Eftir riðlakeppnina fékk EHF nokkra handboltasérfræðinga til að velja úrvalslið hennar. Þeirra á meðal var Christiansen. Hann var greinilega hrifinn af spilamennsku Íslands því hann valdi tvo Íslendinga í úrvalsliðið sitt, þá Sigvalda Guðjónsson og Gísla Þorgeir Kristjánsson.
Alls komu fjórir af sjö í úrvalsliði Christiansen úr riðli Íslands. Hann valdi einnig Hollendinginn Kay Smits, markahæsta leikmann EM, og portúgalska línumanninn Victor Iturizza.
Here is what 2x EHF EURO winner Lars Christiansen thinks after the #ehfeuro2022 Preliminary Round.
— EHF EURO (@EHFEURO) January 19, 2022
What s yours? pic.twitter.com/o1tCTgab2e
Frakkinn Xavier Houlet var einnig með Gísla í úrvalsliði sínu en Dominik Klein, fyrrverandi leikmaður þýska landsliðsins, valdi engan Íslending í sitt úrvalslið.
Here are the picks of Francois Xavier Houlet following the #ehfeuro2022 Preliminary Round Agreed? pic.twitter.com/0VsSUkho6V
— EHF EURO (@EHFEURO) January 19, 2022
What do you think about Dominik Klein s Best 7 of the Preliminary Round? #ehfeuro2022 pic.twitter.com/e75Rnee3ow
— EHF EURO (@EHFEURO) January 19, 2022
Þess má geta að Oliver Preben Jørgensen, fréttamaður TV3 í Danmörku, valdi Gísla og Sigvalda í sitt úrvalslið og Sigvaldi var í úrvalsliði handboltamannsins Rasmus Boysen sem heldur úti Twitter-síðunni Handball Transfers.
Mit gruppespil All Star-hold:
— Oliver Preben Jørgensen (@oliverpreben) January 18, 2022
GK: Tomas Mrkva
LW: Sebastian Frimmel
LB: Dani Baijens
PM: Gisli Kristjansson
RB: Kay Smits
RW: Sigvaldi Gudjonsson
LP: Artsem Karalek
My team of the group phase:
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 18, 2022
GK: Tomas Mrkva
LW: Sebastian Barthold
LB: Mikkel Hansen
PM: Dmitry Zhitnikov
RB: Kay Smits
RW: Sigvaldi Gudjonsson
LP: Johannes Golla
DEF: Karl Konan
What s yours?#handball #ehfeuro2022
Ísland hefur leik í milliriðli gegn heimsmeisturum Danmerkur í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30. Slæmar fréttir bárust úr herbúðum Íslendinga í gær því þrír leikmenn, Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Guðmundsson, eru komnir í einangrun eftir að hafa greint með kórónuveiruna.