Guardiola: Besta frammistaða okkar á leiktíðinni Atli Arason skrifar 22. janúar 2022 22:00 Pep Guardiola, þjálfari Manchester City. Manchester City hefur unnið Arsenal, Leicester, Manchester United, Chelsea og West Ham á leiktíðinni. Þrátt fyrir það telur Guardiola að frammistaða liðsins í 1-1 jafntefli gegn Southampton í kvöld hafi verið besta frammistaða liðsins á leiktíðinni. „Þetta var án vafa langt um besta frammistaða okkar á leiktíðinni. Við vorum að spila við lið sem sem spilar ótrúlega góðan varnarleik og eru góðir í skyndisóknum. Þeir eru vel skipulagðir og við þurftum að hafa fyrir hlutunum í kvöld. Niðurstaðan, 1-1 jafntefli, er ekki gott, en frammistaðan var frábær,“ sagði Guardiola í viðtali við Sky Sports eftir leikinn við Southampton. „Það er hlutverk þjálfarans sjá um hvernig liðið hagar sér á vellinum og hvernig við spiluðum í kvöld var framúrskarandi.“ Jafnteflið í kvöld var í fyrsta skipti sem City fær ekki þrjú stig í leik í tæpa þrjá mánuði eða síðan liðið tapaði fyrir Crystal Palace, 0-2, þann 30. október. „Til dæmis spiluðum við verr gegn Arsenal en unnum þann leik. Stundum gerist það í fótbolta og sérstaklega í úrvalsdeildinni að maður spilar illa og sigrar leikinn og stundum spilaru vel og sigrar ekki. Deildin er 38 leikir og sumt færðu verðskuldað og annað ekki.“ Guardiola hefur enga trú á því að tvö töpuð stig gegn Southampton í kvöld hafi einhver stór áhrif á liðið fyrir það sem koma skal á tímabilinu. „Af hverju ættum við að missa einhverja trú á okkur? Við unnum ekki í kvöld en við spiluðum vel. Ég hef sagt það áður að við munum misstíga okkur eitthvað og missa af einhverjum stigum. Hvernig við höguðum okkur á vellinum í kvöld er ég ánægður með. Núna höfum við tvær vikur til að undirbúa okkur í næsta leik og við munum gera það. Enska úrvalsdeildin er ótrúlega erfið. Sumt fólk segir að titilbaráttan er búin og það er jákvætt fyrir okkur því titilbaráttan er mjög erfið og þetta er alls ekki búið. Titilbaráttan var ekki búinn fyrir tveimur vikum síðan og hún verður ekki búinn eftir þrjár vikur,“ svaraði Guardiola, aðspurður að því hvort þetta jafntefli hafi einhver áhrif á trú liðsins að sigra deildina. City er þrátt fyrir jafnteflið með 12 stiga forskot á Liverpool sem er í öðru sæti. Liverpool á þó tvo leiki til góða en Liverpool spilar gegn Crystal Palace á morgun. „Ég væri til í að hafa 40 stiga forskot á Liverpool og Chelsea og það væri draumur en það er ekki mögulegt í janúar. Þeir eru með frábær lið og ég bjóst ekki við því að vera með þetta forskot á þessum tímapunkti en þetta er ekki búið. Þessi lið munu sækja fullt af stigum,“ sagði Guardiola að endingu. Enski boltinn Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ „Ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Leik lokið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Muslera með mark og Mourinho súr Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sjá meira
„Þetta var án vafa langt um besta frammistaða okkar á leiktíðinni. Við vorum að spila við lið sem sem spilar ótrúlega góðan varnarleik og eru góðir í skyndisóknum. Þeir eru vel skipulagðir og við þurftum að hafa fyrir hlutunum í kvöld. Niðurstaðan, 1-1 jafntefli, er ekki gott, en frammistaðan var frábær,“ sagði Guardiola í viðtali við Sky Sports eftir leikinn við Southampton. „Það er hlutverk þjálfarans sjá um hvernig liðið hagar sér á vellinum og hvernig við spiluðum í kvöld var framúrskarandi.“ Jafnteflið í kvöld var í fyrsta skipti sem City fær ekki þrjú stig í leik í tæpa þrjá mánuði eða síðan liðið tapaði fyrir Crystal Palace, 0-2, þann 30. október. „Til dæmis spiluðum við verr gegn Arsenal en unnum þann leik. Stundum gerist það í fótbolta og sérstaklega í úrvalsdeildinni að maður spilar illa og sigrar leikinn og stundum spilaru vel og sigrar ekki. Deildin er 38 leikir og sumt færðu verðskuldað og annað ekki.“ Guardiola hefur enga trú á því að tvö töpuð stig gegn Southampton í kvöld hafi einhver stór áhrif á liðið fyrir það sem koma skal á tímabilinu. „Af hverju ættum við að missa einhverja trú á okkur? Við unnum ekki í kvöld en við spiluðum vel. Ég hef sagt það áður að við munum misstíga okkur eitthvað og missa af einhverjum stigum. Hvernig við höguðum okkur á vellinum í kvöld er ég ánægður með. Núna höfum við tvær vikur til að undirbúa okkur í næsta leik og við munum gera það. Enska úrvalsdeildin er ótrúlega erfið. Sumt fólk segir að titilbaráttan er búin og það er jákvætt fyrir okkur því titilbaráttan er mjög erfið og þetta er alls ekki búið. Titilbaráttan var ekki búinn fyrir tveimur vikum síðan og hún verður ekki búinn eftir þrjár vikur,“ svaraði Guardiola, aðspurður að því hvort þetta jafntefli hafi einhver áhrif á trú liðsins að sigra deildina. City er þrátt fyrir jafnteflið með 12 stiga forskot á Liverpool sem er í öðru sæti. Liverpool á þó tvo leiki til góða en Liverpool spilar gegn Crystal Palace á morgun. „Ég væri til í að hafa 40 stiga forskot á Liverpool og Chelsea og það væri draumur en það er ekki mögulegt í janúar. Þeir eru með frábær lið og ég bjóst ekki við því að vera með þetta forskot á þessum tímapunkti en þetta er ekki búið. Þessi lið munu sækja fullt af stigum,“ sagði Guardiola að endingu.
Enski boltinn Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ „Ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Leik lokið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Muslera með mark og Mourinho súr Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn