Lögreglan stuðlar að dreifingu amfetamíns — kyndir hún næst undir morðum? Einar Steingrímsson skrifar 1. febrúar 2022 14:01 Í nýlegri frétt á RÚV má lesa eftirfarandi: „... lögreglan hafi farið í leynilega húsleit á heimili mannsins í desember fyrir þremur árum þar sem hún fann lítra af amfetamínbasa og rúmlega 400 grömm af amfetamíni. Í ákærunni segir að lögregla hafi skipt út amfetamínbasanum fyrir annan vökva en látið amfetamínið vera vegna rannsóknarhagsmuna. ... Mánuði eftir leynilegu húsleitina kom lögreglan aftur á staðinn. Maðurinn framvísaði þá því amfetamíni sem eftir var eða rúmlega 200 grömmum.“ Nú má deila um hvort vit sé í að hafa afskipti af vímuefnaneyslu fólks. En ríkið eyðir líklega milljörðum á ári, ef allt er talið, í stríð sem vissulega er vonlaust, en samt endalaust háð af réttarkerfinu. Það er gert á þeirri forsendu að það sé betra fyrir samfélagið en að hætt verði að banna neyslu vímuefna, annarra en þeirra sem eru ríkinu þóknanleg (þótt þau valdi væntanlega mun meiri skaða en hin ólöglegu). Og meðan ríkið rekur þetta stríð, og lögreglan beitir í því aðferðum af þessu tagi, þá er ekki furða að spurt sé hvað sé næst. Eða, eins og kunningi minn einn orðaði það: „Ég hef stundum líkt þessu við að lögreglan fái inná borð til sín til rannsóknar manndrápstilraun, þar sem eiginmaður reynir að drepa konu sína, og lögreglan ákveður að sleppa honum við kæru í von um að honum takist ætlunarverkið næst og fái þarmeð mun þyngri dóm.“ Þetta hljómar auðvitað fáránlega. En þegar réttarkerfið þykist vera að vernda almenning gegn stórkostlegri hættu með stríðinu gegn vímuefnum, hvernig getur lögreglan þá réttlætt að hún láti 400 grömm af amfetamíni óhreyfð, vitandi að þau muni að öllum líkindum rata til neytenda? Er svarið kannski að lögreglan viti að þetta stríð hennar er verra en tilgangslaust, og að þar á bæ sé fólk bara í bófahasar, af því það langi svo að líta út eins og liðið í nýjustu löggutöffaraseríunni? Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mest lesið Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri frétt á RÚV má lesa eftirfarandi: „... lögreglan hafi farið í leynilega húsleit á heimili mannsins í desember fyrir þremur árum þar sem hún fann lítra af amfetamínbasa og rúmlega 400 grömm af amfetamíni. Í ákærunni segir að lögregla hafi skipt út amfetamínbasanum fyrir annan vökva en látið amfetamínið vera vegna rannsóknarhagsmuna. ... Mánuði eftir leynilegu húsleitina kom lögreglan aftur á staðinn. Maðurinn framvísaði þá því amfetamíni sem eftir var eða rúmlega 200 grömmum.“ Nú má deila um hvort vit sé í að hafa afskipti af vímuefnaneyslu fólks. En ríkið eyðir líklega milljörðum á ári, ef allt er talið, í stríð sem vissulega er vonlaust, en samt endalaust háð af réttarkerfinu. Það er gert á þeirri forsendu að það sé betra fyrir samfélagið en að hætt verði að banna neyslu vímuefna, annarra en þeirra sem eru ríkinu þóknanleg (þótt þau valdi væntanlega mun meiri skaða en hin ólöglegu). Og meðan ríkið rekur þetta stríð, og lögreglan beitir í því aðferðum af þessu tagi, þá er ekki furða að spurt sé hvað sé næst. Eða, eins og kunningi minn einn orðaði það: „Ég hef stundum líkt þessu við að lögreglan fái inná borð til sín til rannsóknar manndrápstilraun, þar sem eiginmaður reynir að drepa konu sína, og lögreglan ákveður að sleppa honum við kæru í von um að honum takist ætlunarverkið næst og fái þarmeð mun þyngri dóm.“ Þetta hljómar auðvitað fáránlega. En þegar réttarkerfið þykist vera að vernda almenning gegn stórkostlegri hættu með stríðinu gegn vímuefnum, hvernig getur lögreglan þá réttlætt að hún láti 400 grömm af amfetamíni óhreyfð, vitandi að þau muni að öllum líkindum rata til neytenda? Er svarið kannski að lögreglan viti að þetta stríð hennar er verra en tilgangslaust, og að þar á bæ sé fólk bara í bófahasar, af því það langi svo að líta út eins og liðið í nýjustu löggutöffaraseríunni? Höfundur er stærðfræðingur.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun