Starfsmaður eggjabús fær engar skaðabætur eftir hálkuslys Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2022 14:32 Húsnæði Nesbúeggs að Hlöðunesi á Vatnsleysuströnd. Nesbúegg Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað TM Tryggingar og eggjabúið Nesbúegg af körfu starfsmanns eggjabúsins um skaðabótaskyldu þeirra vegna líkamstjóns sem starfsmaðurinn varð fyrir í hálkuslysi á lóð eggjabúsins í janúar 2020. Starfsmaðurinn – kona sem hafði unnið á eggjabúinu í fimm ár fram að slysdegi – hafði fallið í hálku þegar hún var að fara út með rusl á vinnustaðnum. Við fallið hlaut hún kúlu á hnakkann, hálstognun og tognun á öxl og voru meiðslin síðar metin til læknisfræðilegrar örorku. Ágreiningurinn sneri að því hver bæri ábyrgð á þeim aðstæðum sem urðu til þess að konan rann til í hálkunni. Kalt var í veðri umræddan dag og kvaðst konan hafa gengið varlega þar sem hún hafi verið hrædd, en um tveir metrar voru milli útihurðarinnar og ruslagámsins. Dómari taldi að í ljósi þess að konan hafði margoft farið með rusl í ruslagáminn, á öllum árstímum, hafi henni mátt vera ljóst að það gæti verið hálka í umrætt sinn. Eins og atvikum var háttað, auk framburðar starfsmannsins sjálfs, telur dómurinn að slysið verði ekki rakið til annars en gáleysis starfsmannsins. Í dómnum segir að starfsmaðurinn hafi verið vanur að fara út með rusl í lok vinnudags og veðurfar hafði verið með sama móti dagana á undan. „Þá tók stefnandi sjálf ákvörðun um að fara út með rusl þennan dag og lýsti því fyrir dóminum að hún hafi verið óörugg þegar hún steig út slysdaginn og hafi dottið eftir um tvö skref. Stefnandi hafði unnið í fimm ár hjá stefnda í sama starfi og var öllum hnútum og aðstæðum á vinnustaðnum kunnug. Átti hún því að vera vel meðvituð um nauðsyn þess að gæta allrar varúðar og ýtrustu aðgæslu gagnvart hálku sem gat myndast á svæðinu út að ruslagámnum enda fór hún þar um nánast daglega. Það gerði hún ekki í þetta sinn og verður að bera ábyrgð á því sjálf,“ segir í dómnum. Bótaskylda vegna tjóns starfsmannsins verði því ekki lögð á stefndu og þau sýknuð. Starfsmaðurinn fékk gjafsókn í málinu og greiðist því málsvarnarlaun lögmanns stefnanda um ríkissjóði, alls tæplega milljón króna. Dómsmál Vinnuslys Vogar Tryggingar Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira
Starfsmaðurinn – kona sem hafði unnið á eggjabúinu í fimm ár fram að slysdegi – hafði fallið í hálku þegar hún var að fara út með rusl á vinnustaðnum. Við fallið hlaut hún kúlu á hnakkann, hálstognun og tognun á öxl og voru meiðslin síðar metin til læknisfræðilegrar örorku. Ágreiningurinn sneri að því hver bæri ábyrgð á þeim aðstæðum sem urðu til þess að konan rann til í hálkunni. Kalt var í veðri umræddan dag og kvaðst konan hafa gengið varlega þar sem hún hafi verið hrædd, en um tveir metrar voru milli útihurðarinnar og ruslagámsins. Dómari taldi að í ljósi þess að konan hafði margoft farið með rusl í ruslagáminn, á öllum árstímum, hafi henni mátt vera ljóst að það gæti verið hálka í umrætt sinn. Eins og atvikum var háttað, auk framburðar starfsmannsins sjálfs, telur dómurinn að slysið verði ekki rakið til annars en gáleysis starfsmannsins. Í dómnum segir að starfsmaðurinn hafi verið vanur að fara út með rusl í lok vinnudags og veðurfar hafði verið með sama móti dagana á undan. „Þá tók stefnandi sjálf ákvörðun um að fara út með rusl þennan dag og lýsti því fyrir dóminum að hún hafi verið óörugg þegar hún steig út slysdaginn og hafi dottið eftir um tvö skref. Stefnandi hafði unnið í fimm ár hjá stefnda í sama starfi og var öllum hnútum og aðstæðum á vinnustaðnum kunnug. Átti hún því að vera vel meðvituð um nauðsyn þess að gæta allrar varúðar og ýtrustu aðgæslu gagnvart hálku sem gat myndast á svæðinu út að ruslagámnum enda fór hún þar um nánast daglega. Það gerði hún ekki í þetta sinn og verður að bera ábyrgð á því sjálf,“ segir í dómnum. Bótaskylda vegna tjóns starfsmannsins verði því ekki lögð á stefndu og þau sýknuð. Starfsmaðurinn fékk gjafsókn í málinu og greiðist því málsvarnarlaun lögmanns stefnanda um ríkissjóði, alls tæplega milljón króna.
Dómsmál Vinnuslys Vogar Tryggingar Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira