Um 14 prósent vígðra innan kaþólsku kirkjunnar á Nýja-Sjálandi verið sökuð um ofbeldi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. febrúar 2022 08:55 Á síðustu árum og áratugum hefur kaþólska kirkjan orðið uppvís að því að hylma kerfisbundið yfir barnaníð og annað ofbeldi. Mynd/Jon Tyson Kaþólska kirkjan á Nýja-Sjálandi hefur greint frá því að 14 prósent vígðra innan kirkjunnar hafi verið sökuð um brot gegn börnum og fullorðnum frá árinu 1950. Kirkjan gaf upp fjöldann að beiðni nefndar sem sett var á laggirnar af Jacindu Ardern forsætisráðherra árið 2018. Ráðherrann sagði á þeim tíma að landið þyrfti að gera upp „myrkan kafla“ í sögu sinni. Nefndinni var upphaflega aðeins ætlað að rannsaka misnotkun á vistheimilum en rannsóknin var síðar útvíkkuð og nær nú til kirkna og annarra trúarstofnana. Samkvæmt bráðabirgðaskýrslu sem gefin var út í desember síðastliðnum voru um það bil 250 þúsund börn, ungmenni og fullorðið fólk í viðkvæmri stöðu misnotuð á heimilum sem rekin voru af hinu opinbera og trúarstofnunum frá 1960 og fram yfir aldamót. Tölfræðin er varðar kaþólsku kirkjuna nær til 428 prestakalla, 370 kaþólskra skóla og 67 annarra stofnana. Um er að ræða ofbeldi af ýmsu tagi; líkamlegt, kynferðislegt og andlegt ofbeldi, auk vanrækslu. Rannsóknin innan kirkjunnar leiddi í ljós að frá árinu 1950 hefðu 1.350 börn tilkynnt um ofbeldi og 164 fullorðnir. Þá höfðu 167 á ótilgreindum aldri tilkynnt ofbeldi á sama tíma. Um 80 prósent tilkynninganna vörðuðu börn og í um helmingi tilvika vörðuðu tilkynningarnar kynferðisofbeldi gegn barni. Í heildina voru 14 prósent vígðra innan kirkjunnar sakaðir um ofbeldi, 8 prósent presta og 3 prósent nunna. Flest tilvikin áttu sér stað frá 1960 til 1970 og 75 prósent fyrir 1990. Samtök þolenda kynferðisofbeldis, Snap, telja raunverulegan fjölda tilvika allt að tvöfalt meiri. Guardian fjallar ítarlega um málið. Nýja-Sjáland Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Kirkjan gaf upp fjöldann að beiðni nefndar sem sett var á laggirnar af Jacindu Ardern forsætisráðherra árið 2018. Ráðherrann sagði á þeim tíma að landið þyrfti að gera upp „myrkan kafla“ í sögu sinni. Nefndinni var upphaflega aðeins ætlað að rannsaka misnotkun á vistheimilum en rannsóknin var síðar útvíkkuð og nær nú til kirkna og annarra trúarstofnana. Samkvæmt bráðabirgðaskýrslu sem gefin var út í desember síðastliðnum voru um það bil 250 þúsund börn, ungmenni og fullorðið fólk í viðkvæmri stöðu misnotuð á heimilum sem rekin voru af hinu opinbera og trúarstofnunum frá 1960 og fram yfir aldamót. Tölfræðin er varðar kaþólsku kirkjuna nær til 428 prestakalla, 370 kaþólskra skóla og 67 annarra stofnana. Um er að ræða ofbeldi af ýmsu tagi; líkamlegt, kynferðislegt og andlegt ofbeldi, auk vanrækslu. Rannsóknin innan kirkjunnar leiddi í ljós að frá árinu 1950 hefðu 1.350 börn tilkynnt um ofbeldi og 164 fullorðnir. Þá höfðu 167 á ótilgreindum aldri tilkynnt ofbeldi á sama tíma. Um 80 prósent tilkynninganna vörðuðu börn og í um helmingi tilvika vörðuðu tilkynningarnar kynferðisofbeldi gegn barni. Í heildina voru 14 prósent vígðra innan kirkjunnar sakaðir um ofbeldi, 8 prósent presta og 3 prósent nunna. Flest tilvikin áttu sér stað frá 1960 til 1970 og 75 prósent fyrir 1990. Samtök þolenda kynferðisofbeldis, Snap, telja raunverulegan fjölda tilvika allt að tvöfalt meiri. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Nýja-Sjáland Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira