Í New York ríki mældist jafnfallinn snjór sumstaðar rúmir sextíu sentimetrar.
Í gær fór síðan rafmagnið af stóru svæði í Massachusetts, sem hafði áhrif á rúmlega þrjátíu þúsund manns. Samgöngur fóru einnig úr skorðum; um sex þúsund flugferðum var aflýst, þar á meðal um níutíu prósent allra ferða frá Boston og New York á laugardaginn.