Strákarnir sem þurfa að fylla í stóru skörðin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. janúar 2022 12:01 Strákarnir sem koma inn í íslenska liðið fá stórt tækifæri í næstu fjórum leikjum. Líf, ertu að grínast? Einmitt þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta var á uppleið og með gríðarlega mikinn meðbyr duttu fimm leikmenn út vegna veiruskrattans. En hverjir koma til með að fylla í skörð fimmmenninganna. Í gærkvöldi var greint frá því að Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Guðmundsson hefðu greinst með kórónuveiruna. Vont varð verra þegar þeir Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson bættust á sjúkralistann í dag. Og framundan eru leikir gegn heimsmeisturum Dana, Ólympíumeisturum Frakka, Króötum og Svartfellingum í milliriðli Evrópumótsins. Maður kemur í manns stað og allt það en þetta eru engin smá skörð sem eru höggvin í íslenska liðið. En hverjir munu fylla þau? Óhætt er að segja að Orri Freyr Þorkelsson, 22 ára leikmaður Elverum í Noregi, fái sannkallaða eldskírn í kvöld. Hann er eini vinstri hornamaðurinn í íslenska hópnum og þarf að fylla skarð Bjarka. Orri spilaði ekki mínútu í riðlakeppninni og hefur aðeins komið inn á í einum landsleik, gegn Litáen í undankeppni EM haustið 2020. Þar skoraði hann eitt mark. Orri hefði líklega ekki verið í EM-hópnum en fór með vegna meiðsla Hákons Daða Styrmissonar. Og nú fær hann risastórt tækifæri til að stimpla sig inn í landsliðið. Orri Freyr Þorkelsson skorar eitt eina mark fyrir íslenska landsliðið.vísir/vilhelm Orri er á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku en hann gekk í raðir Elverum frá Haukum síðasta sumar. Honum hefur vegnað vel með Elverum og er markahæsti leikmaður liðsins í norsku úrvalsdeildinni. Orri hefur hins vegar lítið spilað með Elverum í Meistaradeildinni. Fámennt vinstra megin Eftir að Aron, Ólafur og Elvar heltust úr lestinni er íslenska liðið orðið ansi fámennt vinstra megin fyrir utan. Elvar Ásgeirsson, leikmaður Nancy, getur spilað bæði sem leikstjórnandi og skytta og mun væntanlega fá stórt tækifæri í kvöld í sínum fyrsta landsleik. Ekki bara fyrsta leiknum á stórmóti, heldur fyrsta A-landsleiknum! Elvar Ásgeirsson hefur glímt við erfið meiðsli á ferlinum en hefur verið á góðri siglingu að undanförnu.vísir/bára Elvar, sem er 27 ára, gekk í raðir Stuttgart frá Aftureldingu í febrúar 2019. Mosfellingurinn fékk hins vegar fá tækifæri hjá þýska liðinu og færði sig um set til Nancy í Frakklandi í fyrra. Elvar hefur leikið vel í vetur og er með 47 mörk, fjórtán stoðsendingar og 53 prósent skotnýtingu í tólf leikjum í frönsku úrvalsdeildinni. Daníel Þór Ingason, sem kemur einnig inn í hópinn eftir að hafa setið uppi í stúku í riðlakeppninni, er öllu reyndari þegar kemur að landsliðinu. Hann hefur leikið 34 landsleiki, þar af átta á HM 2019. Daníel Þór Ingason í leik gegn Barein á HM 2019.getty/TF-Images Þessi 26 ára leikmaður Balingen-Weilstetten í Þýskalandi var öflugur sóknarmaður þegar hann lék með Haukum en eftir að hann fór í atvinnumennsku hefur hann aðallega einbeitt sér að varnarleiknum. Og Daníel mun sennilega fyrst og síðast hjálpa íslenska liðinu á varnarhelmingnum en það er aldrei að vita nema hann fái tækifæri til að rifja upp gamla sóknartakta. Íslenska liðið er vel búið af örvhentum skyttum og er með fjórar þannig í hópnum. Ómar Ingi Magnússon getur einnig spilað á miðjunni og gerði það mikið með yngri landsliðunum. Guðmundur Guðmundsson gæti því brugðið á það ráð að nota Ómar á miðjunni og Gísli Þorgeir Kristjánsson og Janus Daði Smárason gætu því leyst af vinstra megin fyrir utan. Springur Viktor Gísli út? Ágúst Elí Björgvinsson kemur einnig inn í hópinn og mun verja mark Íslands ásamt Viktori Gísla Hallgrímssyni. Ágúst býr yfir talsverðri landsliðsreynslu og er á sínu fjórða stórmóti. Hann hefur jafnan verið í hlutverki varamarkvarðar en oft átt góðar innkomur, eins og gegn Portúgal á síðasta heimsmeistaramóti. Miklar vonir eru bundnar við Viktor Gísla Hallgrímsson sem þykir einn efnilegasti markvörður heims.vísir/vilhelm Viktor Gísli fær stórt tækifæri í næstu leikjum gegn sterkum andstæðingum. Þessi bráðefnilegi markvörður er á sínu þriðja stórmóti og springur vonandi endanlega út í milliriðlinum og sýnir af hverju það hefur verið látið svona mikið með hann síðan hann stökk barnungur fram á sjónarsviðið. Hæfileikarnir eru allavega til staðar. Tuttugu leikmenn fóru með til Búdapest en fimm eru smitaðir. Það verða því aðeins fimmtán íslenskir leikmenn á skýrslu gegn Dönum í kvöld. Fleiri leikmenn eru þó væntanlega á leið til Ungverjalands til að íslenska liðið verði fullmannað í næstu leikjum. Fyrr í þessum mánuði gaf EHF það út að kalla mætti á leikmenn utan 35 manna hópsins sem var tilkynntur fyrir mótið. Guðmundur mun því væntanlega þurfa að nýta sér það úrræði. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Tveir Íslendingar í úrvalsliði riðlakeppninnar Lars Christiansen, markahæsti leikmaður danska landsliðsins frá upphafi, valdi tvo Íslendinga í úrvalslið riðlakeppninnar á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2022 11:30 Íslensku dómararnir úr leik á EM vegna smits Kórónuveiran hefur ekki aðeins hrellt íslenska landsliðsmenn á Evrópumótinu í handbolta, því íslenska dómaraparið á mótinu hefur einnig stimplað sig út vegna smits. 20. janúar 2022 11:14 Aron og Bjarki líka með Covid Strákarnir okkar fengu annan skell í morgun þegar í ljós kom að Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson séu með Covid. Fimm leikmenn liðsins eru því orðnir smitaðir. 20. janúar 2022 10:42 Sigvaldi: Erum að spila geggjaðan handbolta „Mönnum líður mjög vel og hlakka til að mæta Dönum. Það er spenningur,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson sem hefur farið á kostum á EM. 20. janúar 2022 10:30 Arnór Atla: Finnst möguleikarnir í milliriðlinum fínir og hef tröllatrú á liðinu Arnór Atlason segir að leikurinn gegn Dönum verði afar erfiður fyrir Íslendinga. Hann hefur samt mikla trú á íslenska liðinu í milliriðlinum á EM. 20. janúar 2022 09:01 „Förum í leikinn til að vinna og ekkert kjaftæði“ „Þetta er skemmtilegt verkefni og ég hlakka til,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari spenntur fyrir öðrum dansi gegn sínum gömlu lærisveinum frá Danmörku. 20. janúar 2022 08:30 „Þetta covid drasl verður tæklað eins og hver annar leikur!“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, stefnir á að tækla Covid-19 eins og hvern annan leik. Hann greindist með veiruna í dag ásamt tveimur öðrum leikmönnum liðsins. 19. janúar 2022 21:30 Þrír smitaðir í íslenska liðinu Það berast ekki góð tíðindi úr herbúðum strákanna okkar kvöldið fyrir fyrsta leik í milliriðli. Þrír leikmenn liðsins eru komnir með Covid. 19. janúar 2022 20:21 Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Í gærkvöldi var greint frá því að Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Guðmundsson hefðu greinst með kórónuveiruna. Vont varð verra þegar þeir Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson bættust á sjúkralistann í dag. Og framundan eru leikir gegn heimsmeisturum Dana, Ólympíumeisturum Frakka, Króötum og Svartfellingum í milliriðli Evrópumótsins. Maður kemur í manns stað og allt það en þetta eru engin smá skörð sem eru höggvin í íslenska liðið. En hverjir munu fylla þau? Óhætt er að segja að Orri Freyr Þorkelsson, 22 ára leikmaður Elverum í Noregi, fái sannkallaða eldskírn í kvöld. Hann er eini vinstri hornamaðurinn í íslenska hópnum og þarf að fylla skarð Bjarka. Orri spilaði ekki mínútu í riðlakeppninni og hefur aðeins komið inn á í einum landsleik, gegn Litáen í undankeppni EM haustið 2020. Þar skoraði hann eitt mark. Orri hefði líklega ekki verið í EM-hópnum en fór með vegna meiðsla Hákons Daða Styrmissonar. Og nú fær hann risastórt tækifæri til að stimpla sig inn í landsliðið. Orri Freyr Þorkelsson skorar eitt eina mark fyrir íslenska landsliðið.vísir/vilhelm Orri er á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku en hann gekk í raðir Elverum frá Haukum síðasta sumar. Honum hefur vegnað vel með Elverum og er markahæsti leikmaður liðsins í norsku úrvalsdeildinni. Orri hefur hins vegar lítið spilað með Elverum í Meistaradeildinni. Fámennt vinstra megin Eftir að Aron, Ólafur og Elvar heltust úr lestinni er íslenska liðið orðið ansi fámennt vinstra megin fyrir utan. Elvar Ásgeirsson, leikmaður Nancy, getur spilað bæði sem leikstjórnandi og skytta og mun væntanlega fá stórt tækifæri í kvöld í sínum fyrsta landsleik. Ekki bara fyrsta leiknum á stórmóti, heldur fyrsta A-landsleiknum! Elvar Ásgeirsson hefur glímt við erfið meiðsli á ferlinum en hefur verið á góðri siglingu að undanförnu.vísir/bára Elvar, sem er 27 ára, gekk í raðir Stuttgart frá Aftureldingu í febrúar 2019. Mosfellingurinn fékk hins vegar fá tækifæri hjá þýska liðinu og færði sig um set til Nancy í Frakklandi í fyrra. Elvar hefur leikið vel í vetur og er með 47 mörk, fjórtán stoðsendingar og 53 prósent skotnýtingu í tólf leikjum í frönsku úrvalsdeildinni. Daníel Þór Ingason, sem kemur einnig inn í hópinn eftir að hafa setið uppi í stúku í riðlakeppninni, er öllu reyndari þegar kemur að landsliðinu. Hann hefur leikið 34 landsleiki, þar af átta á HM 2019. Daníel Þór Ingason í leik gegn Barein á HM 2019.getty/TF-Images Þessi 26 ára leikmaður Balingen-Weilstetten í Þýskalandi var öflugur sóknarmaður þegar hann lék með Haukum en eftir að hann fór í atvinnumennsku hefur hann aðallega einbeitt sér að varnarleiknum. Og Daníel mun sennilega fyrst og síðast hjálpa íslenska liðinu á varnarhelmingnum en það er aldrei að vita nema hann fái tækifæri til að rifja upp gamla sóknartakta. Íslenska liðið er vel búið af örvhentum skyttum og er með fjórar þannig í hópnum. Ómar Ingi Magnússon getur einnig spilað á miðjunni og gerði það mikið með yngri landsliðunum. Guðmundur Guðmundsson gæti því brugðið á það ráð að nota Ómar á miðjunni og Gísli Þorgeir Kristjánsson og Janus Daði Smárason gætu því leyst af vinstra megin fyrir utan. Springur Viktor Gísli út? Ágúst Elí Björgvinsson kemur einnig inn í hópinn og mun verja mark Íslands ásamt Viktori Gísla Hallgrímssyni. Ágúst býr yfir talsverðri landsliðsreynslu og er á sínu fjórða stórmóti. Hann hefur jafnan verið í hlutverki varamarkvarðar en oft átt góðar innkomur, eins og gegn Portúgal á síðasta heimsmeistaramóti. Miklar vonir eru bundnar við Viktor Gísla Hallgrímsson sem þykir einn efnilegasti markvörður heims.vísir/vilhelm Viktor Gísli fær stórt tækifæri í næstu leikjum gegn sterkum andstæðingum. Þessi bráðefnilegi markvörður er á sínu þriðja stórmóti og springur vonandi endanlega út í milliriðlinum og sýnir af hverju það hefur verið látið svona mikið með hann síðan hann stökk barnungur fram á sjónarsviðið. Hæfileikarnir eru allavega til staðar. Tuttugu leikmenn fóru með til Búdapest en fimm eru smitaðir. Það verða því aðeins fimmtán íslenskir leikmenn á skýrslu gegn Dönum í kvöld. Fleiri leikmenn eru þó væntanlega á leið til Ungverjalands til að íslenska liðið verði fullmannað í næstu leikjum. Fyrr í þessum mánuði gaf EHF það út að kalla mætti á leikmenn utan 35 manna hópsins sem var tilkynntur fyrir mótið. Guðmundur mun því væntanlega þurfa að nýta sér það úrræði.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Tveir Íslendingar í úrvalsliði riðlakeppninnar Lars Christiansen, markahæsti leikmaður danska landsliðsins frá upphafi, valdi tvo Íslendinga í úrvalslið riðlakeppninnar á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2022 11:30 Íslensku dómararnir úr leik á EM vegna smits Kórónuveiran hefur ekki aðeins hrellt íslenska landsliðsmenn á Evrópumótinu í handbolta, því íslenska dómaraparið á mótinu hefur einnig stimplað sig út vegna smits. 20. janúar 2022 11:14 Aron og Bjarki líka með Covid Strákarnir okkar fengu annan skell í morgun þegar í ljós kom að Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson séu með Covid. Fimm leikmenn liðsins eru því orðnir smitaðir. 20. janúar 2022 10:42 Sigvaldi: Erum að spila geggjaðan handbolta „Mönnum líður mjög vel og hlakka til að mæta Dönum. Það er spenningur,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson sem hefur farið á kostum á EM. 20. janúar 2022 10:30 Arnór Atla: Finnst möguleikarnir í milliriðlinum fínir og hef tröllatrú á liðinu Arnór Atlason segir að leikurinn gegn Dönum verði afar erfiður fyrir Íslendinga. Hann hefur samt mikla trú á íslenska liðinu í milliriðlinum á EM. 20. janúar 2022 09:01 „Förum í leikinn til að vinna og ekkert kjaftæði“ „Þetta er skemmtilegt verkefni og ég hlakka til,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari spenntur fyrir öðrum dansi gegn sínum gömlu lærisveinum frá Danmörku. 20. janúar 2022 08:30 „Þetta covid drasl verður tæklað eins og hver annar leikur!“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, stefnir á að tækla Covid-19 eins og hvern annan leik. Hann greindist með veiruna í dag ásamt tveimur öðrum leikmönnum liðsins. 19. janúar 2022 21:30 Þrír smitaðir í íslenska liðinu Það berast ekki góð tíðindi úr herbúðum strákanna okkar kvöldið fyrir fyrsta leik í milliriðli. Þrír leikmenn liðsins eru komnir með Covid. 19. janúar 2022 20:21 Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Tveir Íslendingar í úrvalsliði riðlakeppninnar Lars Christiansen, markahæsti leikmaður danska landsliðsins frá upphafi, valdi tvo Íslendinga í úrvalslið riðlakeppninnar á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2022 11:30
Íslensku dómararnir úr leik á EM vegna smits Kórónuveiran hefur ekki aðeins hrellt íslenska landsliðsmenn á Evrópumótinu í handbolta, því íslenska dómaraparið á mótinu hefur einnig stimplað sig út vegna smits. 20. janúar 2022 11:14
Aron og Bjarki líka með Covid Strákarnir okkar fengu annan skell í morgun þegar í ljós kom að Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson séu með Covid. Fimm leikmenn liðsins eru því orðnir smitaðir. 20. janúar 2022 10:42
Sigvaldi: Erum að spila geggjaðan handbolta „Mönnum líður mjög vel og hlakka til að mæta Dönum. Það er spenningur,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson sem hefur farið á kostum á EM. 20. janúar 2022 10:30
Arnór Atla: Finnst möguleikarnir í milliriðlinum fínir og hef tröllatrú á liðinu Arnór Atlason segir að leikurinn gegn Dönum verði afar erfiður fyrir Íslendinga. Hann hefur samt mikla trú á íslenska liðinu í milliriðlinum á EM. 20. janúar 2022 09:01
„Förum í leikinn til að vinna og ekkert kjaftæði“ „Þetta er skemmtilegt verkefni og ég hlakka til,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari spenntur fyrir öðrum dansi gegn sínum gömlu lærisveinum frá Danmörku. 20. janúar 2022 08:30
„Þetta covid drasl verður tæklað eins og hver annar leikur!“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, stefnir á að tækla Covid-19 eins og hvern annan leik. Hann greindist með veiruna í dag ásamt tveimur öðrum leikmönnum liðsins. 19. janúar 2022 21:30
Þrír smitaðir í íslenska liðinu Það berast ekki góð tíðindi úr herbúðum strákanna okkar kvöldið fyrir fyrsta leik í milliriðli. Þrír leikmenn liðsins eru komnir með Covid. 19. janúar 2022 20:21