Viðskiptasiðferði N1 sturtað niður í holræsið Vilhjálmur Birgisson skrifar 20. janúar 2022 11:01 Í fréttum í gær var afhjúpað enn og aftur hvernig neytendur á Íslandi eru svívirðilega blekktir, allt til þess eins að fullnægja arðsemisgræðginni sem skekur fjölmörg stór fyrirtæki á Íslandi. Í þessu tilfelli er um að ræða fyrirtækið N1 sem er í eigu Festi, en N1 er sakað réttilega um ógeðfelldar blekkingar þar sem fyrirtækið hefur selt viðskipta“vinum“ rafmagn í gegnum svokallaða þrautavaraleið á 73% hærra verði en því sem auglýst er. Grandalausir neytendur sem eru að flytja sig á milli heimila átta sig ekki á þeim blekkingum sem N1 hefur tekist að ástunda vegna glufu í regluverkinu. Í gegnum þessa glufu hefur N1 tekist að soga til sín um þúsund „viðskiptavini“ í hverjum mánuði á grundvelli þess að þeir séu með lægsta verðið þegar raunin er sú að þeir eru með hæsta verðið, ef neytandinn skráir sig ekki formlega í viðskipti hjá þeim. Formaður Neytendasamtakanna segir að þeir sem festast í þessu blekkingarneti hjá N1 greiði að meðaltali 24 þúsund krónum meira á ári vegna þessa. En sú upphæð er um 10% af þeirri launahækkun sem verkafólk fékk í fyrra! Það er rétt að upplýsa fyrir þá sem ekki vita að N1 tilheyrir Festi sem á og rekur Krónuna, Elko og N1 og hverjir skyldu vera meirihlutaeigendur í Festi, jú það eru lífeyrissjóðir launafólks sem eiga uppundir 70% í Festi. Hugsið ykkur að það eru lífeyrissjóðir launafólks sem eiga um 70% í N1 sem sakað er réttilega um að blekkja neytendur með svívirðilegum hætti. Og því spyr maður sig eðlilega: Hvað ætla stjórnendur lífeyrissjóða launamanna að gera með þessar ásakanir sem hafa kostað þá sem hafa lent í þessu blekkingarneti um 10% af launahækkun sem kom til framkvæmda í fyrra? Ætla stjórnendur lífeyrissjóðanna að brosa breitt því arðsemisgræðgi lífeyrissjóðanna skiptir þá öllu máli, algjörlega óháð því að verið sé að arðræna neytendur og launafólk með grófum blekkingum? Hvað ætla fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar sem sitja inni í stjórnum þessara lífeyrissjóða sem eiga um 70% í þessu fyrirtæki sem hefur með blekkingum haft fé af launafólki, að gera? Mitt mat er að hér hefur siðleysi þeirra sem stjórna þessu fyrirtæki gagnvart neytendum verið afhjúpað með afgerandi hætti sem kallar á hörð viðbrögð lífeyrissjóðanna sem eiga eins og áður sagði 70% í þessu umrædda fyrirtæki. Eigendur lífeyrissjóðanna eiga og verða að gera skýlausa kröfu um að þeir stjórnendur hjá Festi sem bera ábyrgð á þessum blekkingum verði látnir gjalda fyrir það. Neytendur hljóta að spyrja sig þegar stjórnendur Festi víla ekki fyrir sér að notfæra sér svona glufu í regluverkinu til að hafa fé af neytendum með blekkingum á raforkumarkaði hvort blekkingum sé ekki einnig beitt á öðrum sviðum fyrirtækisins eins og í gegnum Krónuna og Elko. Munum að lífeyrissjóðirnir eiga 70% í matvæta- og eldneytismarkaði, 50% í trygginga-og fjarskiptamarkaði og sem eigendur í þessum geirum er aðalmarkmiðið arðsemi og aftur arðsemi og virðist það vera að afhjúpast enn og aftur að til að fullnægja arðsemisgræðginni að fullu þá séu þessir stjórnendur tilbúnir til að beita neytendur öllum siðlausum brögðum til að hámarka arðsemina. En munum að það eru neytendur sem þurfa að greiða fyrir þessa arðsemisgræðgi sem virðist vera í sumum tilfellum verið náð fram með því að svíkja og blekkja neytendur enda sýnir þetta mál að viðskiptasiðleysi stjórnenda Festi hefur náð nýjum botni. Það er algerlega mitt mat að stjórnendur lífeyrissjóðanna og sérstaklega fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar geta ekki og mega ekki láta þessar blekkingar átölulausar og því verða þeir að knýja í gegn að þeir sem bera ábyrgð á þessum blekkingum víki ella komi lífeyrissjóðirnir sér í burtu frá fyrirtæki sem hefur sturtað öllu siðferði gagnvart neytendum í holræsið. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Neytendur Orkumál Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í fréttum í gær var afhjúpað enn og aftur hvernig neytendur á Íslandi eru svívirðilega blekktir, allt til þess eins að fullnægja arðsemisgræðginni sem skekur fjölmörg stór fyrirtæki á Íslandi. Í þessu tilfelli er um að ræða fyrirtækið N1 sem er í eigu Festi, en N1 er sakað réttilega um ógeðfelldar blekkingar þar sem fyrirtækið hefur selt viðskipta“vinum“ rafmagn í gegnum svokallaða þrautavaraleið á 73% hærra verði en því sem auglýst er. Grandalausir neytendur sem eru að flytja sig á milli heimila átta sig ekki á þeim blekkingum sem N1 hefur tekist að ástunda vegna glufu í regluverkinu. Í gegnum þessa glufu hefur N1 tekist að soga til sín um þúsund „viðskiptavini“ í hverjum mánuði á grundvelli þess að þeir séu með lægsta verðið þegar raunin er sú að þeir eru með hæsta verðið, ef neytandinn skráir sig ekki formlega í viðskipti hjá þeim. Formaður Neytendasamtakanna segir að þeir sem festast í þessu blekkingarneti hjá N1 greiði að meðaltali 24 þúsund krónum meira á ári vegna þessa. En sú upphæð er um 10% af þeirri launahækkun sem verkafólk fékk í fyrra! Það er rétt að upplýsa fyrir þá sem ekki vita að N1 tilheyrir Festi sem á og rekur Krónuna, Elko og N1 og hverjir skyldu vera meirihlutaeigendur í Festi, jú það eru lífeyrissjóðir launafólks sem eiga uppundir 70% í Festi. Hugsið ykkur að það eru lífeyrissjóðir launafólks sem eiga um 70% í N1 sem sakað er réttilega um að blekkja neytendur með svívirðilegum hætti. Og því spyr maður sig eðlilega: Hvað ætla stjórnendur lífeyrissjóða launamanna að gera með þessar ásakanir sem hafa kostað þá sem hafa lent í þessu blekkingarneti um 10% af launahækkun sem kom til framkvæmda í fyrra? Ætla stjórnendur lífeyrissjóðanna að brosa breitt því arðsemisgræðgi lífeyrissjóðanna skiptir þá öllu máli, algjörlega óháð því að verið sé að arðræna neytendur og launafólk með grófum blekkingum? Hvað ætla fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar sem sitja inni í stjórnum þessara lífeyrissjóða sem eiga um 70% í þessu fyrirtæki sem hefur með blekkingum haft fé af launafólki, að gera? Mitt mat er að hér hefur siðleysi þeirra sem stjórna þessu fyrirtæki gagnvart neytendum verið afhjúpað með afgerandi hætti sem kallar á hörð viðbrögð lífeyrissjóðanna sem eiga eins og áður sagði 70% í þessu umrædda fyrirtæki. Eigendur lífeyrissjóðanna eiga og verða að gera skýlausa kröfu um að þeir stjórnendur hjá Festi sem bera ábyrgð á þessum blekkingum verði látnir gjalda fyrir það. Neytendur hljóta að spyrja sig þegar stjórnendur Festi víla ekki fyrir sér að notfæra sér svona glufu í regluverkinu til að hafa fé af neytendum með blekkingum á raforkumarkaði hvort blekkingum sé ekki einnig beitt á öðrum sviðum fyrirtækisins eins og í gegnum Krónuna og Elko. Munum að lífeyrissjóðirnir eiga 70% í matvæta- og eldneytismarkaði, 50% í trygginga-og fjarskiptamarkaði og sem eigendur í þessum geirum er aðalmarkmiðið arðsemi og aftur arðsemi og virðist það vera að afhjúpast enn og aftur að til að fullnægja arðsemisgræðginni að fullu þá séu þessir stjórnendur tilbúnir til að beita neytendur öllum siðlausum brögðum til að hámarka arðsemina. En munum að það eru neytendur sem þurfa að greiða fyrir þessa arðsemisgræðgi sem virðist vera í sumum tilfellum verið náð fram með því að svíkja og blekkja neytendur enda sýnir þetta mál að viðskiptasiðleysi stjórnenda Festi hefur náð nýjum botni. Það er algerlega mitt mat að stjórnendur lífeyrissjóðanna og sérstaklega fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar geta ekki og mega ekki láta þessar blekkingar átölulausar og því verða þeir að knýja í gegn að þeir sem bera ábyrgð á þessum blekkingum víki ella komi lífeyrissjóðirnir sér í burtu frá fyrirtæki sem hefur sturtað öllu siðferði gagnvart neytendum í holræsið. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun