Real Madrid og Chelsea mæta bæði frönskum liðum í útsláttarkeppninni og svo gæti farið að óbólusettir leikmenn liðanna fá ekki inngöngu á leikvanganna í Frakklandi.
Real Madrid spilar fyrri leikinn sinn á móti Paris Saint-Germain í Frakklandi 15. febrúar en Chelsea spilar seinni leik sinn í sextán liða úrslitunum á móti Lille í Frakklandi 16. mars.
Nýju COVID-19 reglurnar hljóma þannig að aðeins bólusettir mega sækja stóra viðburði á leikvöngum eða í íþróttahöllum. Roxana Maracineanu, íþróttaráðherra Frakka, sagði í síðustu vikur að reglurnar nái yfir alla hvort sem það séu áhorfendur, keppendur, Frakkar eða útlendingar.
ESPN fékk það staðfest frá UEFA að liðin þurfi að virða þær sóttvarnarreglur sem eru í gildi í hverju landi fyrir sig.
Síðustu tölur frá ensku úrvalsdeildinni sýndu að sextán prósent leikmanna í deildinni höfðu ekki látið bólusetja sig.