Hafa stefnt Almennri innheimtu og eiganda félagsins Eiður Þór Árnason skrifar 26. janúar 2022 08:39 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Neytendasamtökin hafa stefnt lögmanninum Gísla Kristbirni Björnssyni, fyrirtæki hans Almennri innheimtu ehf. og tryggingafélaginu Verði vegna smálánainnheimtu. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag. Almenn innheimta er hætt starfsemi en það sá um innheimtu á kröfusafni Ecommerce 2020, sem veitti meðal annars smálán í nafni Hraðpeninga, Kredia og Smálána. Dómsmálið er sagt snúast um nokkra tugi þúsunda króna og vera prófmál á aðferðir sem fyrirtæki hafi beitt við innheimtu smálána. Telja Neytendasamtökin innheimtuna ólöglega og innheimtukostnað of háan. Þá hafi eftirlit skort með starfseminni. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Fréttablaðið að aðalkrafa þeirra sé að héraðsdómur viðurkenni að innheimtuaðilar verði að kanna lögmæti krafna sinna og fari ekki í „sýndarinnheimtu á kröfum sem eru í hæsta máta vafasamar.“ Úrskurðuðu að félagið hafi brotið lög Kröfusafn eCommerce 2020 var í fyrra keypt af BPO Innheimtu ehf. Fjármálaeftirlit Seðlabankans komst að þeirri niðurstöðu að BPO Innheimta hafi brotið gegn lögum þegar það hóf innheimtu á áðurnefndu kröfusafni án þess að gera fullnægjandi könnun á kröfunum. Þá sektaði Neytendastofa fyrirtækið um 1,5 milljón króna síðasta sumar fyrir „umfangsmikil“ og „alvarleg“ brot á markaði. Neytendasamtökin hafa gagnrýnt að Almenn innheimta hafi starfað án eftirlits og gengið hart fram í innheimtu á smálánakröfum sem voru ólöglegar að mati samtakanna. Úrskurðarnefnd lögmanna komst að þeirri niðurstöðu árið 2020 að Almenn innheimta hafi brotið innheimtulög og veitti eigenda fyrirtækisins áminningu. Smálán Neytendur Dómsmál Tengdar fréttir BPO braut lög við innheimtu smálánakrafna BPO Innheimta ehf. braut gegn innheimtulögum við innheimtu á smálánakröfum vorið 2021. Þetta er niðurstaða Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sem hefur gert athugun á starfsháttum fyrirtækisins. 6. janúar 2022 12:23 Sekta BPO Innheimtu vegna „umfangsmikilla og alvarlegra“ brota á smálánamarkaði Neytendastofa hefur sektað innheimtufyrirtækið BPO Innheimtu um 1,5 milljón króna fyrir „umfangsmikil“ og „alvarleg“ brot á markaði. Starfshættir fyrirtækisins varðandi kröfur í heimabanka eru sagðir hafa verið villandi gagnvart neytendum og brotið í bága við góða og réttmæta viðskiptahætti, en kröfurnar hækkuðu umtalsvert skömmu eftir birtingu þeirra. 11. júní 2021 13:12 Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. 14. maí 2020 17:54 Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Sjá meira
Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag. Almenn innheimta er hætt starfsemi en það sá um innheimtu á kröfusafni Ecommerce 2020, sem veitti meðal annars smálán í nafni Hraðpeninga, Kredia og Smálána. Dómsmálið er sagt snúast um nokkra tugi þúsunda króna og vera prófmál á aðferðir sem fyrirtæki hafi beitt við innheimtu smálána. Telja Neytendasamtökin innheimtuna ólöglega og innheimtukostnað of háan. Þá hafi eftirlit skort með starfseminni. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Fréttablaðið að aðalkrafa þeirra sé að héraðsdómur viðurkenni að innheimtuaðilar verði að kanna lögmæti krafna sinna og fari ekki í „sýndarinnheimtu á kröfum sem eru í hæsta máta vafasamar.“ Úrskurðuðu að félagið hafi brotið lög Kröfusafn eCommerce 2020 var í fyrra keypt af BPO Innheimtu ehf. Fjármálaeftirlit Seðlabankans komst að þeirri niðurstöðu að BPO Innheimta hafi brotið gegn lögum þegar það hóf innheimtu á áðurnefndu kröfusafni án þess að gera fullnægjandi könnun á kröfunum. Þá sektaði Neytendastofa fyrirtækið um 1,5 milljón króna síðasta sumar fyrir „umfangsmikil“ og „alvarleg“ brot á markaði. Neytendasamtökin hafa gagnrýnt að Almenn innheimta hafi starfað án eftirlits og gengið hart fram í innheimtu á smálánakröfum sem voru ólöglegar að mati samtakanna. Úrskurðarnefnd lögmanna komst að þeirri niðurstöðu árið 2020 að Almenn innheimta hafi brotið innheimtulög og veitti eigenda fyrirtækisins áminningu.
Smálán Neytendur Dómsmál Tengdar fréttir BPO braut lög við innheimtu smálánakrafna BPO Innheimta ehf. braut gegn innheimtulögum við innheimtu á smálánakröfum vorið 2021. Þetta er niðurstaða Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sem hefur gert athugun á starfsháttum fyrirtækisins. 6. janúar 2022 12:23 Sekta BPO Innheimtu vegna „umfangsmikilla og alvarlegra“ brota á smálánamarkaði Neytendastofa hefur sektað innheimtufyrirtækið BPO Innheimtu um 1,5 milljón króna fyrir „umfangsmikil“ og „alvarleg“ brot á markaði. Starfshættir fyrirtækisins varðandi kröfur í heimabanka eru sagðir hafa verið villandi gagnvart neytendum og brotið í bága við góða og réttmæta viðskiptahætti, en kröfurnar hækkuðu umtalsvert skömmu eftir birtingu þeirra. 11. júní 2021 13:12 Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. 14. maí 2020 17:54 Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Sjá meira
BPO braut lög við innheimtu smálánakrafna BPO Innheimta ehf. braut gegn innheimtulögum við innheimtu á smálánakröfum vorið 2021. Þetta er niðurstaða Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sem hefur gert athugun á starfsháttum fyrirtækisins. 6. janúar 2022 12:23
Sekta BPO Innheimtu vegna „umfangsmikilla og alvarlegra“ brota á smálánamarkaði Neytendastofa hefur sektað innheimtufyrirtækið BPO Innheimtu um 1,5 milljón króna fyrir „umfangsmikil“ og „alvarleg“ brot á markaði. Starfshættir fyrirtækisins varðandi kröfur í heimabanka eru sagðir hafa verið villandi gagnvart neytendum og brotið í bága við góða og réttmæta viðskiptahætti, en kröfurnar hækkuðu umtalsvert skömmu eftir birtingu þeirra. 11. júní 2021 13:12
Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. 14. maí 2020 17:54