Þriðjungur vinnandi fólks á erfitt með að ná endum saman Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2022 13:58 Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu, kynnti niðurstöður rannóknarinnar fyrr í dag. BSRB Tæplega þriðjungur vinnandi fólks glímir við erfiða fjárhagsstöðu og á erfitt með að ná endum saman. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, en hún sýnir að staðan hafi versnað mikið síðasta árið. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á fundi klukkan 13. Sýndi könnunin að tæplega tíundi hluti launafólks búi við skort á efnislegum gæðum og um fjórir af hverjum tíu gætu ekki mætt óvæntum 80 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu, segir það gríðarlega alvarlegt að sjá að fjárhagsstaða launafólks versni milli ára og að ástandið sé verst hjá einstæðum foreldrum. „Við sjáum að um sex af hverjum tíu í hópi einstæðra foreldra sem eru á vinnumarkaði eiga erfitt með að ná endum saman og tveir af hverjum tíu búa við skort á efnislegum gæðum,“ er haft eftir Kristínu Hebu. Áhrif faraldursins Í könnuninni var einnig spurt um áhrif heimsfaraldursins á launafólk, en þar kom í ljós að ríflega helmingur finni fyrir meira álagi í starfi vegna faraldursins. Hlutfallið sé hæst meðal kvenna sem vinni hjá ríki og sveitarfélögum þar sem sjö af hverjum tíu sögðust finna fyrir því að álagið hafi aukist. „Andlegri heilsu launafólks fer hrakandi milli ára. Ríflega þrjár af hverjum tíu konum og tæplega þrír af hverjum tíu körlum mælast með slæma andlega heilsu, sem er mun meira en í sambærilegri könnun sem gerð var fyrir ári. Þá mældist andleg heilsa slæm hjá um tveimur af hverjum tíu.“ Sjá má kynningu könnunarinnar í spilaranum að neðan. Veitir skýra innsýn Haft er eftir Drífu Snædal, forseta ASÍ, að könnin veiri skýra innsýn inn í veruleika launafólks sem hafi tekið á sig þungar byrgðar í heimsfaraldrinum, hvort sem litið sé til fjárhagslegra þátta eða hrakandi andlegrar heilsu. „Enn á ný fáum við sönnur þess að sumt fullvinnandi fólk nær ekki endum saman og getur ekki mætt óvæntum útgjöldum. Það er verk að vinna í næstu kjarasamningum og í félagslegri umgjörð samfélagsins,“ segir Drífa. Þá segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, að niðurstöðurnar segi ekki bara sögu um fullorðna einstaklinga á vinnumarkaði heldur sögu fjölda barna sem búi við ófullnægjandi lífsskilyrði vegna aðgerðaleysis stjórnvalda. „Foreldrar þeirra barna eru líklegri til að glíma við andleg veikindi, þau fá sjaldnar næringarríka máltíð og nauðsynlegan fatnað en önnur börn, búa frekar við skort og líklegri til að þurfa að flytja oft. Þeirra hagur verður ekki tryggður með því að halda áfram á þeirri braut að lækka skatta á þá ríkustu, viðhalda kerfum þar sem örfáir einstaklingar græða á sameiginlegum auðlindum eða með aðhalds- og niðurskurðarkröfu á mikilvægar stofnanir, heilbrigðis- og félagsþjónustu og menntakerfið,“ segir Sonja Ýr. Um könnunina segir að hún hafi verið gerð rafrænt dagana 24. nóvember til 9. desember 2021 meðal félaga í aðildarfélögum Alþýðusambands Íslands og BSRB. Könnunin hafi verið þýðisrannsókn og því opin öllum félagsmönnum heildarsamtakanna tveggja. Alls bárust 8.768 svör og voru svörin vigtuð eftir kyni og aðildarfélögum til að endurspegla betur þýðið. Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi ASÍ og BSRB standa fyrir veffundi í dag þar sem kynntar verða niðurstöður spurningakönnunar Vörðu um stöðu launafólks. Fundurinn hefst klukkan 13 og verður hægt að fylgjast með honum í spilaranum að neðan. 19. janúar 2022 12:31 Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Sjá meira
Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á fundi klukkan 13. Sýndi könnunin að tæplega tíundi hluti launafólks búi við skort á efnislegum gæðum og um fjórir af hverjum tíu gætu ekki mætt óvæntum 80 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu, segir það gríðarlega alvarlegt að sjá að fjárhagsstaða launafólks versni milli ára og að ástandið sé verst hjá einstæðum foreldrum. „Við sjáum að um sex af hverjum tíu í hópi einstæðra foreldra sem eru á vinnumarkaði eiga erfitt með að ná endum saman og tveir af hverjum tíu búa við skort á efnislegum gæðum,“ er haft eftir Kristínu Hebu. Áhrif faraldursins Í könnuninni var einnig spurt um áhrif heimsfaraldursins á launafólk, en þar kom í ljós að ríflega helmingur finni fyrir meira álagi í starfi vegna faraldursins. Hlutfallið sé hæst meðal kvenna sem vinni hjá ríki og sveitarfélögum þar sem sjö af hverjum tíu sögðust finna fyrir því að álagið hafi aukist. „Andlegri heilsu launafólks fer hrakandi milli ára. Ríflega þrjár af hverjum tíu konum og tæplega þrír af hverjum tíu körlum mælast með slæma andlega heilsu, sem er mun meira en í sambærilegri könnun sem gerð var fyrir ári. Þá mældist andleg heilsa slæm hjá um tveimur af hverjum tíu.“ Sjá má kynningu könnunarinnar í spilaranum að neðan. Veitir skýra innsýn Haft er eftir Drífu Snædal, forseta ASÍ, að könnin veiri skýra innsýn inn í veruleika launafólks sem hafi tekið á sig þungar byrgðar í heimsfaraldrinum, hvort sem litið sé til fjárhagslegra þátta eða hrakandi andlegrar heilsu. „Enn á ný fáum við sönnur þess að sumt fullvinnandi fólk nær ekki endum saman og getur ekki mætt óvæntum útgjöldum. Það er verk að vinna í næstu kjarasamningum og í félagslegri umgjörð samfélagsins,“ segir Drífa. Þá segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, að niðurstöðurnar segi ekki bara sögu um fullorðna einstaklinga á vinnumarkaði heldur sögu fjölda barna sem búi við ófullnægjandi lífsskilyrði vegna aðgerðaleysis stjórnvalda. „Foreldrar þeirra barna eru líklegri til að glíma við andleg veikindi, þau fá sjaldnar næringarríka máltíð og nauðsynlegan fatnað en önnur börn, búa frekar við skort og líklegri til að þurfa að flytja oft. Þeirra hagur verður ekki tryggður með því að halda áfram á þeirri braut að lækka skatta á þá ríkustu, viðhalda kerfum þar sem örfáir einstaklingar græða á sameiginlegum auðlindum eða með aðhalds- og niðurskurðarkröfu á mikilvægar stofnanir, heilbrigðis- og félagsþjónustu og menntakerfið,“ segir Sonja Ýr. Um könnunina segir að hún hafi verið gerð rafrænt dagana 24. nóvember til 9. desember 2021 meðal félaga í aðildarfélögum Alþýðusambands Íslands og BSRB. Könnunin hafi verið þýðisrannsókn og því opin öllum félagsmönnum heildarsamtakanna tveggja. Alls bárust 8.768 svör og voru svörin vigtuð eftir kyni og aðildarfélögum til að endurspegla betur þýðið.
Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi ASÍ og BSRB standa fyrir veffundi í dag þar sem kynntar verða niðurstöður spurningakönnunar Vörðu um stöðu launafólks. Fundurinn hefst klukkan 13 og verður hægt að fylgjast með honum í spilaranum að neðan. 19. janúar 2022 12:31 Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Sjá meira
Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi ASÍ og BSRB standa fyrir veffundi í dag þar sem kynntar verða niðurstöður spurningakönnunar Vörðu um stöðu launafólks. Fundurinn hefst klukkan 13 og verður hægt að fylgjast með honum í spilaranum að neðan. 19. janúar 2022 12:31