Fær ekki að áfrýja Slayer-dómi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. janúar 2022 08:54 Slayer er ein helsta þrassmetalband sögunnar. Tónleikar þeirra á Íslandi árið 2018 hafa dregið dilk á eftir sér. Ben Hasty/MediaNews Group/Reading Eagle via Getty Images) Friðrik Ólafsson, forsvarsmaður Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice fékk ekki heimild Hæstaréttar til að áfrýja dómi þar sem hann var dæmdur til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um tuttugu milljónir króna. Friðrik var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl í fyrra til að greiða umboðsfyrirtækinu um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018 en ekkert fékkst upp í kröfuna. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms í nóvember í fyrra. Málið má rekja til þess að K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki hljómsveitarinnar Slayer, höfðaði mál á hendur fyrirtækinu Solstice Productions ehf. og Friðriki Ólafssyni, forsvarsmanni félagsins. Solstice Productions samdi upphaflega við Slayer um að koma fram á hátíðinni sumarið 2018. Sveitin hélt tónleikana 23. júní það ár en í ágúst hafði greiðsla upp á 133 þúsund dali ekki borist umboðsfyrirtækinu. Solstice Productions varð gjaldþrota í nóvember, nam það um 337 milljónum króna. Friðrik óskaði eftir því að áfrýja málinu til Hæstaréttar á þeim grundvelli að málið hefði verulegt almennt gildi og varðaði mikilvæga hagsmuni hans. Taldi hann málsmeðferð málsins á neðri dómstigum hafa verið stórlega ábótavant, dómur Landsréttar hafi verið rangur að efni til og byggt á gögnum sem ekki hafi legið fyrir við þingfestingu málsins. Í ákvörðun Hæstaréttar segir hins vegar að ekki sé unnt að líta á úrslit málsins fyrir Hæstarétti hefðu verulega almenna þýðingu. Þá telur Hæstirétturinn að málið varði ekki sértaklega mikilvæga hagsmuni Friðriks. Einnig verði ekki séð að málsmeðferð þess hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar rangru að efninu til. Var beiðninni því hafnað. Dómsmál Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir 337 milljóna króna gjaldþrot Solstice Productions Gjaldþrot Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice, nam 337 milljónum króna. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í skuldir. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 15. nóvember 2021 09:06 Engar eignir í þrotabúi rekstrarfélags Secret Solstice Engar eignir fundust í þrotabúi Solstice Productions ehf. sem hélt tónlistarhátíðina Secret Solstice tónlistarhátíðina í Laugardalnum í nokkur ár og Guns N' Roses tónleika hér á landi árið 2018. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í maí í fyrra. 7. október 2021 13:55 Lofaði að selja tvær fasteignir til að gera upp skuldina við Slayer Friðrik Ólafsson skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018. 30. apríl 2020 14:15 Loforð framkvæmdastjórans í fjölmiðlum kom milljónaskuldinni yfir á fleiri Héraðsdómur Reykjavíkur telur loforð framkvæmdastjóra félagsins Live events, sem stóð að rekstri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, í fjölmiðlum um greiðslur til listamanna staðfesta ábyrgð félagsins á milljónaskuld við bandarísku hljómsveitina Slayer. 3. mars 2021 13:37 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Friðrik var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl í fyrra til að greiða umboðsfyrirtækinu um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018 en ekkert fékkst upp í kröfuna. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms í nóvember í fyrra. Málið má rekja til þess að K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki hljómsveitarinnar Slayer, höfðaði mál á hendur fyrirtækinu Solstice Productions ehf. og Friðriki Ólafssyni, forsvarsmanni félagsins. Solstice Productions samdi upphaflega við Slayer um að koma fram á hátíðinni sumarið 2018. Sveitin hélt tónleikana 23. júní það ár en í ágúst hafði greiðsla upp á 133 þúsund dali ekki borist umboðsfyrirtækinu. Solstice Productions varð gjaldþrota í nóvember, nam það um 337 milljónum króna. Friðrik óskaði eftir því að áfrýja málinu til Hæstaréttar á þeim grundvelli að málið hefði verulegt almennt gildi og varðaði mikilvæga hagsmuni hans. Taldi hann málsmeðferð málsins á neðri dómstigum hafa verið stórlega ábótavant, dómur Landsréttar hafi verið rangur að efni til og byggt á gögnum sem ekki hafi legið fyrir við þingfestingu málsins. Í ákvörðun Hæstaréttar segir hins vegar að ekki sé unnt að líta á úrslit málsins fyrir Hæstarétti hefðu verulega almenna þýðingu. Þá telur Hæstirétturinn að málið varði ekki sértaklega mikilvæga hagsmuni Friðriks. Einnig verði ekki séð að málsmeðferð þess hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar rangru að efninu til. Var beiðninni því hafnað.
Dómsmál Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir 337 milljóna króna gjaldþrot Solstice Productions Gjaldþrot Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice, nam 337 milljónum króna. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í skuldir. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 15. nóvember 2021 09:06 Engar eignir í þrotabúi rekstrarfélags Secret Solstice Engar eignir fundust í þrotabúi Solstice Productions ehf. sem hélt tónlistarhátíðina Secret Solstice tónlistarhátíðina í Laugardalnum í nokkur ár og Guns N' Roses tónleika hér á landi árið 2018. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í maí í fyrra. 7. október 2021 13:55 Lofaði að selja tvær fasteignir til að gera upp skuldina við Slayer Friðrik Ólafsson skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018. 30. apríl 2020 14:15 Loforð framkvæmdastjórans í fjölmiðlum kom milljónaskuldinni yfir á fleiri Héraðsdómur Reykjavíkur telur loforð framkvæmdastjóra félagsins Live events, sem stóð að rekstri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, í fjölmiðlum um greiðslur til listamanna staðfesta ábyrgð félagsins á milljónaskuld við bandarísku hljómsveitina Slayer. 3. mars 2021 13:37 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
337 milljóna króna gjaldþrot Solstice Productions Gjaldþrot Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice, nam 337 milljónum króna. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í skuldir. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 15. nóvember 2021 09:06
Engar eignir í þrotabúi rekstrarfélags Secret Solstice Engar eignir fundust í þrotabúi Solstice Productions ehf. sem hélt tónlistarhátíðina Secret Solstice tónlistarhátíðina í Laugardalnum í nokkur ár og Guns N' Roses tónleika hér á landi árið 2018. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í maí í fyrra. 7. október 2021 13:55
Lofaði að selja tvær fasteignir til að gera upp skuldina við Slayer Friðrik Ólafsson skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018. 30. apríl 2020 14:15
Loforð framkvæmdastjórans í fjölmiðlum kom milljónaskuldinni yfir á fleiri Héraðsdómur Reykjavíkur telur loforð framkvæmdastjóra félagsins Live events, sem stóð að rekstri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, í fjölmiðlum um greiðslur til listamanna staðfesta ábyrgð félagsins á milljónaskuld við bandarísku hljómsveitina Slayer. 3. mars 2021 13:37