Miklu erfiðara að horfa á soninn en eiginmanninn Stefán Árni Pálsson skrifar 28. janúar 2022 13:30 Gísli Þorgeir er sonur Þorgerðar og Kristjáns og leikur með íslenska landsliðinu í handbolta. Í gærkvöldi fór í loftið nýr þáttur á Stöð 2 og Stöð 2 sport sem ber heitið Þeir tveir og er í umsjón Gumma Ben og Hjálmars Arnar Jóhannssonar. Um er að ræða skemmtiþátt þar sem fjallað verður um íþróttir og rætt um þær á skemmtilegum nótum. Í gær mættu þau Dagur Sigurðsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og ræddu um EM í handbolta en Ísland leikur sinn síðasta leik í keppninni í dag þegar það keppir um 5. sætið við Norðmenn klukkan 14:30. Þorgerður Katrín mættu á fjóra fyrstu leiki íslenska liðsins í Búdapest enda er sonur hennar Gísli Þorgeir Kristjánsson í liðinu. Gísli fékk Covid eftir lokaleikinn í riðlinum gegn Ungverjum og hefur verið í einangrun síðan þá. Eins og alþjóð veit er eiginmaður Þorgerðar margreyndur landsliðsmaður í handknattleik, Kristján Arason. Í gær var hún spurð hvort væri erfiðara að horfa á son sinn í landsleik eða eiginmanninn. „Það er öðruvísi að horfa á barnið sitt heldur en manninn. Maður er minna áhyggjulaus að horfa á manninn,“ segir Þorgerður Katrín og heldur áfram. „Gísli er búinn að vera meiðast og þegar það er verið að taka í hann þá verður maður stressuð. Hann meiddi sig aldrei í yngri flokkunum og hann hefur aldrei meiðst fyrr en út í Eyjum, og ég ætla ekki að fara út í það. Mér finnst hann sýna mjög mikinn karakter að koma alltaf aftur og aftur eftir meiðsli.“ „Hann er búinn að sýna stórkostlegan karakter. Það er ekkert verra í heiminum en að koma út í atvinnumennsku í fyrsta sinn og meiðast strax. Þér finnst þú vera bregðast öllum sem voru að kaupa þig og þetta er ein erfiðasta staða sem þú getur farið í sem ungur leikmaður. Þetta er ótrúlega erfið staða og að vinna sig út úr því er hörkumál,“ segir Dagur Sigurðsson í þættinum í gær en hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum af Þeim tveimur. Klippa: Miklu erfiðara að horfa á soninn en eiginmanninn Þeir tveir er sýndur á fimmtudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Þáttinn má einnig finna á Stöð 2+. Upplýsingar um áskriftarleiðir Stöðvar 2 má finna hér. EM karla í handbolta 2022 Þeir tveir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Í gær mættu þau Dagur Sigurðsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og ræddu um EM í handbolta en Ísland leikur sinn síðasta leik í keppninni í dag þegar það keppir um 5. sætið við Norðmenn klukkan 14:30. Þorgerður Katrín mættu á fjóra fyrstu leiki íslenska liðsins í Búdapest enda er sonur hennar Gísli Þorgeir Kristjánsson í liðinu. Gísli fékk Covid eftir lokaleikinn í riðlinum gegn Ungverjum og hefur verið í einangrun síðan þá. Eins og alþjóð veit er eiginmaður Þorgerðar margreyndur landsliðsmaður í handknattleik, Kristján Arason. Í gær var hún spurð hvort væri erfiðara að horfa á son sinn í landsleik eða eiginmanninn. „Það er öðruvísi að horfa á barnið sitt heldur en manninn. Maður er minna áhyggjulaus að horfa á manninn,“ segir Þorgerður Katrín og heldur áfram. „Gísli er búinn að vera meiðast og þegar það er verið að taka í hann þá verður maður stressuð. Hann meiddi sig aldrei í yngri flokkunum og hann hefur aldrei meiðst fyrr en út í Eyjum, og ég ætla ekki að fara út í það. Mér finnst hann sýna mjög mikinn karakter að koma alltaf aftur og aftur eftir meiðsli.“ „Hann er búinn að sýna stórkostlegan karakter. Það er ekkert verra í heiminum en að koma út í atvinnumennsku í fyrsta sinn og meiðast strax. Þér finnst þú vera bregðast öllum sem voru að kaupa þig og þetta er ein erfiðasta staða sem þú getur farið í sem ungur leikmaður. Þetta er ótrúlega erfið staða og að vinna sig út úr því er hörkumál,“ segir Dagur Sigurðsson í þættinum í gær en hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum af Þeim tveimur. Klippa: Miklu erfiðara að horfa á soninn en eiginmanninn Þeir tveir er sýndur á fimmtudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Þáttinn má einnig finna á Stöð 2+. Upplýsingar um áskriftarleiðir Stöðvar 2 má finna hér.
Þeir tveir er sýndur á fimmtudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Þáttinn má einnig finna á Stöð 2+. Upplýsingar um áskriftarleiðir Stöðvar 2 má finna hér.
EM karla í handbolta 2022 Þeir tveir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni