Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skiptast á prósentum Heimir Már Pétursson skrifar 26. janúar 2022 15:30 Sjálfstæðisflokkurinn hefur misst þriggja prósentustiga fylgi frá því í desember og engu líkara en fylgið hafi skilað sér til Framsóknarflokksins sem bætir við sig þremur prósentustigum. Flokkur forsætisráðherra hefur bætt við sig rúmlega tveimur prósentum á sama tíma. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað rétt rúmlega þremur prósentustigum frá því í desember en Framsóknarflokkurinn bætt við sig þremur samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 20,1 prósent sem er 4,3 prósentustigum minna en flokkurinn fékk í kosningunum í október. Framsóknarflokkurinn mælist hins vegar með 17,8 prósent sem er svipað fylgi og í kosningunum. Fylgi Framsóknarflokksins hafði hins vegar minnkað í tveimur könnunum Maskínu í nóvember og desember en flokkurinn bætir nú töluvert við sig milli kannana. Fylgi Pírata hefur vaxið statt og stöðugt frá kosningum þegar það var 8,6 prósent en var komið í 13,5 prósent dagana 9. til 19. janúar þegar Maskína gerði síðustu fylgiskönnun sína. Samfylkingin bætir þremur prósentustigum við sig frá desemberkönnun og mælist nú með 12,3 prósent, Vinstri græn bæta við sig rétt rúmum tveimur prósentustigum og mælast nú með 11,2 prósent. Viðreisn er á svipuðum slóðum og áður með 9,2 prósent. Flokkur fólksins mælist nú með 8,5 prósent og Sósíalistaflokkurinn og Miðflokkurinn reka síðan lestina með 3,7 prósent hvor flokkur. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Tengdar fréttir Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hélt velli og bætti við sig þingmönnum í Alþingiskosningunum sem fór fram í gær. Framsókn bætti við sig fimm þingmönnum. 26. september 2021 09:26 Væntingar til Willums dvínuðu eftir fyrstu aðgerðir hans Landsmenn höfðu mestar væntingar til nýs heilbrigðisráðherra af öllum ráðherrum ríkisstjórnarinnar áður en hann greip til fyrstu sóttvarnaaðgerða sinna. Væntingarnar minnkuðu mikið eftir það. 31. desember 2021 12:01 Samfylking og Sjálfstæðisflokkur fengju nýja þingmenn á kostnað Framsóknar og Pírata Samfylkingin fengi kjördæmakjörinn þingmann í Norðvesturkjördæmi á kostnað þriðja þingmanns Framsóknarflokksins í kjördæminu ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig uppbótarþingmanni. 5. nóvember 2021 19:32 Tæpur fjórðungur vantreystir niðurstöðum kosninganna Tæpur fjórðungur landsmanna treystir niðurstöðum nýafstaðinna Alþingiskosninga illa. Traustið er komið niður í það sem þekkist í nágrannalöndum eftir að hafa sögulega séð verið mjög mikið hér á landi. 8. október 2021 11:41 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 20,1 prósent sem er 4,3 prósentustigum minna en flokkurinn fékk í kosningunum í október. Framsóknarflokkurinn mælist hins vegar með 17,8 prósent sem er svipað fylgi og í kosningunum. Fylgi Framsóknarflokksins hafði hins vegar minnkað í tveimur könnunum Maskínu í nóvember og desember en flokkurinn bætir nú töluvert við sig milli kannana. Fylgi Pírata hefur vaxið statt og stöðugt frá kosningum þegar það var 8,6 prósent en var komið í 13,5 prósent dagana 9. til 19. janúar þegar Maskína gerði síðustu fylgiskönnun sína. Samfylkingin bætir þremur prósentustigum við sig frá desemberkönnun og mælist nú með 12,3 prósent, Vinstri græn bæta við sig rétt rúmum tveimur prósentustigum og mælast nú með 11,2 prósent. Viðreisn er á svipuðum slóðum og áður með 9,2 prósent. Flokkur fólksins mælist nú með 8,5 prósent og Sósíalistaflokkurinn og Miðflokkurinn reka síðan lestina með 3,7 prósent hvor flokkur.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Tengdar fréttir Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hélt velli og bætti við sig þingmönnum í Alþingiskosningunum sem fór fram í gær. Framsókn bætti við sig fimm þingmönnum. 26. september 2021 09:26 Væntingar til Willums dvínuðu eftir fyrstu aðgerðir hans Landsmenn höfðu mestar væntingar til nýs heilbrigðisráðherra af öllum ráðherrum ríkisstjórnarinnar áður en hann greip til fyrstu sóttvarnaaðgerða sinna. Væntingarnar minnkuðu mikið eftir það. 31. desember 2021 12:01 Samfylking og Sjálfstæðisflokkur fengju nýja þingmenn á kostnað Framsóknar og Pírata Samfylkingin fengi kjördæmakjörinn þingmann í Norðvesturkjördæmi á kostnað þriðja þingmanns Framsóknarflokksins í kjördæminu ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig uppbótarþingmanni. 5. nóvember 2021 19:32 Tæpur fjórðungur vantreystir niðurstöðum kosninganna Tæpur fjórðungur landsmanna treystir niðurstöðum nýafstaðinna Alþingiskosninga illa. Traustið er komið niður í það sem þekkist í nágrannalöndum eftir að hafa sögulega séð verið mjög mikið hér á landi. 8. október 2021 11:41 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira
Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hélt velli og bætti við sig þingmönnum í Alþingiskosningunum sem fór fram í gær. Framsókn bætti við sig fimm þingmönnum. 26. september 2021 09:26
Væntingar til Willums dvínuðu eftir fyrstu aðgerðir hans Landsmenn höfðu mestar væntingar til nýs heilbrigðisráðherra af öllum ráðherrum ríkisstjórnarinnar áður en hann greip til fyrstu sóttvarnaaðgerða sinna. Væntingarnar minnkuðu mikið eftir það. 31. desember 2021 12:01
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur fengju nýja þingmenn á kostnað Framsóknar og Pírata Samfylkingin fengi kjördæmakjörinn þingmann í Norðvesturkjördæmi á kostnað þriðja þingmanns Framsóknarflokksins í kjördæminu ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig uppbótarþingmanni. 5. nóvember 2021 19:32
Tæpur fjórðungur vantreystir niðurstöðum kosninganna Tæpur fjórðungur landsmanna treystir niðurstöðum nýafstaðinna Alþingiskosninga illa. Traustið er komið niður í það sem þekkist í nágrannalöndum eftir að hafa sögulega séð verið mjög mikið hér á landi. 8. október 2021 11:41