Ótrúleg endurkoma Atletico Madrid Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 22. janúar 2022 23:00 Hetjan Hermoso í baráttunni EPA-EFE/Rodrigo Jimenez Atletico Madrid mætti Valencia í kvöld í spænsku úrvalsdeildinni, La Liga. Spænsku meistararnir hafa ekki verið að ná góðum úrslitum undanfarið en unnu ótrúlegan sigur í kvöld, 3-2, eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Til mikils var að vinna fyrir Atletico Madrid sem gat með sigri komist í fjórða sæti deildarinnar, sem gefur meistardeildarsæti. Valencia siglir hins vegar lygnan sjó um miðja deild en forráðamenn liðsins eru væntanlega ekki ánægðir með það. Gestirnir frá Valencia byrjuðu mun betur og komust yfir á 25. mínútu leiksins. Þar var á ferðinni Yunus Musah sem fékk boltann í skyndisókn og kláraði færið vel. Hlutirnir versnuðu bara fyrir heimamenn því að á 44. mínútu komst Valencia í 0-2. Nú var það Hugo Duro sem skoraði eftir að hafa sloppið óvænt í gegn eftir darraðadans á vítateigslínu Atletico. Staðan 0-2 í halfleik og útlitið dökkt fyrir spænsku meistarana. Madrídingar klóruðu í bakkann á 64. mínútu þegar að Matheus Cunha skoraði eftir hornspyrnu. Cunha fékk einhvernvegin boltann meter frá markinu og þakkaði fyrir sig. Afleitur varnarleikur. Það var svo ekki fyrr en á 90. mínútu sem Atletico jafnaði leikinn með marki frá Angel Correa sem skoraði eftir að Jaume Domenech hafði varið skot frá Luis Suarez. Atletico tókst svo á ótrúlegan hátt að vinna leikinn með marki frá Mario Hermoso á 93. mínútu. Cunha átti þá fasta fyrirgjöf sem Hermoso skilaði í markið. Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Atletico Madrid sem fór upp í fjórða sætið með sigrinum. Valencia situr í níunda sætinu. Spænski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira
Til mikils var að vinna fyrir Atletico Madrid sem gat með sigri komist í fjórða sæti deildarinnar, sem gefur meistardeildarsæti. Valencia siglir hins vegar lygnan sjó um miðja deild en forráðamenn liðsins eru væntanlega ekki ánægðir með það. Gestirnir frá Valencia byrjuðu mun betur og komust yfir á 25. mínútu leiksins. Þar var á ferðinni Yunus Musah sem fékk boltann í skyndisókn og kláraði færið vel. Hlutirnir versnuðu bara fyrir heimamenn því að á 44. mínútu komst Valencia í 0-2. Nú var það Hugo Duro sem skoraði eftir að hafa sloppið óvænt í gegn eftir darraðadans á vítateigslínu Atletico. Staðan 0-2 í halfleik og útlitið dökkt fyrir spænsku meistarana. Madrídingar klóruðu í bakkann á 64. mínútu þegar að Matheus Cunha skoraði eftir hornspyrnu. Cunha fékk einhvernvegin boltann meter frá markinu og þakkaði fyrir sig. Afleitur varnarleikur. Það var svo ekki fyrr en á 90. mínútu sem Atletico jafnaði leikinn með marki frá Angel Correa sem skoraði eftir að Jaume Domenech hafði varið skot frá Luis Suarez. Atletico tókst svo á ótrúlegan hátt að vinna leikinn með marki frá Mario Hermoso á 93. mínútu. Cunha átti þá fasta fyrirgjöf sem Hermoso skilaði í markið. Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Atletico Madrid sem fór upp í fjórða sætið með sigrinum. Valencia situr í níunda sætinu.
Spænski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira