Enrique og Lopetegui á lista United Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2022 20:00 Luis Enrique hefur komið spænska landsliðinu á rétta braut og liðið rétt missti af úrslitaleiknum á EM eftir tap gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Getty/Jose Luis Contreras Núverandi og fyrrverandi landsliðsþjálfarar Spánar eru á fjögurra manna lista Manchester United yfir þá sem forráðamenn félagsins íhuga að ráða sem næsta knattspyrnustjóra. Þjóðverjinn Ralf Rangnick var ráðinn til að stýra United út leiktíðina eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn í nóvember. Í sumar skiptir Rangnick svo um starf og verður ráðgjafi fyrir enska félagið. Stjóraleit United hefur því staðið yfir síðustu mánuði og samkvæmt hinum virta miðli The Athletic er United núna að hefja ráðningarferlið. Annar að gera góða hluti með spænska landsliðið en hinn rekinn þaðan fyrir að semja við Real Fjórir valkostir koma til greina, samkvæmt The Athletic. Lengi hefur verið vitað að Mauricio Pochettino, sem stýrir PSG, og Erik ten Hag hjá Ajax væru á listanum, en þar eru einnig tveir Spánverjar, þeir Luis Enrique og Julen Lopetegui. Enrique hefur stýrt spænska landsliðinu frá árinu 2018, með stuttu hléi vegna veikinda dóttur sinnar sem lést úr krabbameini aðeins 9 ára gömul í ágúst 2019. Enrique kom Spáni í undanúrslit á EM síðasta sumar þar sem liðið tapaði í vítaspyrnukeppni gegn verðandi meisturum Ítalíu. Lopetegui er stjóri Sevilla og stýrði liðinu til sigurs í Evrópudeildinni árið 2020. Hann var landsliðsþjálfari Spánar frá 2016-2018 en var rekinn örfáum dögum áður en Spánn hóf keppni á HM, eftir að upp komst að hann hefði gert samkomulag við Real Madrid um að taka við liðinu. Hann entist aðeins rétt rúma tvo mánuði í starfi hjá Madrid. United vann West Ham 1-0 um helgina, með sigurmarki Marcus Rashford á síðustu stundu, og er sem stendur í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira
Þjóðverjinn Ralf Rangnick var ráðinn til að stýra United út leiktíðina eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn í nóvember. Í sumar skiptir Rangnick svo um starf og verður ráðgjafi fyrir enska félagið. Stjóraleit United hefur því staðið yfir síðustu mánuði og samkvæmt hinum virta miðli The Athletic er United núna að hefja ráðningarferlið. Annar að gera góða hluti með spænska landsliðið en hinn rekinn þaðan fyrir að semja við Real Fjórir valkostir koma til greina, samkvæmt The Athletic. Lengi hefur verið vitað að Mauricio Pochettino, sem stýrir PSG, og Erik ten Hag hjá Ajax væru á listanum, en þar eru einnig tveir Spánverjar, þeir Luis Enrique og Julen Lopetegui. Enrique hefur stýrt spænska landsliðinu frá árinu 2018, með stuttu hléi vegna veikinda dóttur sinnar sem lést úr krabbameini aðeins 9 ára gömul í ágúst 2019. Enrique kom Spáni í undanúrslit á EM síðasta sumar þar sem liðið tapaði í vítaspyrnukeppni gegn verðandi meisturum Ítalíu. Lopetegui er stjóri Sevilla og stýrði liðinu til sigurs í Evrópudeildinni árið 2020. Hann var landsliðsþjálfari Spánar frá 2016-2018 en var rekinn örfáum dögum áður en Spánn hóf keppni á HM, eftir að upp komst að hann hefði gert samkomulag við Real Madrid um að taka við liðinu. Hann entist aðeins rétt rúma tvo mánuði í starfi hjá Madrid. United vann West Ham 1-0 um helgina, með sigurmarki Marcus Rashford á síðustu stundu, og er sem stendur í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira