Íslenska ánægjuvogin: Sjö fyrirtæki marktækt hæst á sínum markaði Atli Ísleifsson skrifar 21. janúar 2022 09:16 Costco eldsneyti var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni þetta árið. Hins vegar ber að taka fram að Costco er ekki með ánægðustu viðskiptavinina á smásölumarkaði. Vísir/Vilhelm Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2021 voru kynntar í morgun og mátti sjá mikinn mun á ánægju viðskiptavina þeirra 37 fyrirtækja í samtals þrettán atvinnugreinum sem voru mæld. Costco eldsneyti var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni þetta árið. Sýnt var frá kynningunni á Vísi í morgun en einkunnir voru frá 54,1 til 85,0 af 100 mögulegum, en þetta var í 23. sinn sem niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar voru kynntar. Í tilkynningu segir að Prósent (áður Zenter rannsóknir) hafi séð um framkvæmd mælingarinna sem fór fram yfir árið 2021. Könnunin hafi verið send í tölvupósti á könnunarhóp Prósents. Um þrjú þúsund manna úrtak var á hverjum markaði og milli tvö hundruð og þúsund svarendur fyrir hvert fyrirtæki. Niðurstöður voru vigtaðar með tilliti til kyns, aldurs og búsetu þýðisins. „Líkt og undanfarin sjö ár er viðurkenning einungis veitt þeim fyrirtækjum sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í viðkomandi atvinnugrein, þ.e. þar sem segja má með 95% vissu að viðskiptavinir fyrirtækisins með hæstu einkunnina séu að jafnaði ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina. Þau fyrirtæki sem fengu viðurkenningu að þessu sinni voru eldsneytissala Costco var hæst á eldsneytismarkaði með 85,0 stig af 100 mögulegum, Heimilistæki með 79,2 stig hjá raftækjaverslunum, Nova fékk 78,7 á fjarskiptamarkaði, IKEA var hæst húsgagnaverslana með 76,4 stig, Apótekarinn var hæstur á lyfsölumarkaði með 75,1, Krónan var hæst allra á matvörumarkaði með 73,4 stig, BYKO fékk 68,3 á byggingavörumarkaði og var Heimilistæki hæst allra fyrirtækja á smásölumarkaði með 79,2 stig. Costco eldsneyti var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni þetta árið og eru viðskiptavinir eldsneytissölu Costco þar af leiðandi þeir ánægðustu á Íslandi. Hins vegar ber að taka fram að Costco er ekki með ánægðustu viðskiptavinina á smásölumarkaði en þar var Costco með þriðju lægstu einkunnina eða 65,5 stig. Efstu fyrirtækjum á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti fengu einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur; Penninn Eymundsson var með 75,3 stig á ritfangamarkaði, Sjóvá fékk 68,9 stig á tryggingamarkaði, Landsbankinn var með 67,9 stig á bankamarkaði, Smáralind með 67,8 hjá verslunarmiðstöðum og hjá raforkusölum var Orka náttúrunnar hæst með 65,7 stig,“ segir í tilkynningunni. Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sá Prósent (áður Zenter rannsóknir) um framkvæmd á Íslensku ánægjuvoginni 2021. Ánægjuvogin samanstendur af þremur spurningum: Á heildina litið, hversu ánægður(ur) eða óánægð(ur) ert þú með reynslu þína af [fyrirtæki]? Hugleiddu allar væntingar þínar til [fyrirtækis] annars vegar og reynslu þína af fyrirtækinu hins vegar. Að hve miklu leyti uppfyllir [fyrirtæki] væntingar þínar? Núna biðjum við þig um að ímynda þér hið fullkomna [fyrirtæki á viðkomandi markaði]. Hversu nálægt slíku fyrirtæki er [fyrirtæki]? Neytendur Íslenska ánægjuvogin Mest lesið Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Sjá meira
Sýnt var frá kynningunni á Vísi í morgun en einkunnir voru frá 54,1 til 85,0 af 100 mögulegum, en þetta var í 23. sinn sem niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar voru kynntar. Í tilkynningu segir að Prósent (áður Zenter rannsóknir) hafi séð um framkvæmd mælingarinna sem fór fram yfir árið 2021. Könnunin hafi verið send í tölvupósti á könnunarhóp Prósents. Um þrjú þúsund manna úrtak var á hverjum markaði og milli tvö hundruð og þúsund svarendur fyrir hvert fyrirtæki. Niðurstöður voru vigtaðar með tilliti til kyns, aldurs og búsetu þýðisins. „Líkt og undanfarin sjö ár er viðurkenning einungis veitt þeim fyrirtækjum sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í viðkomandi atvinnugrein, þ.e. þar sem segja má með 95% vissu að viðskiptavinir fyrirtækisins með hæstu einkunnina séu að jafnaði ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina. Þau fyrirtæki sem fengu viðurkenningu að þessu sinni voru eldsneytissala Costco var hæst á eldsneytismarkaði með 85,0 stig af 100 mögulegum, Heimilistæki með 79,2 stig hjá raftækjaverslunum, Nova fékk 78,7 á fjarskiptamarkaði, IKEA var hæst húsgagnaverslana með 76,4 stig, Apótekarinn var hæstur á lyfsölumarkaði með 75,1, Krónan var hæst allra á matvörumarkaði með 73,4 stig, BYKO fékk 68,3 á byggingavörumarkaði og var Heimilistæki hæst allra fyrirtækja á smásölumarkaði með 79,2 stig. Costco eldsneyti var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni þetta árið og eru viðskiptavinir eldsneytissölu Costco þar af leiðandi þeir ánægðustu á Íslandi. Hins vegar ber að taka fram að Costco er ekki með ánægðustu viðskiptavinina á smásölumarkaði en þar var Costco með þriðju lægstu einkunnina eða 65,5 stig. Efstu fyrirtækjum á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti fengu einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur; Penninn Eymundsson var með 75,3 stig á ritfangamarkaði, Sjóvá fékk 68,9 stig á tryggingamarkaði, Landsbankinn var með 67,9 stig á bankamarkaði, Smáralind með 67,8 hjá verslunarmiðstöðum og hjá raforkusölum var Orka náttúrunnar hæst með 65,7 stig,“ segir í tilkynningunni. Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sá Prósent (áður Zenter rannsóknir) um framkvæmd á Íslensku ánægjuvoginni 2021. Ánægjuvogin samanstendur af þremur spurningum: Á heildina litið, hversu ánægður(ur) eða óánægð(ur) ert þú með reynslu þína af [fyrirtæki]? Hugleiddu allar væntingar þínar til [fyrirtækis] annars vegar og reynslu þína af fyrirtækinu hins vegar. Að hve miklu leyti uppfyllir [fyrirtæki] væntingar þínar? Núna biðjum við þig um að ímynda þér hið fullkomna [fyrirtæki á viðkomandi markaði]. Hversu nálægt slíku fyrirtæki er [fyrirtæki]?
Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sá Prósent (áður Zenter rannsóknir) um framkvæmd á Íslensku ánægjuvoginni 2021. Ánægjuvogin samanstendur af þremur spurningum: Á heildina litið, hversu ánægður(ur) eða óánægð(ur) ert þú með reynslu þína af [fyrirtæki]? Hugleiddu allar væntingar þínar til [fyrirtækis] annars vegar og reynslu þína af fyrirtækinu hins vegar. Að hve miklu leyti uppfyllir [fyrirtæki] væntingar þínar? Núna biðjum við þig um að ímynda þér hið fullkomna [fyrirtæki á viðkomandi markaði]. Hversu nálægt slíku fyrirtæki er [fyrirtæki]?
Neytendur Íslenska ánægjuvogin Mest lesið Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Sjá meira