Ráðinn framkvæmdastjóri hjá Brimi eftir heimaslátrunarævintýri Matís Eiður Þór Árnason skrifar 26. janúar 2022 12:49 Sveinn hefur sýnt eftirtektarvert frumkvæði og þor í störfum sínum að mati forstjóra Brims. Samsett Sveinn Margeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftslagsmála hjá Brimi hf. Sveinn mun taka formlega til starfa þann 1. ágúst næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Brimi en að sögn félagsins verður hlutverk Sveins að skapa tækifæri til verðmætaaukningar í starfsemi og nærsamfélagi Brims og leiða framkvæmd stefnu félagsins á sviði nýsköpunar, vöruþróunar og loftslagsmála. „Viðfangsefni hans er að gæta að virðisauka í öllum starfsþáttum félagsins og heildarhagsmunum Brims til lengri tíma. Með ráðningu Sveins stefnir Brim að aukinni samvinnu við íslensk og alþjóðleg fyrirtæki, háskóla og rannsóknarstofnanir á sviði sjálfbærrar nýtingar hráefna og vistvæns rekstrar í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna,“ segir á vef fyrirtækisins. Sveinn er með doktorspróf í iðnaðarverkfræði og hefur lokið stjórnunarnámi við Harvard Business School. Sveinn hefur starfað sem sjálfstæður ráðgjafi á sviði nýsköpunar og stefnumótunar, einkum tengt sjávarútvegi og verðmætasköpun í landbúnaði. Hann gegndi áður starfi forstjóra, sviðsstjóra og deildarstjóra hjá Matís og hefur verið sveitarstjóri Skútustaðahrepps frá 2020. Ákærður fyrir að eiga þátt í ólöglegri sölu Sveinn komst í fréttir árið 2019 þegar hann var ákærður fyrir brot á lögum um slátrun og sláturaðferðir með því að hafa staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti sem slátrað var utan löggilts sláturhúss á bændamarkaði í Skagafirði. Hin meintu brot áttu sér stað á meðan hann starfaði hjá Matís en salan og framleiðslan var hluti af tilraunaverkefni sem Matís hafði umsjón með. Á markaðnum var meðal annars selt kjöt af lömbum sem hafði verið slátrað í samræmi við verklag sem Matís hafði lagt til. Sveinn neitaði sök í málinu og var sýknaður af ákærunni í Héraðsdómi Norðurlands vestra. Hann hafði þá verið rekinn frá Matís árið 2018, þremur vikum eftir að Matvælastofnun fór þess á leit við lögreglu að rannsókn yrði hafin á málinu. Lykilinn að lausn loftslagsmála „Það er ánægjulegt að fá Svein í Brim teymið. Hann hefur í störfum sínum sýnt eftirtektarvert frumkvæði og þor, sem eru nauðsynlegir eiginleikar þegar leiða skal Brim enn frekar inn á brautir sjálfbærrar þróunar, nýsköpunar og alþjóðlegs samstarfs,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í tilkynningu um ráðninguna. „Nýsköpun og samfélagsleg ábyrgð eru lykillinn að lausn loftslagsmála, sem er stærsta áskorunin sem mannkynið stendur nú frammi fyrir. Brim hefur sýnt í verki mikla ábyrgð í umgengni við náttúru og samfélög. Það er afar spennandi að geta haft áhrif á stefnu hjá öflugu sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi við uppbyggingu á hringrásarhagkerfi og vistkerfi nýsköpunar,“ segir Sveinn. Vistaskipti Sjávarútvegur Brim Tengdar fréttir Brottreksturinn grátbroslegur nú þegar leyfa á heimaslátrun: „Óska engum þess að fara í gegnum þetta“ Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps og fyrrverandi forstjóri Matís, fagnar því að loks standi til að leyfa bændum að slátra sauðfé og geitum á búum sínum og dreifa á markaði. 9. maí 2021 20:01 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Brimi en að sögn félagsins verður hlutverk Sveins að skapa tækifæri til verðmætaaukningar í starfsemi og nærsamfélagi Brims og leiða framkvæmd stefnu félagsins á sviði nýsköpunar, vöruþróunar og loftslagsmála. „Viðfangsefni hans er að gæta að virðisauka í öllum starfsþáttum félagsins og heildarhagsmunum Brims til lengri tíma. Með ráðningu Sveins stefnir Brim að aukinni samvinnu við íslensk og alþjóðleg fyrirtæki, háskóla og rannsóknarstofnanir á sviði sjálfbærrar nýtingar hráefna og vistvæns rekstrar í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna,“ segir á vef fyrirtækisins. Sveinn er með doktorspróf í iðnaðarverkfræði og hefur lokið stjórnunarnámi við Harvard Business School. Sveinn hefur starfað sem sjálfstæður ráðgjafi á sviði nýsköpunar og stefnumótunar, einkum tengt sjávarútvegi og verðmætasköpun í landbúnaði. Hann gegndi áður starfi forstjóra, sviðsstjóra og deildarstjóra hjá Matís og hefur verið sveitarstjóri Skútustaðahrepps frá 2020. Ákærður fyrir að eiga þátt í ólöglegri sölu Sveinn komst í fréttir árið 2019 þegar hann var ákærður fyrir brot á lögum um slátrun og sláturaðferðir með því að hafa staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti sem slátrað var utan löggilts sláturhúss á bændamarkaði í Skagafirði. Hin meintu brot áttu sér stað á meðan hann starfaði hjá Matís en salan og framleiðslan var hluti af tilraunaverkefni sem Matís hafði umsjón með. Á markaðnum var meðal annars selt kjöt af lömbum sem hafði verið slátrað í samræmi við verklag sem Matís hafði lagt til. Sveinn neitaði sök í málinu og var sýknaður af ákærunni í Héraðsdómi Norðurlands vestra. Hann hafði þá verið rekinn frá Matís árið 2018, þremur vikum eftir að Matvælastofnun fór þess á leit við lögreglu að rannsókn yrði hafin á málinu. Lykilinn að lausn loftslagsmála „Það er ánægjulegt að fá Svein í Brim teymið. Hann hefur í störfum sínum sýnt eftirtektarvert frumkvæði og þor, sem eru nauðsynlegir eiginleikar þegar leiða skal Brim enn frekar inn á brautir sjálfbærrar þróunar, nýsköpunar og alþjóðlegs samstarfs,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í tilkynningu um ráðninguna. „Nýsköpun og samfélagsleg ábyrgð eru lykillinn að lausn loftslagsmála, sem er stærsta áskorunin sem mannkynið stendur nú frammi fyrir. Brim hefur sýnt í verki mikla ábyrgð í umgengni við náttúru og samfélög. Það er afar spennandi að geta haft áhrif á stefnu hjá öflugu sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi við uppbyggingu á hringrásarhagkerfi og vistkerfi nýsköpunar,“ segir Sveinn.
Vistaskipti Sjávarútvegur Brim Tengdar fréttir Brottreksturinn grátbroslegur nú þegar leyfa á heimaslátrun: „Óska engum þess að fara í gegnum þetta“ Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps og fyrrverandi forstjóri Matís, fagnar því að loks standi til að leyfa bændum að slátra sauðfé og geitum á búum sínum og dreifa á markaði. 9. maí 2021 20:01 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Brottreksturinn grátbroslegur nú þegar leyfa á heimaslátrun: „Óska engum þess að fara í gegnum þetta“ Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps og fyrrverandi forstjóri Matís, fagnar því að loks standi til að leyfa bændum að slátra sauðfé og geitum á búum sínum og dreifa á markaði. 9. maí 2021 20:01