Argentínumaðurinn Luciano Massarelli þurfti bara tæpar 24 mínútur í gærkvöldi til að jafna félagmet Þórs yfir flesta þrista í einum leik í úrvalsdeild karla.
Massarelli hitti úr 9 af 11 þriggja stiga skotum sínum og jafnaði þar með met Larry Thomas frá því 28. janúar i fyrra.
Thomas skoraði þristana sína í útileik á móti KR og bætti þá rúmlega tveggja ára met Nikolas Tomsick frá því í Smáranum 15. nóvember 2018.
Massarelli kom með 29 stig inn af bekknum í gær og hefur þar með komið með 59 stig inn af bekknum í síðustu tveimur leikjum.
Massarelli hitti nefnilega úr 6 af 11 þriggja stiga skotum sínum í sigri á Stjörnunni aðeins þremur dögum fyrr.
Hann er því með 15 þriggja stiga körfur 22 skotum í síðustu tveimur leikjum sem gerir 68 prósent nýtingu.
Það virðist henta Massarelli betur að byrja á bekknum því hann hitti úr 46,2 prósent þriggja stiga skota sinna þegar hann byrjar ekki en bara 29,5 prósent þegar hann er í byrjunarliðinu.
- Flestar þriggja stiga körfur í einum leik með Þór Þorl. í úrvalsdeild karla:
- 9 - Luciano Massarelli á móti Vestra 31. janúar 2022
- 9 - Larry Thomas á móti KR 28. janúar 2021
- 8 - Nikolas Tomsick á móti Breiðabliki 15. nóvember 2018
- 8 - Larry Thomas á móti Haukum 5. mars 2021