Ungmenni með krabbamein kæra eigendur kjarnorkuversins í Fukushima Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. janúar 2022 09:11 Ungmennin krefjast um 700 milljóna króna í bætur vegna krabbameins sem þau þróuðu með sér í kjölfar kjarnorkuslyssins. AP Photo/Mari Yamaguchi Sex japönsk ungmenni hafa kært eignarhaldsfélag kjarnorkuversins í Fukushima eftir að þau greindust öll með skjaldkirtilskrabbamein í kjölfar kjarnorkuslyssins árið 2011. Ungmennin voru á aldrinum sex til sextán ára þegar hamfarirnar í Fukushima riðu yfir. Þau segjast öll hafa þróað með sér krabbamein vegna geislamengunar. Þá segir lögmaður ungmennanna að þau hafi öll þurft að gangast undir skurðaðgerð til að fjarlægja hluta skjaldkirtilsins. Ungmennin krefjast 5,4 milljóna dollara, eða um 700 milljóna króna, í skaðabætur frá fyrirtækinu sem rekur kjarnorkuverið, Tokyo Electric Power Company (Tepco). Sérfræðingar telja þó að þeim muni reynast erfitt að sanna að kjarnorkuslysið hafi leitt til krabbameinsins. Fukushima kjarnorkuslysið varð þann 11. mars 2011 eftir að stór jarðskjálfti leiddi til þess að flóðbylgja skall á austurströnd Japans. Kjarnorkuverið eyðilagðist í flóðbylgjunni og geislavirk efni láku út í nærliggjandi svæði. Kjarnorkuslysið var sagt það versta síðan kjarnorkuslysið varð í Tsjernóbíl árið 1986 en var talið hafa mun minni áhrif á íbúa í nágrenninu þar sem minna magn geislavirkra efna lak út í náttúruna. Hópur sérfræðinga á vegum Sameinuðu þjóðanna ákvörðuðu í fyrra að slysið hafi ekki leitt til neinna heilsufarsvandræða meðal íbúa og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf út skýrslu árið 2013 þar sem fram kom að slysið myndi ekki leiða til aukinnar krabbameinstíðni á svæðinu. Langtímaáhrif slyssins hafa þó verið deilumál og árið 2018 tilkynntu japönsk yfirvöld að einn starfsmaður hafi dáið í kjölfar útsetningar fyrir geislavirkni. Fjölskyldu mannsins voru greiddar bætur af ríkinu vegna þessa. Ungmenin sex vilja nú meina að allar líkur séu á því að þau hafi þróað með sér krabbamein eftir að hafa verið útsett fyrir geislavirkni. Ekkert ungmennanna, sem nú eru 17 til 27 ára gömul, á fjölskyldumeðlim sem greinst hefur með skjaldkirtilskrabbamein. Japan Kjarnorka Tengdar fréttir Hyggjast losa kælivatnið úr Fukushima Daiichi í sjóinn eftir tvö ár Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun meðhöndlaðs geislamengaðs vatns úr Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu í sjóinn eftir tvö ár. Losuninni hefur verið frestað ítrekað, meðal annars vegna mótmæla veiðimanna á svæðinu og nágrannaríkja. 13. apríl 2021 08:35 Áhrifa hamfaranna á Japan gætir enn áratug síðar Fleiri en fjörutíu þúsund manns geta enn ekki snúið til síns heima vegna geislunar eftir kjarnorkuslysið í Fukushima nú þegar áratugur er liðinn frá því að sterkur jarðskjálfti og flóðbylgja gekk yfir Japan. Íbúar hamfarasvæðanna syrgja enn þúsundir ástvina sinna sem fórust. 11. mars 2021 06:15 Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. 16. október 2020 10:44 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Sjá meira
Ungmennin voru á aldrinum sex til sextán ára þegar hamfarirnar í Fukushima riðu yfir. Þau segjast öll hafa þróað með sér krabbamein vegna geislamengunar. Þá segir lögmaður ungmennanna að þau hafi öll þurft að gangast undir skurðaðgerð til að fjarlægja hluta skjaldkirtilsins. Ungmennin krefjast 5,4 milljóna dollara, eða um 700 milljóna króna, í skaðabætur frá fyrirtækinu sem rekur kjarnorkuverið, Tokyo Electric Power Company (Tepco). Sérfræðingar telja þó að þeim muni reynast erfitt að sanna að kjarnorkuslysið hafi leitt til krabbameinsins. Fukushima kjarnorkuslysið varð þann 11. mars 2011 eftir að stór jarðskjálfti leiddi til þess að flóðbylgja skall á austurströnd Japans. Kjarnorkuverið eyðilagðist í flóðbylgjunni og geislavirk efni láku út í nærliggjandi svæði. Kjarnorkuslysið var sagt það versta síðan kjarnorkuslysið varð í Tsjernóbíl árið 1986 en var talið hafa mun minni áhrif á íbúa í nágrenninu þar sem minna magn geislavirkra efna lak út í náttúruna. Hópur sérfræðinga á vegum Sameinuðu þjóðanna ákvörðuðu í fyrra að slysið hafi ekki leitt til neinna heilsufarsvandræða meðal íbúa og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf út skýrslu árið 2013 þar sem fram kom að slysið myndi ekki leiða til aukinnar krabbameinstíðni á svæðinu. Langtímaáhrif slyssins hafa þó verið deilumál og árið 2018 tilkynntu japönsk yfirvöld að einn starfsmaður hafi dáið í kjölfar útsetningar fyrir geislavirkni. Fjölskyldu mannsins voru greiddar bætur af ríkinu vegna þessa. Ungmenin sex vilja nú meina að allar líkur séu á því að þau hafi þróað með sér krabbamein eftir að hafa verið útsett fyrir geislavirkni. Ekkert ungmennanna, sem nú eru 17 til 27 ára gömul, á fjölskyldumeðlim sem greinst hefur með skjaldkirtilskrabbamein.
Japan Kjarnorka Tengdar fréttir Hyggjast losa kælivatnið úr Fukushima Daiichi í sjóinn eftir tvö ár Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun meðhöndlaðs geislamengaðs vatns úr Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu í sjóinn eftir tvö ár. Losuninni hefur verið frestað ítrekað, meðal annars vegna mótmæla veiðimanna á svæðinu og nágrannaríkja. 13. apríl 2021 08:35 Áhrifa hamfaranna á Japan gætir enn áratug síðar Fleiri en fjörutíu þúsund manns geta enn ekki snúið til síns heima vegna geislunar eftir kjarnorkuslysið í Fukushima nú þegar áratugur er liðinn frá því að sterkur jarðskjálfti og flóðbylgja gekk yfir Japan. Íbúar hamfarasvæðanna syrgja enn þúsundir ástvina sinna sem fórust. 11. mars 2021 06:15 Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. 16. október 2020 10:44 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Sjá meira
Hyggjast losa kælivatnið úr Fukushima Daiichi í sjóinn eftir tvö ár Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun meðhöndlaðs geislamengaðs vatns úr Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu í sjóinn eftir tvö ár. Losuninni hefur verið frestað ítrekað, meðal annars vegna mótmæla veiðimanna á svæðinu og nágrannaríkja. 13. apríl 2021 08:35
Áhrifa hamfaranna á Japan gætir enn áratug síðar Fleiri en fjörutíu þúsund manns geta enn ekki snúið til síns heima vegna geislunar eftir kjarnorkuslysið í Fukushima nú þegar áratugur er liðinn frá því að sterkur jarðskjálfti og flóðbylgja gekk yfir Japan. Íbúar hamfarasvæðanna syrgja enn þúsundir ástvina sinna sem fórust. 11. mars 2021 06:15
Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. 16. október 2020 10:44