Frá þessu greindi Rogan á Instagram í gærkvöldi.
Skömmu áður höfðu forsvarsmenn Spotify, sem hýsir hlaðvarp Rogan, sagst myndu grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir upplýsingaóreiðu tengda kórónuveirufaraldrinum á miðlinum.
Rogan birti á dögunum tvo þætti þar sem gestum var gefinn kostur á því að dreifa samsæriskenningum um Covid-19. Í kjölfarið tilkynntu listamenn á borð við Neil Young og Joni Mitchell að þeir hygðust láta fjarlægja tónlist sína af Spotify.
Í Instagram-færslunni sagði Rogan að margir hefðu bjagaða mynd af þættinum hans. Umræddir gestir væru virtir á sínu sviði en hefðu aðrar skoðanir en flestir.
Þá sagði hann hlaðvarpið, sem um 11 milljón manns hlusta á, hafa byrjað sem samtöl sem snérust um að rabba saman og hafa gaman en þátturinn hefði undið upp á sig og væri orðin að fyrirbæri sem hann hefði varla stjórn á.
Rogan sagðist myndu leitast við því að hafa jafnvægi á umræðunni héðan í frá og bað Spotify afsökunar. Þá sagðist hann ekki reiður Young, heldur væri hann þvert á móti mikill aðdáandi.