Flokkum og skilum Kolbrún G. Þorsteinsdóttir skrifar 19. janúar 2022 09:31 Bygging gas- og jarðgerðarstöðvarinnar, GAJU, markar tímamót í umhverfismálum á Íslandi og er eitt stærsta umhverfisverkefni sem ráðist hefur verið í hér á landi. Stöðin er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og þar fer fram endurnýting á forflokkuðum lífrænum heimilisúrgangi sem er breytt í moltu og metan. Afköst stöðvarinnar í fullri virkni jafngilda því að mörg þúsund bensín – og díselbílar verði teknir úr umferð sem hefur mikil áhrif á útblástur gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Til samanburðar þá eru nú í byrjun árs 2022 tæpir 190 þúsund bensínbílar á skrá og 140 þúsund dísilbílar. Við þennan jákvæða útreikning bætist svo notkun á metangasi sem er dælt af gamla urðunarstaðnum á Álfsnesi. Um 80% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu og er stöðin því stórt skref í þá átt að koma umhverfismálum höfuðborgarsvæðisins í lag. Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi nú um áramótin verður öll urðun bönnuð á lífrænum úrgangi í lok árs 2023. Í dag er SORPA bs orðin uppvinnslufyrirtæki sem kemur úrgangi í endurvinnslu og áframhaldandi notkun í stað þess að urða ofan í holu á Álfsnesi. Þeirri sögu lýkur brátt. Kolefnissparnaður Tilgangur GAJU var frá upphafi að stuðla að því að geta hætt urðun lífræns úrgangs og um leið spara tugi þúsunda tonna af koltvísýringi árlega. Stöðin breytir heimilissorpi eða lífrænum úrgangi í metangas og moltu sem eru jákvæðar afurðir stöðvarinnar sem mun nýtast samfélaginu og eru vísir í átt að hringrásarhagkerfinu. Þess skal þó getið að stöðin var ekki byggð til þess eins að framleiða metangas og moltu - hún var byggð til að hætta urðun úrgangs samkvæmt Evróputilskipun og kröfum Umhverfisstofnunar. Söfnun á lífrænum úrgangi Sveitarfélögin sem standa að SORPU hafa þegar hafið undirbúningsvinnu við sérsöfnun og samræmingu á sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu og þótt fyrr hefði verið. Íbúar vilja leggja sitt af mörkum í þágu umhverfisins og flokka allan heimilisúrgang. Fyrirtæki verða einnig að taka þátt og sýna samfélagslega ábyrgð og flokka sinn úrgang. Því betur sem heimilin og fyrirtækin flokka því minni verður kostnaðurinn. Betri flokkun skilar svo hreinni moltu til baka sem uppfyllir kröfur um hreinleika. Gæði moltunnar verða tengd gæðum flokkunar sem við höfuðborgarbúar ætlum að tileinka okkur næstu árin. Í dag er úrgangurinn auðlind sem þarf að halda áfram inní hringrásinni og lágmarkar skaða í umhverfinu. Hringrásarhagkerfið í virkni Metangasið frá GAJU má nota á bifreiðar en einnig má framleiða úr því rafmagn, það má vökvagera það (Liquid Bio Gas) og nýta á flutningabíla eða skip, það má selja það til iðnaðarnota og það má flytja það út og selja sem lífrænt gas. Þess má geta að fyrirtæki á borð við Te og Kaffi og Malbiksstöðina ehf. ætla að hefja fulla notkun á metangasi sem er umhverfisvænn orkugjafi unninn úr lífrænum úrgangi GAJU. Hingað til hefur Te & Kaffi líkt og flest önnur kaffifyrirtæki ristað sitt kaffi við própangas sem er jarðefnaeldsneyti. Metangasið er af allt öðrum toga og er 100% umhverfisvænn orkugjafi. Lokum hringnum Markmið SORPU bs er að er að taka á móti úrgangi til endurnota, endurvinnslu eða endurnýtingar. Úrgangi þarf að koma í réttan farveg en ennþá þarf að flytja brennanlegan úrgang í brennslustöðvar erlendis. Um er að ræða óvirkan úrgang sem er ekki er hægt að endurnýta meir og má alls ekki fara í GAJU. Til að loka hringnum og taka næsta stóra skref þarf að byggja brennslustöð en þar er um háar upphæðir að ræða og yrði ríkið að koma að slíkri fjárfestingu. Búið að vinna skýrslu um hvað slík stöð muni kosta og hvar sé best að staðsetja hana. Til að nefna í lokin að þá höfum við Mosfellingar lagt okkar að mörkum og umborið stærsta urðunarstað landsins í bakgarðinum hjá okkur í 25 ár með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa. Því er nú að ljúka sem betur fer. Eins og við viljum stuðla að hreinu umhverfi og skiljum mikilvægi brennslustöðvar að þá leggjum við Mosfellingar mikla áherslu á það að brennslustöð verði ekki staðsett í Álfsnesi nema það sé algjörlega tryggt að hún valdi engri umhverfis- eða sjónmengun fyrir íbúa í Mosfellsbæ. Mosfellsbær mun ekki samþykkja að setja niður sorpbrennslustöð í Álfsnesi ef það veldur íbúum óþægindum. En brennslustöð þarf að byggja til að loka hringnum og ég er viss um að hægt að finna hentugan stað fyrir slíka starfsemi til framtíðar í góðri sátt. Höfundur er bæjarfulltrúi og fulltrúi Mosfellsbæjar í stjórn Sorpu sem býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Mosfellsbær Sorpa Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Bygging gas- og jarðgerðarstöðvarinnar, GAJU, markar tímamót í umhverfismálum á Íslandi og er eitt stærsta umhverfisverkefni sem ráðist hefur verið í hér á landi. Stöðin er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og þar fer fram endurnýting á forflokkuðum lífrænum heimilisúrgangi sem er breytt í moltu og metan. Afköst stöðvarinnar í fullri virkni jafngilda því að mörg þúsund bensín – og díselbílar verði teknir úr umferð sem hefur mikil áhrif á útblástur gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Til samanburðar þá eru nú í byrjun árs 2022 tæpir 190 þúsund bensínbílar á skrá og 140 þúsund dísilbílar. Við þennan jákvæða útreikning bætist svo notkun á metangasi sem er dælt af gamla urðunarstaðnum á Álfsnesi. Um 80% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu og er stöðin því stórt skref í þá átt að koma umhverfismálum höfuðborgarsvæðisins í lag. Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi nú um áramótin verður öll urðun bönnuð á lífrænum úrgangi í lok árs 2023. Í dag er SORPA bs orðin uppvinnslufyrirtæki sem kemur úrgangi í endurvinnslu og áframhaldandi notkun í stað þess að urða ofan í holu á Álfsnesi. Þeirri sögu lýkur brátt. Kolefnissparnaður Tilgangur GAJU var frá upphafi að stuðla að því að geta hætt urðun lífræns úrgangs og um leið spara tugi þúsunda tonna af koltvísýringi árlega. Stöðin breytir heimilissorpi eða lífrænum úrgangi í metangas og moltu sem eru jákvæðar afurðir stöðvarinnar sem mun nýtast samfélaginu og eru vísir í átt að hringrásarhagkerfinu. Þess skal þó getið að stöðin var ekki byggð til þess eins að framleiða metangas og moltu - hún var byggð til að hætta urðun úrgangs samkvæmt Evróputilskipun og kröfum Umhverfisstofnunar. Söfnun á lífrænum úrgangi Sveitarfélögin sem standa að SORPU hafa þegar hafið undirbúningsvinnu við sérsöfnun og samræmingu á sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu og þótt fyrr hefði verið. Íbúar vilja leggja sitt af mörkum í þágu umhverfisins og flokka allan heimilisúrgang. Fyrirtæki verða einnig að taka þátt og sýna samfélagslega ábyrgð og flokka sinn úrgang. Því betur sem heimilin og fyrirtækin flokka því minni verður kostnaðurinn. Betri flokkun skilar svo hreinni moltu til baka sem uppfyllir kröfur um hreinleika. Gæði moltunnar verða tengd gæðum flokkunar sem við höfuðborgarbúar ætlum að tileinka okkur næstu árin. Í dag er úrgangurinn auðlind sem þarf að halda áfram inní hringrásinni og lágmarkar skaða í umhverfinu. Hringrásarhagkerfið í virkni Metangasið frá GAJU má nota á bifreiðar en einnig má framleiða úr því rafmagn, það má vökvagera það (Liquid Bio Gas) og nýta á flutningabíla eða skip, það má selja það til iðnaðarnota og það má flytja það út og selja sem lífrænt gas. Þess má geta að fyrirtæki á borð við Te og Kaffi og Malbiksstöðina ehf. ætla að hefja fulla notkun á metangasi sem er umhverfisvænn orkugjafi unninn úr lífrænum úrgangi GAJU. Hingað til hefur Te & Kaffi líkt og flest önnur kaffifyrirtæki ristað sitt kaffi við própangas sem er jarðefnaeldsneyti. Metangasið er af allt öðrum toga og er 100% umhverfisvænn orkugjafi. Lokum hringnum Markmið SORPU bs er að er að taka á móti úrgangi til endurnota, endurvinnslu eða endurnýtingar. Úrgangi þarf að koma í réttan farveg en ennþá þarf að flytja brennanlegan úrgang í brennslustöðvar erlendis. Um er að ræða óvirkan úrgang sem er ekki er hægt að endurnýta meir og má alls ekki fara í GAJU. Til að loka hringnum og taka næsta stóra skref þarf að byggja brennslustöð en þar er um háar upphæðir að ræða og yrði ríkið að koma að slíkri fjárfestingu. Búið að vinna skýrslu um hvað slík stöð muni kosta og hvar sé best að staðsetja hana. Til að nefna í lokin að þá höfum við Mosfellingar lagt okkar að mörkum og umborið stærsta urðunarstað landsins í bakgarðinum hjá okkur í 25 ár með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa. Því er nú að ljúka sem betur fer. Eins og við viljum stuðla að hreinu umhverfi og skiljum mikilvægi brennslustöðvar að þá leggjum við Mosfellingar mikla áherslu á það að brennslustöð verði ekki staðsett í Álfsnesi nema það sé algjörlega tryggt að hún valdi engri umhverfis- eða sjónmengun fyrir íbúa í Mosfellsbæ. Mosfellsbær mun ekki samþykkja að setja niður sorpbrennslustöð í Álfsnesi ef það veldur íbúum óþægindum. En brennslustöð þarf að byggja til að loka hringnum og ég er viss um að hægt að finna hentugan stað fyrir slíka starfsemi til framtíðar í góðri sátt. Höfundur er bæjarfulltrúi og fulltrúi Mosfellsbæjar í stjórn Sorpu sem býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun