„Finnst við fyrst núna vera að nýta Ómar rétt í sókninni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2022 12:01 Ómar Ingi Magnússon skoraði átta mörk gegn Ungverjalandi. getty/Sanjin Strukic Arnór Atlason segir augljóst að Guðmundur Guðmundsson hafi aðlagað leik íslenska handboltalandsliðsins að Ómari Inga Magnússyni. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson fóru yfir sigurinn á Ungverjalandi með Stefáni Árna Pálssyni í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Þeir hringdu meðal annars í Arnór Atlason, aðstoðarþjálfara Álaborg, þjálfara U-20 ára landsliðs Dana og fyrrverandi landsliðsmann. Hann var að vonum ánægður með sigurinn á Ungverjum eins og aðrir Íslendingar. „Þetta var fyrst og fremst stórkostleg skemmtun. Þetta var rosalega skemmtilegur leikur á að horfa,“ sagði Arnór sem er nú staddur með danska U-20 ára landsliðinu á Lanzarote. „Eins og í öllu mótinu var sóknarleikur okkar rosalega góður, sérstaklega allan fyrri hálfleik en hikstaði aðeins á köflum í seinni hálfleik. Mér fannst rosa gott þegar við bökkuðum aðeins í vörninni og lokuðum meira á [Bénce] Bánhidi sem var búinn að vera mjög erfiður, enda frábær sóknarlínumaður. Bjöggi fékk svo aðeins þægilegri bolta fyrir utan sem hann gerði frábærlega í að verja.“ Hrifinn af nýjungunum Arnór fór svo yfir breytinguna sem hefur orðið á sóknarleik Íslands frá síðasta móti. Hann segir lykilatriðið að íslenska liðið nýti styrkleika Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og Ómars Inga Magnússonar. Sá síðarnefndi hefur átt erfitt uppdráttar með landsliðinu en hefur spilað mjög vel á þessu móti. Arnór þekkir Ómar vel en hann þjálfaði hann hjá Álaborg. „Ég er mjög hrifinn af þessu nýja sem hefur komið inn á þessu móti. Þessar árásir frá Gísla og Ómari þar sem við færum línumanninn í burtu og gefum þeim leyfi að gera það sem þeir eru svo góðir í. Ómar gerði þetta hjá okkur í Álaborg og svo í Magdeburg. Við leggjum spilið svolítið upp í hendurnar á þeim, einangrun fyrir þá og þeir eru báðir mjög góðir að losa boltann eftir þessar árásir, sérstaklega Ómar. Svo hafa þessar hröðu klippingar fyrir utan litið vel út og heppnast vel,“ sagði Arnór. „Mér finnst við fyrst núna vera að nýta Ómar rétt í sókninni. Hann er svo rosalega öflugur í þessum aðgerðum og að losa boltann. Hann vinnur einn og hálfan mann nánast í hvert einasta skipti og skilar boltanum yfirleitt á réttan mann eftir það.“ Allt öðruvísi sóknarleikur Róbert spurði Arnór hvort Guðmundur hafi aðlagað leik landsliðsins að Ómari í staðinn fyrir að hann ætti að falla inn í leikstíl þess. „Mér finnst það augljóst að Gummi hefur séð hvað Magdeburg hefur fengið út úr Ómari og lagt upp með það fyrir mótið. Við sjáum að þetta er allt öðruvísi sóknarleikur en var til dæmis í Egyptalandi,“ sagði Arnór. Minna álag á Aroni Aron Pálmarsson var nokkuð rólegur í tíðinni í leiknum í gær og skoraði aðeins tvö mörk úr sex skotum. Arnór segir nærveru Arons þó mikilvæga og er viss um að hann eigi eftir að spila betur í framhaldinu, enda hefur ekki mætt jafn mikið á honum og áður. „Stundum getur verið gott fyrir menn að koma út af í smá kælingu, ná áttum og vera klárir aftur eftir 5-6 ár. En bara það að hafa Aron inni á veitir ákveðna ró því við vitum hvað hann getur, að hann getur tekið af skarið og klárað leiki ef þess þarf. Það er búið að létta mjög mikið af Aroni í sambandi við allar þessar aðgerðir,“ sagði Arnór. „Áður hefur hann verið allt í öllu og allt lagt upp í hendurnar á honum. Það að bæði Gísli og Ómar byrji þessar árásir léttir á Aroni. Ég er pottþéttur á því að Aron er miklu frískari núna en hefur oft verið eftir riðlakeppnina. Þess vegna er ég viss um að hann á helling inni á tankinum.“ Hlusta má á EM-hlaðvarpið í spilaranum hér fyrir ofan. Spjallið við Arnór hefst á 26:30. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson fóru yfir sigurinn á Ungverjalandi með Stefáni Árna Pálssyni í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Þeir hringdu meðal annars í Arnór Atlason, aðstoðarþjálfara Álaborg, þjálfara U-20 ára landsliðs Dana og fyrrverandi landsliðsmann. Hann var að vonum ánægður með sigurinn á Ungverjum eins og aðrir Íslendingar. „Þetta var fyrst og fremst stórkostleg skemmtun. Þetta var rosalega skemmtilegur leikur á að horfa,“ sagði Arnór sem er nú staddur með danska U-20 ára landsliðinu á Lanzarote. „Eins og í öllu mótinu var sóknarleikur okkar rosalega góður, sérstaklega allan fyrri hálfleik en hikstaði aðeins á köflum í seinni hálfleik. Mér fannst rosa gott þegar við bökkuðum aðeins í vörninni og lokuðum meira á [Bénce] Bánhidi sem var búinn að vera mjög erfiður, enda frábær sóknarlínumaður. Bjöggi fékk svo aðeins þægilegri bolta fyrir utan sem hann gerði frábærlega í að verja.“ Hrifinn af nýjungunum Arnór fór svo yfir breytinguna sem hefur orðið á sóknarleik Íslands frá síðasta móti. Hann segir lykilatriðið að íslenska liðið nýti styrkleika Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og Ómars Inga Magnússonar. Sá síðarnefndi hefur átt erfitt uppdráttar með landsliðinu en hefur spilað mjög vel á þessu móti. Arnór þekkir Ómar vel en hann þjálfaði hann hjá Álaborg. „Ég er mjög hrifinn af þessu nýja sem hefur komið inn á þessu móti. Þessar árásir frá Gísla og Ómari þar sem við færum línumanninn í burtu og gefum þeim leyfi að gera það sem þeir eru svo góðir í. Ómar gerði þetta hjá okkur í Álaborg og svo í Magdeburg. Við leggjum spilið svolítið upp í hendurnar á þeim, einangrun fyrir þá og þeir eru báðir mjög góðir að losa boltann eftir þessar árásir, sérstaklega Ómar. Svo hafa þessar hröðu klippingar fyrir utan litið vel út og heppnast vel,“ sagði Arnór. „Mér finnst við fyrst núna vera að nýta Ómar rétt í sókninni. Hann er svo rosalega öflugur í þessum aðgerðum og að losa boltann. Hann vinnur einn og hálfan mann nánast í hvert einasta skipti og skilar boltanum yfirleitt á réttan mann eftir það.“ Allt öðruvísi sóknarleikur Róbert spurði Arnór hvort Guðmundur hafi aðlagað leik landsliðsins að Ómari í staðinn fyrir að hann ætti að falla inn í leikstíl þess. „Mér finnst það augljóst að Gummi hefur séð hvað Magdeburg hefur fengið út úr Ómari og lagt upp með það fyrir mótið. Við sjáum að þetta er allt öðruvísi sóknarleikur en var til dæmis í Egyptalandi,“ sagði Arnór. Minna álag á Aroni Aron Pálmarsson var nokkuð rólegur í tíðinni í leiknum í gær og skoraði aðeins tvö mörk úr sex skotum. Arnór segir nærveru Arons þó mikilvæga og er viss um að hann eigi eftir að spila betur í framhaldinu, enda hefur ekki mætt jafn mikið á honum og áður. „Stundum getur verið gott fyrir menn að koma út af í smá kælingu, ná áttum og vera klárir aftur eftir 5-6 ár. En bara það að hafa Aron inni á veitir ákveðna ró því við vitum hvað hann getur, að hann getur tekið af skarið og klárað leiki ef þess þarf. Það er búið að létta mjög mikið af Aroni í sambandi við allar þessar aðgerðir,“ sagði Arnór. „Áður hefur hann verið allt í öllu og allt lagt upp í hendurnar á honum. Það að bæði Gísli og Ómar byrji þessar árásir léttir á Aroni. Ég er pottþéttur á því að Aron er miklu frískari núna en hefur oft verið eftir riðlakeppnina. Þess vegna er ég viss um að hann á helling inni á tankinum.“ Hlusta má á EM-hlaðvarpið í spilaranum hér fyrir ofan. Spjallið við Arnór hefst á 26:30.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira