Lést eftir að hafa verið hafnað um þungunarrof eftir að fóstrin dóu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2022 10:33 Þúsundir mótmæltu þungunarrofslögum í Póllandi. AP Photo/Czarek Sokolowski Þúsundir mótmæltu á götum pólskra borga í gærkvöld eftir að 37 ára gömul kona lést í kjölfar þess að hafa verið hafnað um þungunarrof. Eitt ár er liðið síðan einar ströngustu þungunarrofsreglur í Evrópu voru innleiddar í Póllandi. Mótmælendur minntust Agnieszku T, sem lést í gær, lögðu blómvendi og ljós á valda staði til að minnast hennar. Agnieszka var ólétt að tvíburum en lést eftir að læknar neituðu að leyfa henni að gangast undir þungunarrof í kjölfar þess að hjarta annars fóstursins hætti að slá. Fjölskylda Agnieszku sagði í yfirlýsingu að stjórnvöld væru ábyrg fyrir dauða hennar. Frekari mótmæli til minningar um hana hafa verið skipulögð í heimaborg hennar, Częstochowa. Agnieszka, sem var þriggja barna móðir, var lögð inn á Sjúkrahús heilagrar Maríu meyjar í Częstochowa þann 21. desember síðastliðinn. Þegar hún var lögð inn var hún með mikla kviðverki en hún var enn á fyrsta þriðjungi meðgöngunnar. Að sögn fjölskyldu hennar var Agnieszka við góða heilsu þegar hún lagðist inn á sjúkrahúsið en að heilsu hennar hafi hrakað hratt eftir innlögnina. Sama dag og hún lagðist inn hafi hjarta annars fóstursins hætt að slá og samkvæmt frásögn fjölskyldu hennar neituðu læknar að fjarlægja fóstrið og vísuðu í lög um þungunarrof. Nokkrir dagar hafi liðið áður en hitt fóstrið dó sömuleiðis í legi Agnieszku. Læknar hafi beðið í tvo daga til viðbótar eftir það áður en þungunarrof var framkvæmt, sem var gert þann 31. desember. Þá voru tíu dagar liðnir frá því að fyrsta fóstrið lést. Eftir að þungunarrofið var framkvæmt var Agnieszka flutt af kvennadeild og heilsu hennar hrakaði enn meira. Fjölskyldu hennar grunar að hún hafi fengið blóðeitrun en dástæða dauða hennar var sögð óþekkt af sjúkrahúsinu. Pólland Þungunarrof Tengdar fréttir „Hjarta hennar sló líka!“ „Hjarta hennar sló líka!“ hrópuðu þúsundir mótmælenda í Póllandi í dag, í mótmælum sem efnt var til eftir að ólétt kona lést á sjúkrahúsi. Fjölskylda hennar segir heilbrigðisstarfsmenn hafa neitað henni um lífsnauðsynlega umönnun af ótta við að vera sótt til saka vegna strangar þungunarrofslöggjafar landsins. 6. nóvember 2021 23:34 Þungunarrofsbanni mótmælt þriðja daginn í röð Þúsundir söfnuðust saman á götum Varsjár og víðar í Póllandi í gærkvöldi, þriðja daginn í röð, til að mótmæla hertum lögum um þungunarrof í landinu. 30. janúar 2021 15:34 Fjöldi mótmælti þungunarrofsbanni Nærri algjört bann við þungunarrofi tók gildi í Póllandi í nótt. 28. janúar 2021 20:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Mótmælendur minntust Agnieszku T, sem lést í gær, lögðu blómvendi og ljós á valda staði til að minnast hennar. Agnieszka var ólétt að tvíburum en lést eftir að læknar neituðu að leyfa henni að gangast undir þungunarrof í kjölfar þess að hjarta annars fóstursins hætti að slá. Fjölskylda Agnieszku sagði í yfirlýsingu að stjórnvöld væru ábyrg fyrir dauða hennar. Frekari mótmæli til minningar um hana hafa verið skipulögð í heimaborg hennar, Częstochowa. Agnieszka, sem var þriggja barna móðir, var lögð inn á Sjúkrahús heilagrar Maríu meyjar í Częstochowa þann 21. desember síðastliðinn. Þegar hún var lögð inn var hún með mikla kviðverki en hún var enn á fyrsta þriðjungi meðgöngunnar. Að sögn fjölskyldu hennar var Agnieszka við góða heilsu þegar hún lagðist inn á sjúkrahúsið en að heilsu hennar hafi hrakað hratt eftir innlögnina. Sama dag og hún lagðist inn hafi hjarta annars fóstursins hætt að slá og samkvæmt frásögn fjölskyldu hennar neituðu læknar að fjarlægja fóstrið og vísuðu í lög um þungunarrof. Nokkrir dagar hafi liðið áður en hitt fóstrið dó sömuleiðis í legi Agnieszku. Læknar hafi beðið í tvo daga til viðbótar eftir það áður en þungunarrof var framkvæmt, sem var gert þann 31. desember. Þá voru tíu dagar liðnir frá því að fyrsta fóstrið lést. Eftir að þungunarrofið var framkvæmt var Agnieszka flutt af kvennadeild og heilsu hennar hrakaði enn meira. Fjölskyldu hennar grunar að hún hafi fengið blóðeitrun en dástæða dauða hennar var sögð óþekkt af sjúkrahúsinu.
Pólland Þungunarrof Tengdar fréttir „Hjarta hennar sló líka!“ „Hjarta hennar sló líka!“ hrópuðu þúsundir mótmælenda í Póllandi í dag, í mótmælum sem efnt var til eftir að ólétt kona lést á sjúkrahúsi. Fjölskylda hennar segir heilbrigðisstarfsmenn hafa neitað henni um lífsnauðsynlega umönnun af ótta við að vera sótt til saka vegna strangar þungunarrofslöggjafar landsins. 6. nóvember 2021 23:34 Þungunarrofsbanni mótmælt þriðja daginn í röð Þúsundir söfnuðust saman á götum Varsjár og víðar í Póllandi í gærkvöldi, þriðja daginn í röð, til að mótmæla hertum lögum um þungunarrof í landinu. 30. janúar 2021 15:34 Fjöldi mótmælti þungunarrofsbanni Nærri algjört bann við þungunarrofi tók gildi í Póllandi í nótt. 28. janúar 2021 20:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
„Hjarta hennar sló líka!“ „Hjarta hennar sló líka!“ hrópuðu þúsundir mótmælenda í Póllandi í dag, í mótmælum sem efnt var til eftir að ólétt kona lést á sjúkrahúsi. Fjölskylda hennar segir heilbrigðisstarfsmenn hafa neitað henni um lífsnauðsynlega umönnun af ótta við að vera sótt til saka vegna strangar þungunarrofslöggjafar landsins. 6. nóvember 2021 23:34
Þungunarrofsbanni mótmælt þriðja daginn í röð Þúsundir söfnuðust saman á götum Varsjár og víðar í Póllandi í gærkvöldi, þriðja daginn í röð, til að mótmæla hertum lögum um þungunarrof í landinu. 30. janúar 2021 15:34
Fjöldi mótmælti þungunarrofsbanni Nærri algjört bann við þungunarrofi tók gildi í Póllandi í nótt. 28. janúar 2021 20:00