Körfubolti

Martin stigahæstur í öruggum sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Martin Hermannsson var stigahæsti maður vallarins í kvöld.
Martin Hermannsson var stigahæsti maður vallarins í kvöld. Borja B. Hojas/Getty Images for Hereda San Pablo Burgos

Martin Hermannsson var stigahæsti maður vallarins er Valencia vann öruggan 27 stiga sigur gegn Buducnost í Evrópubikarkeppni karla í körfubolta í kvöld, 103-76.

Eftir jafna byrjun tóku Martin og félagar góða skorpu í lok fyrsta leikhluta on náðu þar átta stiga forskoti. Liðið tók svo öll völd fyrir hálfleik og í öðrum leikhluta tóku Martin og félagar meðal annars 15-0 áhlaup.

Meira jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik, en heimamenn í Valencia hleyptu gestunum aldrei nálægt sér. Liðið hélt um það bil tuttugu stiga forskoti það sem eftir lifði leiks og vann að lokum öruggan 27 stiga sigur, 103-76.

Martin var eins og áður segir stigahæsti maður vallarins með 16 stig, en hann gaf einnig fjórar stoðsendingar. Liðin voru fyrir leik jöfn í öðru og þriðja sæti B-riðils með sjö sigra og þrjú töp, en sigurinn í kvöld lyftir Martin og félögum í toppsæti riðilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×