Elvar: Alls konar tilfinningar í allan dag Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2022 22:16 Elvar Ásgeirsson komst vel frá sínu í sínum fyrsta A-landsleik, gegn sjálfum heimsmeisturum Danmerkur. Getty/Sanjin Strukic Elvar Ásgeirsson fékk heldur betur eldskírn í dag þegar hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik í handbolta, gegn sjálfum heimsmeisturum Danmerkur á EM, og komst vel frá sínu. „Þetta var geggjað, þó að þetta hafi verið tapleikur. Það var geggjuð upplifun fyrir mig að fara í búninginn í fyrsta skiptið og spila leik með strákunum. Auðvitað er maður drullufúll að hafa ekki getað landað sigri eða náð í stig, þannig að þetta er góð tilfinning en líka hundfúlt,“ sagði Elvar við Vísi í Búdapest í kvöld. Klippa: Elvar eftir fyrsta landsleikinn Hann fann fyrir mun meira stressi fyrr í dag en þegar leikurinn hófst: „Það eru búnar að vera alls konar tilfinningar í allan dag náttúrulega. En síðan þegar líður nær leik, maður er kominn inn í höllina og farinn að hita upp, þá finnur maður að maður er búinn að spila fullt af leikjum. Þó að það hafi ekki verið landsleikir þá finnur maður að maður hefur gert þetta áður. En í dag þá leið mér ekki vel, ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Elvar, sem skoraði þrjú mörk og leið ansi vel eftir fyrsta markið: „Það var gæsahúð á leiðinni til baka í vörnina, það er alveg klárt. Það var mjög gott.“ Fór hratt úr því hlutverki að eiga að hjálpa til á æfingum Elvar kom óvænt inn í liðið eftir að sex leikmenn Íslands smituðust af kórónuveirunni á síðasta sólarhring. „Þetta er auðvitað þungt högg fyrir liðið. Þetta eru allt lykilmenn sem hafa verið að detta út. Hlutverkið mitt fór fljótt úr því að vera að hjálpa til á æfingum og vera til taks þar, í að draga bara vagninn sem byrjunarliðsmaður. Þetta eru svakalegar sviptingar á svakalega stuttum tíma. En við töluðum um það í undirbúningnum að þetta yrði ekki eitthvað sem við myndum láta trufla okkur. Við ætluðum bara að keyra á þetta og vinna leikinn. Því miður mistókst það,“ sagði Elvar. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Einkunnir á móti Danmörku: Ómar Ingi bestur en margir kjúklingar stóðust prófið Margi reynslulitlir leikmenn fengu mikla ábyrgð á móti Dönum í kvöld og flestir þeirra voru að spila fleiri mínútur en þeir höfðu gert í fyrstu þremur leikjunum samanlagt. Forföll lykilmanna breyttu mjög miklu fyrir Ísland á þessu EM en frammistaðan sýndi að öll von er ekki úti enn. 20. janúar 2022 22:00 Tölfræðin á móti Danmörku: Sex opnuðu markareikning sinn á þessu Evrópumóti Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason fóru fyrri sóknarleik íslenska liðsins en fullt af nýjum andlitum stimpluðu sig inn í mótið. 20. janúar 2022 21:23 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
„Þetta var geggjað, þó að þetta hafi verið tapleikur. Það var geggjuð upplifun fyrir mig að fara í búninginn í fyrsta skiptið og spila leik með strákunum. Auðvitað er maður drullufúll að hafa ekki getað landað sigri eða náð í stig, þannig að þetta er góð tilfinning en líka hundfúlt,“ sagði Elvar við Vísi í Búdapest í kvöld. Klippa: Elvar eftir fyrsta landsleikinn Hann fann fyrir mun meira stressi fyrr í dag en þegar leikurinn hófst: „Það eru búnar að vera alls konar tilfinningar í allan dag náttúrulega. En síðan þegar líður nær leik, maður er kominn inn í höllina og farinn að hita upp, þá finnur maður að maður er búinn að spila fullt af leikjum. Þó að það hafi ekki verið landsleikir þá finnur maður að maður hefur gert þetta áður. En í dag þá leið mér ekki vel, ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Elvar, sem skoraði þrjú mörk og leið ansi vel eftir fyrsta markið: „Það var gæsahúð á leiðinni til baka í vörnina, það er alveg klárt. Það var mjög gott.“ Fór hratt úr því hlutverki að eiga að hjálpa til á æfingum Elvar kom óvænt inn í liðið eftir að sex leikmenn Íslands smituðust af kórónuveirunni á síðasta sólarhring. „Þetta er auðvitað þungt högg fyrir liðið. Þetta eru allt lykilmenn sem hafa verið að detta út. Hlutverkið mitt fór fljótt úr því að vera að hjálpa til á æfingum og vera til taks þar, í að draga bara vagninn sem byrjunarliðsmaður. Þetta eru svakalegar sviptingar á svakalega stuttum tíma. En við töluðum um það í undirbúningnum að þetta yrði ekki eitthvað sem við myndum láta trufla okkur. Við ætluðum bara að keyra á þetta og vinna leikinn. Því miður mistókst það,“ sagði Elvar.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Einkunnir á móti Danmörku: Ómar Ingi bestur en margir kjúklingar stóðust prófið Margi reynslulitlir leikmenn fengu mikla ábyrgð á móti Dönum í kvöld og flestir þeirra voru að spila fleiri mínútur en þeir höfðu gert í fyrstu þremur leikjunum samanlagt. Forföll lykilmanna breyttu mjög miklu fyrir Ísland á þessu EM en frammistaðan sýndi að öll von er ekki úti enn. 20. janúar 2022 22:00 Tölfræðin á móti Danmörku: Sex opnuðu markareikning sinn á þessu Evrópumóti Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason fóru fyrri sóknarleik íslenska liðsins en fullt af nýjum andlitum stimpluðu sig inn í mótið. 20. janúar 2022 21:23 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Einkunnir á móti Danmörku: Ómar Ingi bestur en margir kjúklingar stóðust prófið Margi reynslulitlir leikmenn fengu mikla ábyrgð á móti Dönum í kvöld og flestir þeirra voru að spila fleiri mínútur en þeir höfðu gert í fyrstu þremur leikjunum samanlagt. Forföll lykilmanna breyttu mjög miklu fyrir Ísland á þessu EM en frammistaðan sýndi að öll von er ekki úti enn. 20. janúar 2022 22:00
Tölfræðin á móti Danmörku: Sex opnuðu markareikning sinn á þessu Evrópumóti Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason fóru fyrri sóknarleik íslenska liðsins en fullt af nýjum andlitum stimpluðu sig inn í mótið. 20. janúar 2022 21:23
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn