Átt þú þetta barn? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 26. janúar 2022 18:01 Þegar yngri dóttir mín fæddist var allt nokkuð hefðbundið. Hún fæddist á Landspítalanum, kom með okkur heim, við kúldruðumst með hana á daginn, horfðum á hana hugfangnar, reyndum að jafna okkur eftir langa fæðingu og aðdraganda á meðan eldri dóttirin fékk útrás á leikskólanum. Foreldrar þekkja þessa fyrstu daga og vikur eftir fæðingu barns. Allt í móki, svefn er afstætt hugtak, ný vera hefur komið í heiminn og allt snýst um hana. Hamingja, óöryggi, nýtt hlutverk. Þegar dóttir okkar var vikugömul barst okkur bréf frá Þjóðskrá. Þar var mér gert að skrifa undir, og kalla til votta þess efnis, að ég hefði verið samþykk því að konan mín gengi með barnið okkar og að hún hefði gengist undir tæknifrjóvgun. Mamma mín og pabbi fengu svo það hlutverk að votta fyrir að konan mín, eiginkona samkvæmt lögum, hefði ekki haldið framhjá mér og að yngri dóttir mín væri sannarlega mitt barn. Ég fæ ennþá ónotatilfinningu þegar ég hugsa um þetta. Þvílík niðurlæging. Fólk í gagnkynja hjónabandi þarf ekki að skila neinu sambærilegu. Hin svokallaða pater est regla gerir foreldraskráningu sjálfvirka þegar foreldrar eru karl og kona í hjónabandi, algjörlega óháð því hvort þau hafi þurft að nýta sér tæknifrjóvgun eða nota gjafafrumur. Það er með öðrum orðum innbyggt vantraust í kerfinu í garð hinsegin foreldra. Við endurskoðun barnalaga á síðasta ári bentu Samtökin ‘78 á þessa mismunun, en við höfum hingað til fengið þau svör að ekki sé hægt að hrófla við feðrunarreglunni. Nýverið tóku gildi lög í Svíþjóð sem gera út um sambærilega mismunun þar í landi. Þar er fólk í hjónabandi nú sjálfvirkt skráð foreldrar barns sem fæðist inn í það, algjörlega óháð kyni foreldranna. Niðurlægjandi bréfasendingar, yfirlýsingar og undirskriftir eru þannig ekki gerðar forsenda þess að foreldraréttindi séu tryggð. Fordæmið er komið. Ég hvet íslensk stjórnvöld til að uppfæra barnalög og treysta hinsegin foreldrum, rétt eins og öllum öðrum foreldrum, til þess að skrá börn sín rétt. Allir nýbakaðir foreldrar eiga að fá að vera vansvefta í hamingjumóki í friði. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar yngri dóttir mín fæddist var allt nokkuð hefðbundið. Hún fæddist á Landspítalanum, kom með okkur heim, við kúldruðumst með hana á daginn, horfðum á hana hugfangnar, reyndum að jafna okkur eftir langa fæðingu og aðdraganda á meðan eldri dóttirin fékk útrás á leikskólanum. Foreldrar þekkja þessa fyrstu daga og vikur eftir fæðingu barns. Allt í móki, svefn er afstætt hugtak, ný vera hefur komið í heiminn og allt snýst um hana. Hamingja, óöryggi, nýtt hlutverk. Þegar dóttir okkar var vikugömul barst okkur bréf frá Þjóðskrá. Þar var mér gert að skrifa undir, og kalla til votta þess efnis, að ég hefði verið samþykk því að konan mín gengi með barnið okkar og að hún hefði gengist undir tæknifrjóvgun. Mamma mín og pabbi fengu svo það hlutverk að votta fyrir að konan mín, eiginkona samkvæmt lögum, hefði ekki haldið framhjá mér og að yngri dóttir mín væri sannarlega mitt barn. Ég fæ ennþá ónotatilfinningu þegar ég hugsa um þetta. Þvílík niðurlæging. Fólk í gagnkynja hjónabandi þarf ekki að skila neinu sambærilegu. Hin svokallaða pater est regla gerir foreldraskráningu sjálfvirka þegar foreldrar eru karl og kona í hjónabandi, algjörlega óháð því hvort þau hafi þurft að nýta sér tæknifrjóvgun eða nota gjafafrumur. Það er með öðrum orðum innbyggt vantraust í kerfinu í garð hinsegin foreldra. Við endurskoðun barnalaga á síðasta ári bentu Samtökin ‘78 á þessa mismunun, en við höfum hingað til fengið þau svör að ekki sé hægt að hrófla við feðrunarreglunni. Nýverið tóku gildi lög í Svíþjóð sem gera út um sambærilega mismunun þar í landi. Þar er fólk í hjónabandi nú sjálfvirkt skráð foreldrar barns sem fæðist inn í það, algjörlega óháð kyni foreldranna. Niðurlægjandi bréfasendingar, yfirlýsingar og undirskriftir eru þannig ekki gerðar forsenda þess að foreldraréttindi séu tryggð. Fordæmið er komið. Ég hvet íslensk stjórnvöld til að uppfæra barnalög og treysta hinsegin foreldrum, rétt eins og öllum öðrum foreldrum, til þess að skrá börn sín rétt. Allir nýbakaðir foreldrar eiga að fá að vera vansvefta í hamingjumóki í friði. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun