Björgvin: Þetta var mikið sjokk Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. janúar 2022 13:58 Þetta var líklega svekkjandi endir á góðu móti hjá Bjögga. vísir/getty „Heilsan á mér góð og ég held að hinir séu í þokkalegum málum líka,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson í samtali við Vísi í dag en hann er í einangrun á herberginu sinu í Búdapest eftir að hafa fengið Covid. Upptöku af viðtalinu má sjá neðst í fréttinni. „Þetta var mikið sjokk og viðbúið að kæmi inn í liðið þó svo maður átti aldrei von á að fá þetta sjálfur. Fókusinn alltaf á verkefninu og því sjokk þegar tíðindin komu. Maður verður að snúa því við og líta á jákvæðu tíðindin því við erum með frábæra leikmenn sem geta bakkað okkur upp.“ Sóttvarnir á hóteli landsliðsins hafa því miður ekki verið alveg upp á tíu. Yfir því var kvartað snemma en aðstæðum var ekki hægt að breyta. „Maður er alltaf að pæla í hvaða þetta kom en þetta er hjá öllum liðum sem segir mikið um sóttvarnirnar á hótelinu og í kringum leikina. Það er líka ekkert auðvelt að halda svona mót á þessum tímum þar sem þetta afbrigði er frekar óútreiknanlegt.“ Markvörðurinn frábæri getur ekki neitað því að það sé afar sérstakt að vera fastur inn á herbergi og mega ekki hitta félaga sína sem eiga að spila á eftir. „Sérstaklega vegna þess að við höfum verið í búbblu frá áramótunum. Við höfum haldið í léttleikann, húmorinn og grínið,“ segir Björgvin en herbergisfélagi hans, Ólafur Andrés Guðmundsson, smitaðist líka og var svo færður í annað herbergi. „Nú er ég bara einn og er að reyna að finna mér eitthvað til dundurs. Búinn að snúa herberginu við og snúa rúminu hans Óla upp á kant til að fá meira pláss.“ Þrátt fyrir alla fyrirhöfnina þá er jákvæðnin sterkari en svekkelsið hjá markverðinum. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá svíður þetta ekkert of mikið. Ég er sáttur við það sem ég náði að gera. Fyrir mína arftaka þá er tækifæri núna fyrir þá og vonandi stígur Viktor Gísli upp strax í kvöld. Ég trúi ekki á tilviljanir þannig að ég sendi þeim pepp í gegnum myndbönd og reyna að halda í gleðina. Ég er hérna fyrir þá líka og íslensku þjóðina þó svo það sé leiðinlegt að geta ekki verið með.“ Klippa: Björgvin brattur í einangrun EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Upptöku af viðtalinu má sjá neðst í fréttinni. „Þetta var mikið sjokk og viðbúið að kæmi inn í liðið þó svo maður átti aldrei von á að fá þetta sjálfur. Fókusinn alltaf á verkefninu og því sjokk þegar tíðindin komu. Maður verður að snúa því við og líta á jákvæðu tíðindin því við erum með frábæra leikmenn sem geta bakkað okkur upp.“ Sóttvarnir á hóteli landsliðsins hafa því miður ekki verið alveg upp á tíu. Yfir því var kvartað snemma en aðstæðum var ekki hægt að breyta. „Maður er alltaf að pæla í hvaða þetta kom en þetta er hjá öllum liðum sem segir mikið um sóttvarnirnar á hótelinu og í kringum leikina. Það er líka ekkert auðvelt að halda svona mót á þessum tímum þar sem þetta afbrigði er frekar óútreiknanlegt.“ Markvörðurinn frábæri getur ekki neitað því að það sé afar sérstakt að vera fastur inn á herbergi og mega ekki hitta félaga sína sem eiga að spila á eftir. „Sérstaklega vegna þess að við höfum verið í búbblu frá áramótunum. Við höfum haldið í léttleikann, húmorinn og grínið,“ segir Björgvin en herbergisfélagi hans, Ólafur Andrés Guðmundsson, smitaðist líka og var svo færður í annað herbergi. „Nú er ég bara einn og er að reyna að finna mér eitthvað til dundurs. Búinn að snúa herberginu við og snúa rúminu hans Óla upp á kant til að fá meira pláss.“ Þrátt fyrir alla fyrirhöfnina þá er jákvæðnin sterkari en svekkelsið hjá markverðinum. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá svíður þetta ekkert of mikið. Ég er sáttur við það sem ég náði að gera. Fyrir mína arftaka þá er tækifæri núna fyrir þá og vonandi stígur Viktor Gísli upp strax í kvöld. Ég trúi ekki á tilviljanir þannig að ég sendi þeim pepp í gegnum myndbönd og reyna að halda í gleðina. Ég er hérna fyrir þá líka og íslensku þjóðina þó svo það sé leiðinlegt að geta ekki verið með.“ Klippa: Björgvin brattur í einangrun
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni