Róbert tók Elliða í fjarkennslu í að klára færin og sagði honum að nota Rússatrixið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2022 11:01 Elliði Snær Viðarsson hefur átt góða leiki með íslenska landsliðinu á EM. getty/Sanjin Strukic Róbert Gunnarsson er ánægður með Elliða Snæ Viðarsson og frammistöðu hans með íslenska handboltalandsliðinu en vill sjá hann klára færin sín betur. Elliði skoraði eitt mark úr þremur skotum þegar Ísland tapaði fyrir Króatíu, 22-23, í milliriðli I á EM í gær. Ásgeir Örn Hallgrímsson er búinn að fá nóg af tilraunum Elliða til að vippa yfir markverði en Róbert er ekki alveg sammála. „Það er í raun ekkert að því að vippa en vippan þarf bara að vera betri. Hann á að vippa almennilega, snúa hann eða skjóta almennilega á markið,“ sagði Róbert í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar þar sem þeir Ásgeir Örn fóru yfir leikinn gegn Króatíu með Stefáni Árna Pálssyni. Ivan Pesic, markvörður Króatíu, greip vippu Elliða í leiknum án mikilla vandræða. Róbert er á því að það hafi haft áhrif á Eyjamanninn þegar hann klikkaði á dauðafæri undir lok leiks þegar hann gat komið Íslandi tveimur mörkum yfir. „Svo klikkaði aftur undir lokin sem var dýrt. Þetta vinnur á móti honum. Auðvitað missir hann niður smá sjálfstraust því hann greip vippuna hans. Hann þurfti ekki að teygja sig í hann. Þá verður hann kannski aðeins stífari og skýtur beint í hann þegar hann hefði átt að vippa því markvörðurinn kom svo langt út á móti,“ sagði Róbert. Róbert er einn allra besti línumaður sem Ísland hefur átt og gaf Elliða nokkur góð ráð þegar kemur að því að skora úr færunum sínum. „Mér finnst Elliði æðislegur og hann gerir margt rosalega flott. Hann þarf bara aðeins meiri yfirvegun í skotin, bíða, telja upp að þremur og skjóta svo. Þetta mun koma hjá honum. Hann er á flottri vegferð,“ sagði Róbert. „Einn góður Rússi kenndi mér þetta. Ef þú hoppar upp teldu upp að þremur í huganum áður en þú skýtur. Ég gerði þetta allan minn feril, reyndi að telja, sérstaklega þegar mikið var undir. Þá þurftirðu að nota einhver trix til að vera í jafnvægi. Þá er mjög gott að gera þetta, ef þú hefur tíma. Þú hefur auðvitað ekki alltaf tíma.“ Róbert segir að listin að klára færin sín snúist líka um það að plata markvörðinn. „Þú þarft að hóta skotinu annars staðar áður en þú vippar. Þú mátt ekki sýna vippuna of fljótt. Hornamenn gera þetta oft, sýna alltof fljótt hvað þeir ætla að gera. Þetta er sölumennska. Þú þarft að sýna markverðinum annað en þú ætlar að gera,“ sagði Róbert. Hlusta má á EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Elliði skoraði eitt mark úr þremur skotum þegar Ísland tapaði fyrir Króatíu, 22-23, í milliriðli I á EM í gær. Ásgeir Örn Hallgrímsson er búinn að fá nóg af tilraunum Elliða til að vippa yfir markverði en Róbert er ekki alveg sammála. „Það er í raun ekkert að því að vippa en vippan þarf bara að vera betri. Hann á að vippa almennilega, snúa hann eða skjóta almennilega á markið,“ sagði Róbert í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar þar sem þeir Ásgeir Örn fóru yfir leikinn gegn Króatíu með Stefáni Árna Pálssyni. Ivan Pesic, markvörður Króatíu, greip vippu Elliða í leiknum án mikilla vandræða. Róbert er á því að það hafi haft áhrif á Eyjamanninn þegar hann klikkaði á dauðafæri undir lok leiks þegar hann gat komið Íslandi tveimur mörkum yfir. „Svo klikkaði aftur undir lokin sem var dýrt. Þetta vinnur á móti honum. Auðvitað missir hann niður smá sjálfstraust því hann greip vippuna hans. Hann þurfti ekki að teygja sig í hann. Þá verður hann kannski aðeins stífari og skýtur beint í hann þegar hann hefði átt að vippa því markvörðurinn kom svo langt út á móti,“ sagði Róbert. Róbert er einn allra besti línumaður sem Ísland hefur átt og gaf Elliða nokkur góð ráð þegar kemur að því að skora úr færunum sínum. „Mér finnst Elliði æðislegur og hann gerir margt rosalega flott. Hann þarf bara aðeins meiri yfirvegun í skotin, bíða, telja upp að þremur og skjóta svo. Þetta mun koma hjá honum. Hann er á flottri vegferð,“ sagði Róbert. „Einn góður Rússi kenndi mér þetta. Ef þú hoppar upp teldu upp að þremur í huganum áður en þú skýtur. Ég gerði þetta allan minn feril, reyndi að telja, sérstaklega þegar mikið var undir. Þá þurftirðu að nota einhver trix til að vera í jafnvægi. Þá er mjög gott að gera þetta, ef þú hefur tíma. Þú hefur auðvitað ekki alltaf tíma.“ Róbert segir að listin að klára færin sín snúist líka um það að plata markvörðinn. „Þú þarft að hóta skotinu annars staðar áður en þú vippar. Þú mátt ekki sýna vippuna of fljótt. Hornamenn gera þetta oft, sýna alltof fljótt hvað þeir ætla að gera. Þetta er sölumennska. Þú þarft að sýna markverðinum annað en þú ætlar að gera,“ sagði Róbert. Hlusta má á EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn