendingar í skýjunum: „Ég er svo fokking glaður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2022 10:00 Hollendingar fagna sigrinum á Portúgölum. epa/Tamas Kovacs Hollendingar réðu sér ekki fyrir kæti eftir að hafa komist í milliriðli á EM í handbolta í fyrsta sinn. Holland vann Portúgal, 32-31, í lokaleik B-riðils í gær og tryggðu sér þar með sæti í milliriðli. Ljóst er að Hollendingarnir hans Erlings Richardssonar verða meðal tólf efstu liða á EM. Kay Smits, markahæsti leikmaður EM, var í skýjunum þegar hann ræddi við TV2 í Danmörku eftir leikinn í gær. „Hugurinn er á sveimi. Ég er svo fucking glaður. Þetta var markmiðið okkar frá byrjun og það er svo stórt að hafa náð því. Við erum svo stoltir,“ sagði Smits. It's @Handbalheren's first #ehfeuro main round ever and wow do they celebrate! #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/dXyYe3ur7W— EHF EURO (@EHFEURO) January 18, 2022 Hann segir að Hollendingar hafi alltaf haft mikla trú á eigin getu og að þeir gætu komist upp úr riðlinum. „Fyrir mótið vissum við að við myndum fara áfram. Þetta er því við þekkjum hvern annan svo vel og vitum hvað liðið getur. Við berjumst á fullu og njótum þess svo að spila saman. Við vissum hversu góðir við værum. Allt var mögulegt í riðlinum því allir gátu unnið alla. Þetta var svo spennandi og nú erum við komnir í milliriðla sem er risastórt fyrir Holland,“ sagði Smits. Með svo marga góða leikmenn sem enginn þekkir Flestir leikmenn hollenska liðsins eru lítt þekktir enda spila margir þeirra í heimalandinu. „Við erum ekki með neinar stjörnur en við höfum hvern annan. Við berjumst saman og erum mjög góðir. Við erum með svo marga góða leikmenn sem enginn þekkir,“ sagði Smits sem hefur skorað 32 mörk á EM. „Kannski ættu lið að horfa til leikmannanna okkar og sjá hvar þeir spila því við erum með nokkra mjög hæfileikaríka leikmenn.“ Í fyrsta leik sínum í milliriðli mætir Holland Ólympíumeisturum Frakklands. Leikurinn hefst klukkan 17:00 á morgun. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Holland vann Portúgal, 32-31, í lokaleik B-riðils í gær og tryggðu sér þar með sæti í milliriðli. Ljóst er að Hollendingarnir hans Erlings Richardssonar verða meðal tólf efstu liða á EM. Kay Smits, markahæsti leikmaður EM, var í skýjunum þegar hann ræddi við TV2 í Danmörku eftir leikinn í gær. „Hugurinn er á sveimi. Ég er svo fucking glaður. Þetta var markmiðið okkar frá byrjun og það er svo stórt að hafa náð því. Við erum svo stoltir,“ sagði Smits. It's @Handbalheren's first #ehfeuro main round ever and wow do they celebrate! #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/dXyYe3ur7W— EHF EURO (@EHFEURO) January 18, 2022 Hann segir að Hollendingar hafi alltaf haft mikla trú á eigin getu og að þeir gætu komist upp úr riðlinum. „Fyrir mótið vissum við að við myndum fara áfram. Þetta er því við þekkjum hvern annan svo vel og vitum hvað liðið getur. Við berjumst á fullu og njótum þess svo að spila saman. Við vissum hversu góðir við værum. Allt var mögulegt í riðlinum því allir gátu unnið alla. Þetta var svo spennandi og nú erum við komnir í milliriðla sem er risastórt fyrir Holland,“ sagði Smits. Með svo marga góða leikmenn sem enginn þekkir Flestir leikmenn hollenska liðsins eru lítt þekktir enda spila margir þeirra í heimalandinu. „Við erum ekki með neinar stjörnur en við höfum hvern annan. Við berjumst saman og erum mjög góðir. Við erum með svo marga góða leikmenn sem enginn þekkir,“ sagði Smits sem hefur skorað 32 mörk á EM. „Kannski ættu lið að horfa til leikmannanna okkar og sjá hvar þeir spila því við erum með nokkra mjög hæfileikaríka leikmenn.“ Í fyrsta leik sínum í milliriðli mætir Holland Ólympíumeisturum Frakklands. Leikurinn hefst klukkan 17:00 á morgun.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira