Skýrsla Henrys: Risahjarta í þessum drengjum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. janúar 2022 23:00 Íslensku leikmennirnir þakka fyrir stuðninginn eftir leikinn gegn Dönum. getty/Sanjin Strukic Eftir allt sem á undan var gengið áttu líklega margir von á því að íslenska liðið yrði eins og lömb leidd til slátrunar gegn Dönum í kvöld. Það varð alls ekki raunin. Eftir að hafa nánast misst út allt byrjunarliðið á einum sólarhring var einfaldlega ekki hægt að gera kröfu á að ungt og óreynt íslenskt lið myndi gera eitthvað gegn besta landsliði heims. Í raun var erfitt að gera sér í hugarlund hvernig íslenska liðið kæmi út í leikinn. Þeir mættu aftur á móti út í leikinn eins og töffarar. Staðráðnir í að selja sig dýrt gegn frábæru liði. Það gerðu þeir líka. Sóknarleikurinn gekk frábærlega eins og venjulega sem er í rauninni ótrúlegt miðað við allar mannabreytingarnar. Varnarleikurinn að sama skapi var skelfilegur og ekki eitt skot varið utan af velli allan hálfleikinn er auðvitað ekki boðlegt. Samt var munurinn aðeins þrjú mörk. Varnarleikurinn kom í síðari hálfleik. Menn fóru að þétta og aðstoða í stað þess að skilja félagann eftir í einn á einn stöðu sem var óviðráðanlegt í fyrri hálfleik. Því miður fylgdi markvarslan aldrei með á meðan Möller varði oft á tíðum eins og óður maður hinum megin. Ef við hefðum fengið eðlilega markvörslu hefði þetta orðið jafnara. Ómar Ingi Magnússon steig upp sem leiðtogi liðsins í þessum leik. Honum leið örugglega svipað og Aroni Pálmarssyni síðustu ár framan af leik er hann þurfti að gera flest á meðan aðrir voru kannski að hrista af sér slenið. Enn ein gullframmistaðan hjá honum. Ofboðslega skemmtilegt að horfa á hann spila handbolta. Janus Daði fékk stórt hlutverk og skilaði því frábærlega. Ótrúlega klókur, skynsamur og bjó endalaust til. Þrátt fyrir mikla ábyrgð var hann ekki með einn tapaðan bolta í leiknum og var líka frábær í vörn. Ungu mennirnir voru flottir. Elvar var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik og má vera stoltur. Orri var óhræddur en þetta datt ekki með honum. Teitur og Daníel nýttu sínar mínútur sömuleiðis vel og Arnar Freyr átti sína bestu spretti á mótinu. Fyrsta tapið staðreynd þrátt fyrir vasklega framgöngu. Strákarnir sýndu mikinn karakter og risahjarta í ótrúlega erfiðri stöðu. Svo er framhaldið algjörlega óvíst því enn vofir covid-draugurinn yfir liðinu og gæti vel farið svo að fleiri leikmenn gangi úr skaftinu. Þetta er sannkölluð rússíbanareið sem ekki sér fyrir endann á en strákarnir hafa sýnt okkur að þeir ætla að berjast til síðasta manns. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Sjá meira
Eftir að hafa nánast misst út allt byrjunarliðið á einum sólarhring var einfaldlega ekki hægt að gera kröfu á að ungt og óreynt íslenskt lið myndi gera eitthvað gegn besta landsliði heims. Í raun var erfitt að gera sér í hugarlund hvernig íslenska liðið kæmi út í leikinn. Þeir mættu aftur á móti út í leikinn eins og töffarar. Staðráðnir í að selja sig dýrt gegn frábæru liði. Það gerðu þeir líka. Sóknarleikurinn gekk frábærlega eins og venjulega sem er í rauninni ótrúlegt miðað við allar mannabreytingarnar. Varnarleikurinn að sama skapi var skelfilegur og ekki eitt skot varið utan af velli allan hálfleikinn er auðvitað ekki boðlegt. Samt var munurinn aðeins þrjú mörk. Varnarleikurinn kom í síðari hálfleik. Menn fóru að þétta og aðstoða í stað þess að skilja félagann eftir í einn á einn stöðu sem var óviðráðanlegt í fyrri hálfleik. Því miður fylgdi markvarslan aldrei með á meðan Möller varði oft á tíðum eins og óður maður hinum megin. Ef við hefðum fengið eðlilega markvörslu hefði þetta orðið jafnara. Ómar Ingi Magnússon steig upp sem leiðtogi liðsins í þessum leik. Honum leið örugglega svipað og Aroni Pálmarssyni síðustu ár framan af leik er hann þurfti að gera flest á meðan aðrir voru kannski að hrista af sér slenið. Enn ein gullframmistaðan hjá honum. Ofboðslega skemmtilegt að horfa á hann spila handbolta. Janus Daði fékk stórt hlutverk og skilaði því frábærlega. Ótrúlega klókur, skynsamur og bjó endalaust til. Þrátt fyrir mikla ábyrgð var hann ekki með einn tapaðan bolta í leiknum og var líka frábær í vörn. Ungu mennirnir voru flottir. Elvar var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik og má vera stoltur. Orri var óhræddur en þetta datt ekki með honum. Teitur og Daníel nýttu sínar mínútur sömuleiðis vel og Arnar Freyr átti sína bestu spretti á mótinu. Fyrsta tapið staðreynd þrátt fyrir vasklega framgöngu. Strákarnir sýndu mikinn karakter og risahjarta í ótrúlega erfiðri stöðu. Svo er framhaldið algjörlega óvíst því enn vofir covid-draugurinn yfir liðinu og gæti vel farið svo að fleiri leikmenn gangi úr skaftinu. Þetta er sannkölluð rússíbanareið sem ekki sér fyrir endann á en strákarnir hafa sýnt okkur að þeir ætla að berjast til síðasta manns.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Sjá meira