Sveinar Erlings „reru“ sér vart fyrir kæti Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2022 14:30 Erlingur Richardsson og hans menn fagna sigrinum gegn Portúgal sem skilaði liðinu með Íslandi upp úr B-riðli á EM. EPA-EFE/Tamas Kovacs Hollendingar komust með dramatískum hætti áfram með Íslendingum í milliriðlakeppnina á EM í handbolta í gær, í fyrsta sinn í sögunni, og fögnuður þeirra var ósvikin. Á meðan að kvennalandslið Hollands hefur verið eitt það albesta í heimi hefur karlalandsliðið aðeins tvisvar áður verið með á stórmóti, og aldrei unnið eins sterkar þjóðir og Portúgal og Ungverjaland. Undir stjórn Erlings Richardssonar, og með markahæsta mann mótsins Kay Smits í miklu stuði, hafa Hollendingar hins vegar skráð nýjan kafla í sögubækur sínar. Hér að neðan má sjá fagnaðarlæti þeirra í búningsklefanum í MVM-höllinni í Búdapest í gær, eftir sigurinn á Portúgal, þar sem leikmenn sameinuðust í eins konar róðrarfagni. How it feels to reach the Main Round for the first time #ehfeuro2022 #HandbalNL #TeamNL pic.twitter.com/3WMwPl5MDM— Handbalheren Oranje (@Handbalheren) January 18, 2022 Ein skærasta stjarna mótsins til þessa er Kay Smits, örvhenta skyttan í liði Hollands, sem er langmarkahæstur á EM til þessa með 32 mörk, eða yfir 10 mörk að meðaltali í leik. Smits, sem er varaskeifa fyrir Ómar Inga Magnússon hjá Magdeburg, þar sem Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur einnig, skoraði 13 mörk í tapinu gegn Íslandi. Íslendingar treysta nú á Smits og félaga til að gera mögulega einhverjum af mótherjum Íslands skráveifu, í von um að Ísland komist hugsanlega í undanúrslit mótsins. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Á meðan að kvennalandslið Hollands hefur verið eitt það albesta í heimi hefur karlalandsliðið aðeins tvisvar áður verið með á stórmóti, og aldrei unnið eins sterkar þjóðir og Portúgal og Ungverjaland. Undir stjórn Erlings Richardssonar, og með markahæsta mann mótsins Kay Smits í miklu stuði, hafa Hollendingar hins vegar skráð nýjan kafla í sögubækur sínar. Hér að neðan má sjá fagnaðarlæti þeirra í búningsklefanum í MVM-höllinni í Búdapest í gær, eftir sigurinn á Portúgal, þar sem leikmenn sameinuðust í eins konar róðrarfagni. How it feels to reach the Main Round for the first time #ehfeuro2022 #HandbalNL #TeamNL pic.twitter.com/3WMwPl5MDM— Handbalheren Oranje (@Handbalheren) January 18, 2022 Ein skærasta stjarna mótsins til þessa er Kay Smits, örvhenta skyttan í liði Hollands, sem er langmarkahæstur á EM til þessa með 32 mörk, eða yfir 10 mörk að meðaltali í leik. Smits, sem er varaskeifa fyrir Ómar Inga Magnússon hjá Magdeburg, þar sem Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur einnig, skoraði 13 mörk í tapinu gegn Íslandi. Íslendingar treysta nú á Smits og félaga til að gera mögulega einhverjum af mótherjum Íslands skráveifu, í von um að Ísland komist hugsanlega í undanúrslit mótsins.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira