Fordæmi fyrir skjálfta upp á 5,5 á hrinusvæði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. febrúar 2022 14:42 Um 550 skjálftar hafa mælst í yfirstandandi skjálftahrinu vestan við Ok í Borgarfirði. Veðurstofa Íslands Stóri skjálftinn sem reið yfir laust eftir miðnætti vestan við Ok í Borgarfirði er sá stærsti sem mælst hefur í árafjöld, en hann mældist 3,7 að stærð. Fordæmi er fyrir skjálfta upp á 5,5 á svæðinu en hann varð í námunda við það svæði sem undir er í yfirstandandi hrinu. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að hrinan sé um margt sérstök. Um innflekaskjálfta sé að ræða þar sem staðsetning þeirra sé utan flekaskila og eldvirkra svæða. Innflekaskjálftar geta orðið vegna láréttrar tognunar í jarðskorpunni. „Þessi skjálfti sem varð í nótt er stærsti í þessari hrinu og jafnframt stærsti skjálftinn á þessu svæði í dágóðan tíma. Síðast var skjálftahrina á svæðinu árið 1974 en þá mældust stærri skjálftar, meðal annars 5,5 að stærð þannig að það eru dæmi um aðeins stærri skjálfta en við sáum í nótt.“ Umræddur skjálfti sem Einar vísar í varð aðeins norðar en það svæði sem undir er í yfirstandandi hrinu. Frásagnir eru um grjóthrun og lítilsháttar sprungur og skemmdir eftir þann stóra árið 1974. „Skjálftahrinan stóð yfir í meira en tvo mánuði og við erum komin í um það bil mánuð með þessa hrinu þannig að hún gæti haldið eitthvað áfram.“ Einar Bessi segist alls ekki vilja vekja ugg hjá fólki með því að minnast á stóra skjálftann frá 1974 en hann sé þó ágætis áminning um stærri skjálftar gætu orðið í þessari hrinu og því alltaf gott að fara að öllu með gát. Jarðskjálftahrinan hófst seinni hluta desembermánaðar og stendur enn. Um 550 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá upphafi hrinu. Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Tengdar fréttir Skjálfti 3,7 á Vesturlandi skömmu eftir miðnætti Skjálfti 3,7 að stærð varð um tíu kílómetra vestur af Oki á Vesturlandi um fimm mínútur yfir miðnætti í nótt. 1. febrúar 2022 07:25 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að hrinan sé um margt sérstök. Um innflekaskjálfta sé að ræða þar sem staðsetning þeirra sé utan flekaskila og eldvirkra svæða. Innflekaskjálftar geta orðið vegna láréttrar tognunar í jarðskorpunni. „Þessi skjálfti sem varð í nótt er stærsti í þessari hrinu og jafnframt stærsti skjálftinn á þessu svæði í dágóðan tíma. Síðast var skjálftahrina á svæðinu árið 1974 en þá mældust stærri skjálftar, meðal annars 5,5 að stærð þannig að það eru dæmi um aðeins stærri skjálfta en við sáum í nótt.“ Umræddur skjálfti sem Einar vísar í varð aðeins norðar en það svæði sem undir er í yfirstandandi hrinu. Frásagnir eru um grjóthrun og lítilsháttar sprungur og skemmdir eftir þann stóra árið 1974. „Skjálftahrinan stóð yfir í meira en tvo mánuði og við erum komin í um það bil mánuð með þessa hrinu þannig að hún gæti haldið eitthvað áfram.“ Einar Bessi segist alls ekki vilja vekja ugg hjá fólki með því að minnast á stóra skjálftann frá 1974 en hann sé þó ágætis áminning um stærri skjálftar gætu orðið í þessari hrinu og því alltaf gott að fara að öllu með gát. Jarðskjálftahrinan hófst seinni hluta desembermánaðar og stendur enn. Um 550 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá upphafi hrinu.
Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Tengdar fréttir Skjálfti 3,7 á Vesturlandi skömmu eftir miðnætti Skjálfti 3,7 að stærð varð um tíu kílómetra vestur af Oki á Vesturlandi um fimm mínútur yfir miðnætti í nótt. 1. febrúar 2022 07:25 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Skjálfti 3,7 á Vesturlandi skömmu eftir miðnætti Skjálfti 3,7 að stærð varð um tíu kílómetra vestur af Oki á Vesturlandi um fimm mínútur yfir miðnætti í nótt. 1. febrúar 2022 07:25