Engar sýnatökur fyrir fullbólusetta ferðalanga Fanndís Birna Logadóttir skrifar 24. janúar 2022 19:00 Samgönguráðherra Bretlands segir að með breytingunni sé verið að skilja takmarkanir á ferðalanga eftir í fortíðinni. Vísir/Getty Frá 11. febrúar munu fullbólusettir einstaklingar ekki þurfa að fara í sýnatöku við komuna til Englands. Fyrr í mánuðinum var ákveðið að hverfa frá kröfu um sýnatöku fyrir komuna til landsins. Samgönguráðherra Bretlands segir breytinguna stórt skref. Einstaklingar sem eru fullbólusettir munu bráðum ekki þurfa að fara í sýnatöku fyrir Covid-19 við komuna til Englands en Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, tilkynnti í dag fyrir neðri deild breska þingsins að breytingarnar kæmu til með að taka gildi þann 11. febrúar næstkomandi. Að sögn Shapps munu breytingarnar koma til með að spara fjölskyldum um hundrað pund við ferðalög erlendis og gera það að verkum að ferðaþjónustan komist aftur á fætur. Fyrr í janúar tók ríkisstjórnin þá ákvörðun að fullbólusettir þurfi ekki að taka próf fyrir komuna til Englands. „Við ætlum að tryggja að 2022 verði árið sem að takmarkanir á ferðalög, útgöngubönn og takmarkanir á líf fólks verði skilin eftir í fortíðinni,“ sagði Schapps. Að því er kemur fram í frétt BBC hefur einnig verið slakað á reglum fyrir óbólusetta ferðamenn en þeir munu ekki þurfa að taka próf á áttunda degi eftir komuna. Þeir munu þó áfram þurfa að fara í próf fyrir komuna til Englands og á öðrum degi eftir komuna. Einnig stendur til að samþykkja bólusetningarvottorð frá ríkisborgurum 16 landa til viðbótar, þar á meðal Kína og Mexíkó, og verða þar með bólusetningarvottorð frá 180 ríkjum og landsvæðum tekin gild. Aðilar innan ferðaþjónustunnar í Bretlandi fögnuðu ákvörðuninni í dag og sögðu breytinguna síðasta skrefið í takmarkalausum ferðalögum. Atvinnugreinasamtökin LTIO segja þó varhugavert að slaka svona mikið á svo snemma. Formaður samtakanna, Tom Watson, segir að eina leiðin til að halda landinu frá útgöngubanni og öðrum hörðum aðgerðum sé með sýnatökum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland England Bólusetningar Ferðalög Tengdar fréttir Farga milljónum bóluefnaskammta þrátt fyrir lágt bólusetningarhlutfall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að ríki heims einblíni á að tryggja ríkisborgurum sínum örvunarskammta af bóluefninu gegn Covid-19. Frekar eigi að einblína á að tryggja öllum heimsbúum grunnbólusetningu til að stemma stigu við frekari þróun veirunnar. 23. janúar 2022 21:56 Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54 Bólusettir ferðamenn ekki í sýnatöku fyrir flug Bólusettir ferðalangar á leið til Englands þurfa ekki lengur að fara í fara í sýnatöku 48 klukkustundum fyrir komuna til landsins. Þá þurfa ferðamenn heldur ekki að vera í sóttkví á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr PCR prófi. 5. janúar 2022 21:35 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Einstaklingar sem eru fullbólusettir munu bráðum ekki þurfa að fara í sýnatöku fyrir Covid-19 við komuna til Englands en Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, tilkynnti í dag fyrir neðri deild breska þingsins að breytingarnar kæmu til með að taka gildi þann 11. febrúar næstkomandi. Að sögn Shapps munu breytingarnar koma til með að spara fjölskyldum um hundrað pund við ferðalög erlendis og gera það að verkum að ferðaþjónustan komist aftur á fætur. Fyrr í janúar tók ríkisstjórnin þá ákvörðun að fullbólusettir þurfi ekki að taka próf fyrir komuna til Englands. „Við ætlum að tryggja að 2022 verði árið sem að takmarkanir á ferðalög, útgöngubönn og takmarkanir á líf fólks verði skilin eftir í fortíðinni,“ sagði Schapps. Að því er kemur fram í frétt BBC hefur einnig verið slakað á reglum fyrir óbólusetta ferðamenn en þeir munu ekki þurfa að taka próf á áttunda degi eftir komuna. Þeir munu þó áfram þurfa að fara í próf fyrir komuna til Englands og á öðrum degi eftir komuna. Einnig stendur til að samþykkja bólusetningarvottorð frá ríkisborgurum 16 landa til viðbótar, þar á meðal Kína og Mexíkó, og verða þar með bólusetningarvottorð frá 180 ríkjum og landsvæðum tekin gild. Aðilar innan ferðaþjónustunnar í Bretlandi fögnuðu ákvörðuninni í dag og sögðu breytinguna síðasta skrefið í takmarkalausum ferðalögum. Atvinnugreinasamtökin LTIO segja þó varhugavert að slaka svona mikið á svo snemma. Formaður samtakanna, Tom Watson, segir að eina leiðin til að halda landinu frá útgöngubanni og öðrum hörðum aðgerðum sé með sýnatökum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland England Bólusetningar Ferðalög Tengdar fréttir Farga milljónum bóluefnaskammta þrátt fyrir lágt bólusetningarhlutfall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að ríki heims einblíni á að tryggja ríkisborgurum sínum örvunarskammta af bóluefninu gegn Covid-19. Frekar eigi að einblína á að tryggja öllum heimsbúum grunnbólusetningu til að stemma stigu við frekari þróun veirunnar. 23. janúar 2022 21:56 Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54 Bólusettir ferðamenn ekki í sýnatöku fyrir flug Bólusettir ferðalangar á leið til Englands þurfa ekki lengur að fara í fara í sýnatöku 48 klukkustundum fyrir komuna til landsins. Þá þurfa ferðamenn heldur ekki að vera í sóttkví á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr PCR prófi. 5. janúar 2022 21:35 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Farga milljónum bóluefnaskammta þrátt fyrir lágt bólusetningarhlutfall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að ríki heims einblíni á að tryggja ríkisborgurum sínum örvunarskammta af bóluefninu gegn Covid-19. Frekar eigi að einblína á að tryggja öllum heimsbúum grunnbólusetningu til að stemma stigu við frekari þróun veirunnar. 23. janúar 2022 21:56
Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54
Bólusettir ferðamenn ekki í sýnatöku fyrir flug Bólusettir ferðalangar á leið til Englands þurfa ekki lengur að fara í fara í sýnatöku 48 klukkustundum fyrir komuna til landsins. Þá þurfa ferðamenn heldur ekki að vera í sóttkví á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr PCR prófi. 5. janúar 2022 21:35