Blóðsöfnun rússneska hersins eykur áhyggjur Bandaríkjanna Smári Jökull Jónsson skrifar 29. janúar 2022 10:30 Hér sést bílalest rússneska hersins á Krímskaga en Rússar hafa safnað saman um 100.000 hermönnum á landamærum Rússlands og Úkraínu á síðustu vikum. Vísir/AP Ótti Bandaríkjamanna og annarra NATO-ríkja um innrás Rússa í Úkraínu eykst með hverjum deginum. Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur tilkynnt að bandarískir hermenn verði fluttir til Austur-Evrópu á næstu dögum. Spennan hefur verið mikil undanfarnar vikur á landamærum Rússlands og Úkraínu og bendir ýmislegt til þess að Rússar séu að undirbúa innrás. Um 100.000 hermenn hafa safnast saman við landamærin þar sem Rússar hafa meðal annars komið upp birgðum af blóði fyrir særða hermenn ef koma skyldi til átaka. Bandarískir embættismenn telja þetta augljósa vísbendingu um að Rússar séu að undirbúa átök og séu tilbúnir í þau. Á blaðamannafundi Joe Biden í gær tilkynnti hann að á næstu dögum yrðu bandarískir hermenn fluttir til Austur-Evrópu til að styrkja hersveitir NATO á svæðinu. Ekki yrði um mikinn fjölda að ræða en tugþúsundir hermanna eru nú þegar staðsettir í Evrópu en þá aðallega í vesturhluta álfunnar. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, hélt blaðamannafund í Kiev í gær.Vísir/AP Hljóðið í Úkraínumönnum sjálfum er þó töluvert annað en í forsvarsmönnum NATO. Nokkrum klukkustundum áður en Biden hélt sinn fund hélt Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, blaðamannafund þar sem hann sagði að hann hefði beðið Biden um að ýkja ekki hættuna á stríði í fjölmiðlum. „Það eru engir stríðsvagnar á götunum hér en fjölmiðlar láta líta út fyrir það að hér sé stríð. Þannig er það ekki og við þurfum ekki þessa hræðslu,“ sagði Zelensky á blaðamannafundinum og bætti við að almenningur í Úkraínu hefði lært að lifa með hótunum nágranna sinna síðan Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Vladimir Putin, forseti Rússlands, ræddi við Emanuel Macron Frakklandsforseta í síma í gær þar sem hann ítrekaði að hann vildi ekki að ástandið myndi magnast enn frekar. Rússar hafa haldið því fram að heræfingar séu ástæðan fyrir fjölgun rússenskra hermanna á landamærunum við Úkraínu og utanríkisráðherrann Sergei Lavrov sagði að það væri af og frá að Rússar vildu hefja stríð. Úkraína Rússland Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Varaði Úkraínumenn við að Rússar gætu gert innrás í næsta mánuði Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað Úkraínumenn við að það sé „greinilegur möguleiki“ að Rússar muni ráðast inn í landið í næsta mánuði. 28. janúar 2022 06:39 Telur ólíklegt að Rússar standi við hótanir um innrás Ólíklegt er að Rússar muni gera innrás í Úkraínu líkt og þeir hafa hótað en ógnin verður þó áfram til staðar, að sögn Vals Gunnarssonar, sagnfræðings og rithöfundar. Vesturlönd beri hins vegar mikla sök í spennunni á milli þeirra. 27. janúar 2022 18:32 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Spennan hefur verið mikil undanfarnar vikur á landamærum Rússlands og Úkraínu og bendir ýmislegt til þess að Rússar séu að undirbúa innrás. Um 100.000 hermenn hafa safnast saman við landamærin þar sem Rússar hafa meðal annars komið upp birgðum af blóði fyrir særða hermenn ef koma skyldi til átaka. Bandarískir embættismenn telja þetta augljósa vísbendingu um að Rússar séu að undirbúa átök og séu tilbúnir í þau. Á blaðamannafundi Joe Biden í gær tilkynnti hann að á næstu dögum yrðu bandarískir hermenn fluttir til Austur-Evrópu til að styrkja hersveitir NATO á svæðinu. Ekki yrði um mikinn fjölda að ræða en tugþúsundir hermanna eru nú þegar staðsettir í Evrópu en þá aðallega í vesturhluta álfunnar. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, hélt blaðamannafund í Kiev í gær.Vísir/AP Hljóðið í Úkraínumönnum sjálfum er þó töluvert annað en í forsvarsmönnum NATO. Nokkrum klukkustundum áður en Biden hélt sinn fund hélt Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, blaðamannafund þar sem hann sagði að hann hefði beðið Biden um að ýkja ekki hættuna á stríði í fjölmiðlum. „Það eru engir stríðsvagnar á götunum hér en fjölmiðlar láta líta út fyrir það að hér sé stríð. Þannig er það ekki og við þurfum ekki þessa hræðslu,“ sagði Zelensky á blaðamannafundinum og bætti við að almenningur í Úkraínu hefði lært að lifa með hótunum nágranna sinna síðan Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Vladimir Putin, forseti Rússlands, ræddi við Emanuel Macron Frakklandsforseta í síma í gær þar sem hann ítrekaði að hann vildi ekki að ástandið myndi magnast enn frekar. Rússar hafa haldið því fram að heræfingar séu ástæðan fyrir fjölgun rússenskra hermanna á landamærunum við Úkraínu og utanríkisráðherrann Sergei Lavrov sagði að það væri af og frá að Rússar vildu hefja stríð.
Úkraína Rússland Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Varaði Úkraínumenn við að Rússar gætu gert innrás í næsta mánuði Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað Úkraínumenn við að það sé „greinilegur möguleiki“ að Rússar muni ráðast inn í landið í næsta mánuði. 28. janúar 2022 06:39 Telur ólíklegt að Rússar standi við hótanir um innrás Ólíklegt er að Rússar muni gera innrás í Úkraínu líkt og þeir hafa hótað en ógnin verður þó áfram til staðar, að sögn Vals Gunnarssonar, sagnfræðings og rithöfundar. Vesturlönd beri hins vegar mikla sök í spennunni á milli þeirra. 27. janúar 2022 18:32 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Varaði Úkraínumenn við að Rússar gætu gert innrás í næsta mánuði Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað Úkraínumenn við að það sé „greinilegur möguleiki“ að Rússar muni ráðast inn í landið í næsta mánuði. 28. janúar 2022 06:39
Telur ólíklegt að Rússar standi við hótanir um innrás Ólíklegt er að Rússar muni gera innrás í Úkraínu líkt og þeir hafa hótað en ógnin verður þó áfram til staðar, að sögn Vals Gunnarssonar, sagnfræðings og rithöfundar. Vesturlönd beri hins vegar mikla sök í spennunni á milli þeirra. 27. janúar 2022 18:32
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent