Greint var frá því fyrr í dag að Hodgseon þætti líklegastur til að taka við liðinu eftir að Claudio Ranieri var látinn taka poka sinn í gær, en nú hefur sá orðrómur verið staðfestur af úrvalsdeildarfélaginu.
We are delighted to confirm the appointment of Roy Hodgson as the club's manager.
— Watford Football Club (@WatfordFC) January 25, 2022
Welcome to Watford, Roy!
Hodgson tekur við Watford í nítjánda sæti deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti, og fær því það verkefni að reyna að bjarga liðinu frá falli.
Hodgson var síðast þjálfari Crystal Palace, en hann lét af störfum þar í lok seinasta tímabils. Watford er sautjánda liðið sem Hodgson stýrir á 46 ára þjálfarferli sínum, en hann er elsti þjálfari ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.
Á löngum þjálfaraferli sínum hefur Englendingurinn meðal annars þjálfað Liverpool, Inter Milan, Fulham og enska landsliðið. Hodgson var þjálfari enska landsliðsins þegar liðið féll úr leik á Evrópumótinu árið 2016 í frægum leik gegn Íslandi.