„Viljum ekki standa í vegi fyrir þróun okkar leikmanna og þjálfara almennt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. janúar 2022 08:01 Jóhannes Karl er ekki lengur þjálfari ÍA. vísir/bára Eggert Ingólfur Herbertsson, formaður knattspyrnudeildar ÍA, segir félagið ekki vilja standa í vegi fyrir þróun leikmanna eða þjálfara félagsins. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 977 í gær. Jóhannes Karl Guðjónsson var á dögunum ráðinn sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu. Í kjölfarið sagði hann starfi sínu sem þjálfari ÍA í efstu deild karla lausu. ÍA er því nú í þjálfaraleit en samkvæmt formanni knattspyrnudeildar félagsins vill það ekki standa í vegi fyrir frama leikmanna né þjálfara þess. Eggert Ingólfur ræddi við þá Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson í gær. „Við heyrðum slúður í fjölmiðlum fyrir þremur vikum síðan. Formaður Knattspyrnusambands Íslands hefur samband við okkur á þriðjudaginn í þar síðustu viku og biður um heimild að ræða við Jóhannes Karl, við að sjálfsögðu veitum þá heimild. Þetta klárast ekki fyrr en um hádegi á miðvikudaginn var og við tilkynnum leikmönnum þetta síðdegis sama dag.“ „Við viljum ekki standa í vegi fyrir fólki sem villa taka skref sem það telur vera fram á við. Mér persónulega fannst Jóhannes Karl vera í besta starfi í íslenskum fótbolta, ef til vill eru ekki allir sammála því,“ sagði Eggert Ingólfur við þá Elvar Geir og Benedikt Bóas en hann staðfesti einnig að í samningi Jóhannes Karls hafi veri klásúla þess efnis að þjálfarinn hafi mátt ræða við KSÍ ef til þess kæmi. „Þetta var mjög fagmannlega gert af hálfu KSÍ, tímasetningin er hins vegar vissulega vond eins og við vitum öll. KSÍ var mjög faglegt og formaður KSÍ, hún er ekki að fá mikið hól í fjölmiðlum, ég get alveg hælt henni fyrir okkar samskipti, þau voru mjög góð og fagleg,“ sagði Eggert Ingólfur um samskipti sín og Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanns KSÍ. Eggert Ingólfur staðfesti að endingu að KSÍ þurfi að borga ÍA til að losa Jóhannes Karl undan samningi en hann hafi þó ekki viljað gefa upp hversu há upphæðin var. Þá óskaði hann Jóhannesi Karli góðs gengis í nýju starfi og sagði styttast í að ÍA myndi tilkynna eftirmann hans. Pepsi Max deildir karla og kvenna eru á Stöð 2 Sport. Deildirnar eru hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA X977 Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Sjá meira
Jóhannes Karl Guðjónsson var á dögunum ráðinn sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu. Í kjölfarið sagði hann starfi sínu sem þjálfari ÍA í efstu deild karla lausu. ÍA er því nú í þjálfaraleit en samkvæmt formanni knattspyrnudeildar félagsins vill það ekki standa í vegi fyrir frama leikmanna né þjálfara þess. Eggert Ingólfur ræddi við þá Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson í gær. „Við heyrðum slúður í fjölmiðlum fyrir þremur vikum síðan. Formaður Knattspyrnusambands Íslands hefur samband við okkur á þriðjudaginn í þar síðustu viku og biður um heimild að ræða við Jóhannes Karl, við að sjálfsögðu veitum þá heimild. Þetta klárast ekki fyrr en um hádegi á miðvikudaginn var og við tilkynnum leikmönnum þetta síðdegis sama dag.“ „Við viljum ekki standa í vegi fyrir fólki sem villa taka skref sem það telur vera fram á við. Mér persónulega fannst Jóhannes Karl vera í besta starfi í íslenskum fótbolta, ef til vill eru ekki allir sammála því,“ sagði Eggert Ingólfur við þá Elvar Geir og Benedikt Bóas en hann staðfesti einnig að í samningi Jóhannes Karls hafi veri klásúla þess efnis að þjálfarinn hafi mátt ræða við KSÍ ef til þess kæmi. „Þetta var mjög fagmannlega gert af hálfu KSÍ, tímasetningin er hins vegar vissulega vond eins og við vitum öll. KSÍ var mjög faglegt og formaður KSÍ, hún er ekki að fá mikið hól í fjölmiðlum, ég get alveg hælt henni fyrir okkar samskipti, þau voru mjög góð og fagleg,“ sagði Eggert Ingólfur um samskipti sín og Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanns KSÍ. Eggert Ingólfur staðfesti að endingu að KSÍ þurfi að borga ÍA til að losa Jóhannes Karl undan samningi en hann hafi þó ekki viljað gefa upp hversu há upphæðin var. Þá óskaði hann Jóhannesi Karli góðs gengis í nýju starfi og sagði styttast í að ÍA myndi tilkynna eftirmann hans. Pepsi Max deildir karla og kvenna eru á Stöð 2 Sport. Deildirnar eru hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deildir karla og kvenna eru á Stöð 2 Sport. Deildirnar eru hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA X977 Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Sjá meira