Eftir markalausan fyrri hálfleik tók það Kamerún aðeins fimm mínútur að komast yfir í þeim síðari, Ekambi að verki eftir sendingu Collins Fai. Sjö mínútum síðar
tvöfaldaði Ekambi forystu Kamerún, að þessu sinni eftir sendingu Martin Hongla. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins.
The man of the moment
— #TotalEnergiesAFCON2021 (@CAF_Online) January 29, 2022
An exceptional performance from #TeamCameroon's Toko Ekambi #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #GMBCMR pic.twitter.com/sTv8xSDZ5m
Kamerún því fyrst liða í undanúrslit Afríkukeppninnar. Síðar í kvöld kemur í ljós hvort Búrkína Fasó eða Túnis fylgi Kamerún í undanúrslitin.
Á morgun fara mætast svo Egyptaland og Marokkó annars vegar og Senegal og Miðbaugs Gínea hins vegar.