Róbert tók Elliða í fjarkennslu í að klára færin og sagði honum að nota Rússatrixið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2022 11:01 Elliði Snær Viðarsson hefur átt góða leiki með íslenska landsliðinu á EM. getty/Sanjin Strukic Róbert Gunnarsson er ánægður með Elliða Snæ Viðarsson og frammistöðu hans með íslenska handboltalandsliðinu en vill sjá hann klára færin sín betur. Elliði skoraði eitt mark úr þremur skotum þegar Ísland tapaði fyrir Króatíu, 22-23, í milliriðli I á EM í gær. Ásgeir Örn Hallgrímsson er búinn að fá nóg af tilraunum Elliða til að vippa yfir markverði en Róbert er ekki alveg sammála. „Það er í raun ekkert að því að vippa en vippan þarf bara að vera betri. Hann á að vippa almennilega, snúa hann eða skjóta almennilega á markið,“ sagði Róbert í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar þar sem þeir Ásgeir Örn fóru yfir leikinn gegn Króatíu með Stefáni Árna Pálssyni. Ivan Pesic, markvörður Króatíu, greip vippu Elliða í leiknum án mikilla vandræða. Róbert er á því að það hafi haft áhrif á Eyjamanninn þegar hann klikkaði á dauðafæri undir lok leiks þegar hann gat komið Íslandi tveimur mörkum yfir. „Svo klikkaði aftur undir lokin sem var dýrt. Þetta vinnur á móti honum. Auðvitað missir hann niður smá sjálfstraust því hann greip vippuna hans. Hann þurfti ekki að teygja sig í hann. Þá verður hann kannski aðeins stífari og skýtur beint í hann þegar hann hefði átt að vippa því markvörðurinn kom svo langt út á móti,“ sagði Róbert. Róbert er einn allra besti línumaður sem Ísland hefur átt og gaf Elliða nokkur góð ráð þegar kemur að því að skora úr færunum sínum. „Mér finnst Elliði æðislegur og hann gerir margt rosalega flott. Hann þarf bara aðeins meiri yfirvegun í skotin, bíða, telja upp að þremur og skjóta svo. Þetta mun koma hjá honum. Hann er á flottri vegferð,“ sagði Róbert. „Einn góður Rússi kenndi mér þetta. Ef þú hoppar upp teldu upp að þremur í huganum áður en þú skýtur. Ég gerði þetta allan minn feril, reyndi að telja, sérstaklega þegar mikið var undir. Þá þurftirðu að nota einhver trix til að vera í jafnvægi. Þá er mjög gott að gera þetta, ef þú hefur tíma. Þú hefur auðvitað ekki alltaf tíma.“ Róbert segir að listin að klára færin sín snúist líka um það að plata markvörðinn. „Þú þarft að hóta skotinu annars staðar áður en þú vippar. Þú mátt ekki sýna vippuna of fljótt. Hornamenn gera þetta oft, sýna alltof fljótt hvað þeir ætla að gera. Þetta er sölumennska. Þú þarft að sýna markverðinum annað en þú ætlar að gera,“ sagði Róbert. Hlusta má á EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Elliði skoraði eitt mark úr þremur skotum þegar Ísland tapaði fyrir Króatíu, 22-23, í milliriðli I á EM í gær. Ásgeir Örn Hallgrímsson er búinn að fá nóg af tilraunum Elliða til að vippa yfir markverði en Róbert er ekki alveg sammála. „Það er í raun ekkert að því að vippa en vippan þarf bara að vera betri. Hann á að vippa almennilega, snúa hann eða skjóta almennilega á markið,“ sagði Róbert í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar þar sem þeir Ásgeir Örn fóru yfir leikinn gegn Króatíu með Stefáni Árna Pálssyni. Ivan Pesic, markvörður Króatíu, greip vippu Elliða í leiknum án mikilla vandræða. Róbert er á því að það hafi haft áhrif á Eyjamanninn þegar hann klikkaði á dauðafæri undir lok leiks þegar hann gat komið Íslandi tveimur mörkum yfir. „Svo klikkaði aftur undir lokin sem var dýrt. Þetta vinnur á móti honum. Auðvitað missir hann niður smá sjálfstraust því hann greip vippuna hans. Hann þurfti ekki að teygja sig í hann. Þá verður hann kannski aðeins stífari og skýtur beint í hann þegar hann hefði átt að vippa því markvörðurinn kom svo langt út á móti,“ sagði Róbert. Róbert er einn allra besti línumaður sem Ísland hefur átt og gaf Elliða nokkur góð ráð þegar kemur að því að skora úr færunum sínum. „Mér finnst Elliði æðislegur og hann gerir margt rosalega flott. Hann þarf bara aðeins meiri yfirvegun í skotin, bíða, telja upp að þremur og skjóta svo. Þetta mun koma hjá honum. Hann er á flottri vegferð,“ sagði Róbert. „Einn góður Rússi kenndi mér þetta. Ef þú hoppar upp teldu upp að þremur í huganum áður en þú skýtur. Ég gerði þetta allan minn feril, reyndi að telja, sérstaklega þegar mikið var undir. Þá þurftirðu að nota einhver trix til að vera í jafnvægi. Þá er mjög gott að gera þetta, ef þú hefur tíma. Þú hefur auðvitað ekki alltaf tíma.“ Róbert segir að listin að klára færin sín snúist líka um það að plata markvörðinn. „Þú þarft að hóta skotinu annars staðar áður en þú vippar. Þú mátt ekki sýna vippuna of fljótt. Hornamenn gera þetta oft, sýna alltof fljótt hvað þeir ætla að gera. Þetta er sölumennska. Þú þarft að sýna markverðinum annað en þú ætlar að gera,“ sagði Róbert. Hlusta má á EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni