Vítaspyrnudrama er Egyptaland og Miðbaugs-Gínea voru síðust inn í átta liða úrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2022 22:21 Mohamed Salah skaut Egyptalandi í 8-liða úrslit. Visionhaus/Getty Images Sextán liða úrslit Afríkukeppninnar í knattspyrnu kláruðust í kvöld. Seint verður sagt að um opna og mikla markaleiki hafi verið að ræða en báðir leikir kvöldsins enduðu með markalausu jafntefli. Réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Malí og Miðbaugs-Gínea mættust í leik sem var ekki mikið fyrir augað. Það var ljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt og nældu leikmenn Miðbaugs-Gíneu sér til að mynda í fjögur gul spjöld í leiknum. Ekkert var skorað og þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Santiago Eneme varð á endanum þjóðhetja í Miðbaugs-Gíneu en hann tryggði liðinu sigur eftir ótrúlega keppni sem endaði 6-5. Í hinum leik kvöldsins mættust Fílabeinsströndin og Egyptaland. Aftur var ekkert skorað, hvorki í venjulegum leiktíma né framlengingu. Það var þó töluvert meira um færi en í hinum leiknum en inn vildi boltinn ekki, það er þangað til í vítaspyrnukeppni. Eric Bailly, leikmaður Manchester United, endaði sem skúrkurinn en hann var sá eini sem klúðraði. Mohamed Salah, stjarna Liverpool, tók fimmtu og síðustu spyrnu Egyptalands. Það var ekki að spyrja að því, hann skoraði og tryggði sæti í 8-liða úrslitum. The round of 16 has come to an Here s the quarter-final bracket Who will make it to the final 4 ? | #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | @1xbet_ENG pic.twitter.com/HwYgEPgdX8— #TotalEnergiesAFCON2021 (@CAF_Online) January 26, 2022 Hér að ofan má sjá hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum og hvaða lið geta mæst í undanúrslitum. Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Leik lokið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Sjá meira
Malí og Miðbaugs-Gínea mættust í leik sem var ekki mikið fyrir augað. Það var ljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt og nældu leikmenn Miðbaugs-Gíneu sér til að mynda í fjögur gul spjöld í leiknum. Ekkert var skorað og þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Santiago Eneme varð á endanum þjóðhetja í Miðbaugs-Gíneu en hann tryggði liðinu sigur eftir ótrúlega keppni sem endaði 6-5. Í hinum leik kvöldsins mættust Fílabeinsströndin og Egyptaland. Aftur var ekkert skorað, hvorki í venjulegum leiktíma né framlengingu. Það var þó töluvert meira um færi en í hinum leiknum en inn vildi boltinn ekki, það er þangað til í vítaspyrnukeppni. Eric Bailly, leikmaður Manchester United, endaði sem skúrkurinn en hann var sá eini sem klúðraði. Mohamed Salah, stjarna Liverpool, tók fimmtu og síðustu spyrnu Egyptalands. Það var ekki að spyrja að því, hann skoraði og tryggði sæti í 8-liða úrslitum. The round of 16 has come to an Here s the quarter-final bracket Who will make it to the final 4 ? | #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | @1xbet_ENG pic.twitter.com/HwYgEPgdX8— #TotalEnergiesAFCON2021 (@CAF_Online) January 26, 2022 Hér að ofan má sjá hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum og hvaða lið geta mæst í undanúrslitum.
Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Leik lokið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Sjá meira