Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn framan af, en um miðbik hans tóku Norðmenn öll völd. Þeir náðu mest sjö marka forskoti í fyrri hálfleik og gengu til búningsherbergja með sex marka forystu, 21-15.
Norðmenn héldu áfram þar sem frá var horfið í síðari hálfleik og náðu fljótt tíu marka forskoti í stöðunni 27-17. Þeir þjörmuðu svo enn frekar að pólska liðinu og náðu mest 14 marka forskoti og í raun aldrei spurning um hvorum meginn sigurinn myndi enda.
Norðmenn unnu að lokum öruggan ellefu marka sigur, 42-31, og liðið er nú með tvö stig í milliriðli tvö, líkt og Svíar, Þjóðverjar og Rússar. Pólverjar sitja hins vegar einir í neðsta sæti riðilsins án stiga.