Trudeau ósáttur: Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2022 20:23 Fjölmargir hafa mælt bólusetningarskyldu vörubílstjóra í Ottowa í Kanada síðustu daga. EPA-EFE/ANDRE PICHETTE Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada gagnrýnir harðlega þá sem mótmæla nú sóttvarnaaðgerðum þar í landi. Fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Ottowa um helgina og aðrir hyggjast hvergi nærri hættir. Mótmælendurnir, sem ganga undir nafninu “Freedom Convoy” eða „Frelsislestin,“ gagnrýna bólusetningarskyldu harðlega. Kanadamenn hafa gripið til harðra takmarkana í faraldrinum en stjórnvöld í kanadíska fylkinu Québec hafa meðal annars ákveðið að skattleggja óbólusetta. Mótmælin hafa farið friðsamlega fram að mestu leyti en lögregla hefur nokkur mál til rannsóknar þar sem mótmælendur eiga að hafa borið merki nasista. Þá hafa einnig verið myndbönd af konu í dreifingu á samfélagsmiðlum, sem dansaði á minnisvarða fallinna hermanna. Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada segir mótmælin „móðgun við söguna og sannleikann,“ og hefur ekki viljað fara á fund mótmælenda. „Tjáningarfrelsið, réttur til mótmæla og samkoma er hornsteinn lýðræðisins. Merki nasista, rasismi og vanhelgun minnisvarða er það ekki. Ég legg áherslu á að standa með þjóðinni og koma okkur í gegnum þennan faraldur,“ segir Trudeau. Candice Bergen, leiðtogi Íhaldsflokksins í Kanada, segir að mótmælendurnir eigi rétt á því að hlustað verði á þá: „Mótmælendurnir hafa rétt á virðingu. Milljónir Kanadabúa eru orðnir langþreyttir á útgöngubanni og brostnum loforðum,“ segir Bergen í stjórnarandstöðu. Mótmælin má rekja til nýrra reglna um skyldu óbólusettra vörubílstjóra til að einangra sig við komu til Kanada frá Bandaríkjunum. Um 90 prósent vörubílstjóra í Kanada eru bólusettir en reglurnar nýju eiga að hafa verið kornið sem fyllti mælinn, að því er fram kemur hjá Breska ríkisútvarpinu. Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Mótmælendurnir, sem ganga undir nafninu “Freedom Convoy” eða „Frelsislestin,“ gagnrýna bólusetningarskyldu harðlega. Kanadamenn hafa gripið til harðra takmarkana í faraldrinum en stjórnvöld í kanadíska fylkinu Québec hafa meðal annars ákveðið að skattleggja óbólusetta. Mótmælin hafa farið friðsamlega fram að mestu leyti en lögregla hefur nokkur mál til rannsóknar þar sem mótmælendur eiga að hafa borið merki nasista. Þá hafa einnig verið myndbönd af konu í dreifingu á samfélagsmiðlum, sem dansaði á minnisvarða fallinna hermanna. Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada segir mótmælin „móðgun við söguna og sannleikann,“ og hefur ekki viljað fara á fund mótmælenda. „Tjáningarfrelsið, réttur til mótmæla og samkoma er hornsteinn lýðræðisins. Merki nasista, rasismi og vanhelgun minnisvarða er það ekki. Ég legg áherslu á að standa með þjóðinni og koma okkur í gegnum þennan faraldur,“ segir Trudeau. Candice Bergen, leiðtogi Íhaldsflokksins í Kanada, segir að mótmælendurnir eigi rétt á því að hlustað verði á þá: „Mótmælendurnir hafa rétt á virðingu. Milljónir Kanadabúa eru orðnir langþreyttir á útgöngubanni og brostnum loforðum,“ segir Bergen í stjórnarandstöðu. Mótmælin má rekja til nýrra reglna um skyldu óbólusettra vörubílstjóra til að einangra sig við komu til Kanada frá Bandaríkjunum. Um 90 prósent vörubílstjóra í Kanada eru bólusettir en reglurnar nýju eiga að hafa verið kornið sem fyllti mælinn, að því er fram kemur hjá Breska ríkisútvarpinu.
Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira