„Ég hef ekki átt neinar samræður við ÍR“ Atli Arason skrifar 31. janúar 2022 19:01 Ragnar Örn Bragason Vísir/Bára Dröfn Ragnar Þór Bragason, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, segir ekkert til í þeim sögusögnum að hann sé á leiðinni aftur í Breiðholtið. „Það eru kjaftasögur um einhverjar skiptingar hjá Þór Þorlákshöfn. Að Raggi Braga sé að fara aftur í ÍR og að Þór ætli að fylla í hans pláss með erlendum leikmanni,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, í þættinum síðastliðinn föstudag. Það hefur ringt inn tilkynningum á símanum hans Ragnars frá því að Teitur deildi þessari leigubílasögu í Körfuboltakvöldi. „Sjálfur heyrði ég þessa sögusögn fyrst í hádeginu á föstudaginn og hún kom úr ótrúlegustu átt. Svo eftir leik gegn Stjörnunni þá kom þetta fram í körfuboltakvöldi og þá fékk ég fullt af spurningum á Facebook og annars staðar,“ sagði Ragnar í viðtali við Vísi í dag. Ragnar segir þó að ekkert sé til í þessari kjaftasögu. Hann er ekki á leiðinni aftur til ÍR en félagaskiptaglugginn lokar í dag. „Nei, það er ekki staðan eins og hún er í dag allavegana. Ég hef í raun bara heyrt þessar sögusagnir í kringum mig eins og aðrir. Ég er búinn að spyrja Lalla af því hvort hann sé að selja mig og hann neitar því. Ég er ekki að fara neitt nema hann sé að ljúga af mér, það er eini möguleikinn.“ Eins greint var frá fyrr í dag þá samdi Þór við Kyle Johnson en Johnson mun þó ekki leika með liðinu gegn Vestra í kvöld. „Hann ferðaðist ekki með liðinu í gær en verður sennilega klár fyrir næsta leik sem er á móti ÍR. Það verður sennilega skemmtilegt að mæta þangað eftir allt þetta,“ sagði Rangar og hló. Eftir að Þór tilkynnti komu Kyle Johnson, þá reyndist helmingur af kjaftasögu Teits vera sönn og gaf því sögunni um brottför Ragnars byr undir báða vængi. Ragnar hefur ákveðnar kenningar yfir því hvernig hans nafn dregst inn í söguna. „Það er alltaf hægt að reyna að leggja einn og einn saman og fá þetta út en í þessari tilteknu jöfnu þá vantar samt annan ásinn þannig þetta dæmi gengur upp. Þetta er einhver uppspuni út frá mínum bakgrunni sem einhver sagði einhverjum og þessi saga fór greinilega þetta langt. Ég hef ekki átt neinar samræður við ÍR,“ sagði Ragnar Þór Bragason, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, að endingu. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn ÍR Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
„Það eru kjaftasögur um einhverjar skiptingar hjá Þór Þorlákshöfn. Að Raggi Braga sé að fara aftur í ÍR og að Þór ætli að fylla í hans pláss með erlendum leikmanni,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, í þættinum síðastliðinn föstudag. Það hefur ringt inn tilkynningum á símanum hans Ragnars frá því að Teitur deildi þessari leigubílasögu í Körfuboltakvöldi. „Sjálfur heyrði ég þessa sögusögn fyrst í hádeginu á föstudaginn og hún kom úr ótrúlegustu átt. Svo eftir leik gegn Stjörnunni þá kom þetta fram í körfuboltakvöldi og þá fékk ég fullt af spurningum á Facebook og annars staðar,“ sagði Ragnar í viðtali við Vísi í dag. Ragnar segir þó að ekkert sé til í þessari kjaftasögu. Hann er ekki á leiðinni aftur til ÍR en félagaskiptaglugginn lokar í dag. „Nei, það er ekki staðan eins og hún er í dag allavegana. Ég hef í raun bara heyrt þessar sögusagnir í kringum mig eins og aðrir. Ég er búinn að spyrja Lalla af því hvort hann sé að selja mig og hann neitar því. Ég er ekki að fara neitt nema hann sé að ljúga af mér, það er eini möguleikinn.“ Eins greint var frá fyrr í dag þá samdi Þór við Kyle Johnson en Johnson mun þó ekki leika með liðinu gegn Vestra í kvöld. „Hann ferðaðist ekki með liðinu í gær en verður sennilega klár fyrir næsta leik sem er á móti ÍR. Það verður sennilega skemmtilegt að mæta þangað eftir allt þetta,“ sagði Rangar og hló. Eftir að Þór tilkynnti komu Kyle Johnson, þá reyndist helmingur af kjaftasögu Teits vera sönn og gaf því sögunni um brottför Ragnars byr undir báða vængi. Ragnar hefur ákveðnar kenningar yfir því hvernig hans nafn dregst inn í söguna. „Það er alltaf hægt að reyna að leggja einn og einn saman og fá þetta út en í þessari tilteknu jöfnu þá vantar samt annan ásinn þannig þetta dæmi gengur upp. Þetta er einhver uppspuni út frá mínum bakgrunni sem einhver sagði einhverjum og þessi saga fór greinilega þetta langt. Ég hef ekki átt neinar samræður við ÍR,“ sagði Ragnar Þór Bragason, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, að endingu.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn ÍR Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira